Horfðu í augun á mér og segðu að allt sé í lagi Arndís Halla Jóhannesdóttir skrifar 4. maí 2015 22:32 Í uppvextinum lærum við mörg góð gildi sem okkur er ráðlagt að lifa eftir. Eitt af því sem við lærum er að allt sem við segjum eða gerum hefur afleiðingar, okkur líður vel þegar við fáum hrós eða eitthvað fallegt er sagt við okkur, eins líður okkur illa þegar eitthvað ljótt er sagt við okkur eða þegar eitthvað er gert á okkar hlut. Hver og einn einstaklingur hefur það vald að geta ákveðið hvernig hann vill koma fram við aðra, það er bara ég sem get ákveðið hvernig ég hegða mér, hvað ég segi og geri. Ég hef gengið í gegnum tvær krabbameinsmeðferðir og þarf reglulegt eftirlit og nokkuð örar en gengur og gerist. Á fimmtudaginn fór ég á Landspítalann þar sem ég átti tíma í segulómun, en það er tæki sem ég hef þurft að fara í miklu oftar en ég vildi. Þegar ég mætti fékk ég þær upplýsingar að það væri verkfall og því yrði engin segulómun í dag, það yrði kallað í mig þegar ég kæmist að. Ég vildi óska að staðan væri sú að ég hefði gengið út af spítalanum pollróleg og haldið mínu striki en svo er ekki, ég táraðist á leið út í bíl, af því að nú vissi ég að óvissan og biðin eftir niðurstöðu væri bara einhvern tímann í framtíðinni. Mér fannst ég beitt einhverju sem að mér var kennt í uppvextinum að væri rangt, þarna úti eru einhverjir sem er alveg sama um það hvort ég komist í segulómunina, eða hvað?Mig langar að beina orðum mínum að því ágæta fólki sem situr hvorum megin við samningaborðið og og tala við hvern og einn: ,,Líttu í kringum þig, hugsaðu um þig og þína nánustu, settu þig svo í spor þeirra sem þannig er komið fyrir að öryggi þeirra sé ógnað vegna þeirra aðgerða sem nú eru í gangi og þú ert einn/ein af þeim sem berð ábyrgð á því að þetta er raunin.“ Ég er svo heppin að starfa mikið með börnum og unglingum og margoft hef ég minnt þau á mikilvægi þess að senda aldrei frá sér skilaboð á samfélags- og samskiptamiðla sem eru þess eðlis að þau myndu ekki treysta sér til að horfa í augun á viðkomandi og segja það sem þau skrifa. Ég myndi þakklát vilja horfa í augun á þeim sem vill útskýra fyrir mér og öllum hinum sem er ógnað þessa dagana að staðan í dag sé réttlætanleg á einhvern hátt. Ég vona innilega að allt fari vel. Baráttukveðjur, Arndís Halla Jóhannesdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Verkfall 2016 Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Sjá meira
Í uppvextinum lærum við mörg góð gildi sem okkur er ráðlagt að lifa eftir. Eitt af því sem við lærum er að allt sem við segjum eða gerum hefur afleiðingar, okkur líður vel þegar við fáum hrós eða eitthvað fallegt er sagt við okkur, eins líður okkur illa þegar eitthvað ljótt er sagt við okkur eða þegar eitthvað er gert á okkar hlut. Hver og einn einstaklingur hefur það vald að geta ákveðið hvernig hann vill koma fram við aðra, það er bara ég sem get ákveðið hvernig ég hegða mér, hvað ég segi og geri. Ég hef gengið í gegnum tvær krabbameinsmeðferðir og þarf reglulegt eftirlit og nokkuð örar en gengur og gerist. Á fimmtudaginn fór ég á Landspítalann þar sem ég átti tíma í segulómun, en það er tæki sem ég hef þurft að fara í miklu oftar en ég vildi. Þegar ég mætti fékk ég þær upplýsingar að það væri verkfall og því yrði engin segulómun í dag, það yrði kallað í mig þegar ég kæmist að. Ég vildi óska að staðan væri sú að ég hefði gengið út af spítalanum pollróleg og haldið mínu striki en svo er ekki, ég táraðist á leið út í bíl, af því að nú vissi ég að óvissan og biðin eftir niðurstöðu væri bara einhvern tímann í framtíðinni. Mér fannst ég beitt einhverju sem að mér var kennt í uppvextinum að væri rangt, þarna úti eru einhverjir sem er alveg sama um það hvort ég komist í segulómunina, eða hvað?Mig langar að beina orðum mínum að því ágæta fólki sem situr hvorum megin við samningaborðið og og tala við hvern og einn: ,,Líttu í kringum þig, hugsaðu um þig og þína nánustu, settu þig svo í spor þeirra sem þannig er komið fyrir að öryggi þeirra sé ógnað vegna þeirra aðgerða sem nú eru í gangi og þú ert einn/ein af þeim sem berð ábyrgð á því að þetta er raunin.“ Ég er svo heppin að starfa mikið með börnum og unglingum og margoft hef ég minnt þau á mikilvægi þess að senda aldrei frá sér skilaboð á samfélags- og samskiptamiðla sem eru þess eðlis að þau myndu ekki treysta sér til að horfa í augun á viðkomandi og segja það sem þau skrifa. Ég myndi þakklát vilja horfa í augun á þeim sem vill útskýra fyrir mér og öllum hinum sem er ógnað þessa dagana að staðan í dag sé réttlætanleg á einhvern hátt. Ég vona innilega að allt fari vel. Baráttukveðjur, Arndís Halla Jóhannesdóttir.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun