Hleruð upptaka: „Hreiðar býst við að fara í jailið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. maí 2015 12:32 Í símtali sem saksóknari hleraði sagði Bjarki að Hreiðar Már byggist við því að fara í fangelsi. Vísir/Pjetur Björn Þorvaldsson, saksóknari, hefur spilað nokkur símtöl fyrir dómi í dag en Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, situr nú fyrir svörum í markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum bankans.Hleruð símtöl spiluð Saksóknari spilaði meðal annars símtal sem hlerað var við rannsókn málsins í apríl 2010. Þar ræðir Bjarki við Jóhannes Bjarna Björnsson, lögmann, um hvort að viðskipti Kaupþings með eigin bréf hafi verið markaðsmisnotkun. JBB: „Þetta er bara markaðsmisnotkun, hrein og klár, það blasir bara við.“ BD:„Já, já.“ JBB: „Það er einhvern veginn erfitt að verjast því sko og það er erfitt að verjast því þegar menn voru farnir að breyta útlánareglunum [...]“ BD: „Já, það eru forstjórarnir sem eru langsamlega veikastir. Þeir taka ákvarðanir um þetta. Það var hlutverk forstjórans og stjórnarformannsins að finna hluthafa og ef þeir fundu þá ekki þá bjuggu þeir þá bara til.“ Bjarki og Jóhannes ræða svo um að verðinu í hlutabréfum Kaupþings hafi verið haldið uppi og það hafi verið reynt að koma í veg fyrir að verðið lækkaði eða hægja á lækkun. JBB: „Það er auðvitað markaðsmisnotkun.“ BD: „Þetta er bara skólabókardæmi.“ Spurður út í þetta símtal sagði Bjarki að það væri síðan 12. apríl 2010 en þá um morguninn hafði Rannsóknarskýrsla Alþingis um bankahrunið komið út. „Fólki var brugðið og mér var líka brugðið vegna þeirra ályktanna sem settar voru fram þar og þessi mynd sem dregin var upp í skýrslunni. [...] Hugmyndir um markaðsmisnotkun [í símtalinu] bera keim af því sem fram kom í rannsóknarskýrslunni og svo mikilli umfjöllun um Stím-málið.“Hreiðar og kannski Siggi í fangelsi Í öðru símtali frá 13. apríl 2010 ræðir Bjarki svo við Jónas Björn Sigurgeirsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri samskiptasviðs Kaupþings. Þeir ræða um verkferla vegna viðskipta með Kaupþings með eigin bréf og hver sé ábyrgur fyrir kaupum og sölu hlutabréfanna. Þeir ræða meðal annars aðkomu Hreiðar Más og ábyrgð Bjarka vegna lánveitinga til hlutabréfakaupa. JBS: „Nei, þú sleppur, þetta endar með því að Hreiðar tekur jailið og kannski Siggi. [...] Hreiðar býst við að fara í jailið.“ Bjarki veltir því síðan fyrir sér hvað verði um hann sjálfan og segir svo: „Og auðvitað kem ég alveg til með að engjast. Ef ég er að segja satt og rétt frá kem ég til með að benda svolítið mikið á Hreiðar og það er alveg ömurlegt.“ Björn spurði Bjarka í hvaða tilvikum hann þyrfti að benda á Hreiðar. „Ég er bara þarna að draga ályktanir um að hann hafi komið að sölu á hlutabréfunum, ég veit það ekki fyrir víst.“ Saksóknari spurði hvort hann hefði dregið þær ályktanir út frá Rannsóknarskýrslu Alþingis. Sagði Bjarki ekki svo hafa verið; þetta hefði verið almennt ályktað. Alþingi Markaðsmisnotkun Kaupþings Stím málið Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Björn Þorvaldsson, saksóknari, hefur spilað nokkur símtöl fyrir dómi í dag en Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, situr nú fyrir svörum í markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum bankans.Hleruð símtöl spiluð Saksóknari spilaði meðal annars símtal sem hlerað var við rannsókn málsins í apríl 2010. Þar ræðir Bjarki við Jóhannes Bjarna Björnsson, lögmann, um hvort að viðskipti Kaupþings með eigin bréf hafi verið markaðsmisnotkun. JBB: „Þetta er bara markaðsmisnotkun, hrein og klár, það blasir bara við.“ BD:„Já, já.“ JBB: „Það er einhvern veginn erfitt að verjast því sko og það er erfitt að verjast því þegar menn voru farnir að breyta útlánareglunum [...]“ BD: „Já, það eru forstjórarnir sem eru langsamlega veikastir. Þeir taka ákvarðanir um þetta. Það var hlutverk forstjórans og stjórnarformannsins að finna hluthafa og ef þeir fundu þá ekki þá bjuggu þeir þá bara til.“ Bjarki og Jóhannes ræða svo um að verðinu í hlutabréfum Kaupþings hafi verið haldið uppi og það hafi verið reynt að koma í veg fyrir að verðið lækkaði eða hægja á lækkun. JBB: „Það er auðvitað markaðsmisnotkun.“ BD: „Þetta er bara skólabókardæmi.“ Spurður út í þetta símtal sagði Bjarki að það væri síðan 12. apríl 2010 en þá um morguninn hafði Rannsóknarskýrsla Alþingis um bankahrunið komið út. „Fólki var brugðið og mér var líka brugðið vegna þeirra ályktanna sem settar voru fram þar og þessi mynd sem dregin var upp í skýrslunni. [...] Hugmyndir um markaðsmisnotkun [í símtalinu] bera keim af því sem fram kom í rannsóknarskýrslunni og svo mikilli umfjöllun um Stím-málið.“Hreiðar og kannski Siggi í fangelsi Í öðru símtali frá 13. apríl 2010 ræðir Bjarki svo við Jónas Björn Sigurgeirsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri samskiptasviðs Kaupþings. Þeir ræða um verkferla vegna viðskipta með Kaupþings með eigin bréf og hver sé ábyrgur fyrir kaupum og sölu hlutabréfanna. Þeir ræða meðal annars aðkomu Hreiðar Más og ábyrgð Bjarka vegna lánveitinga til hlutabréfakaupa. JBS: „Nei, þú sleppur, þetta endar með því að Hreiðar tekur jailið og kannski Siggi. [...] Hreiðar býst við að fara í jailið.“ Bjarki veltir því síðan fyrir sér hvað verði um hann sjálfan og segir svo: „Og auðvitað kem ég alveg til með að engjast. Ef ég er að segja satt og rétt frá kem ég til með að benda svolítið mikið á Hreiðar og það er alveg ömurlegt.“ Björn spurði Bjarka í hvaða tilvikum hann þyrfti að benda á Hreiðar. „Ég er bara þarna að draga ályktanir um að hann hafi komið að sölu á hlutabréfunum, ég veit það ekki fyrir víst.“ Saksóknari spurði hvort hann hefði dregið þær ályktanir út frá Rannsóknarskýrslu Alþingis. Sagði Bjarki ekki svo hafa verið; þetta hefði verið almennt ályktað.
Alþingi Markaðsmisnotkun Kaupþings Stím málið Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira