Star Wars dagurinn haldinn hátíðlegur víða um heim Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. maí 2015 18:41 Frá hátíðarhöldum 4. maí í Mílan. vísir/afp Í dag er mánudagurinn 4. maí. Fyrir mörgum er það aðeins venjulegur fyrsti mánudagur eftir útborgun en sérstakur ættbálkur manna heldur frídaginn 4. maí heilagan ár hvert. Í Star Wars kvikmyndunum má ítrekað heyra línunni „May the force be with you.“ Þeirri línu hefur í gegnum tíðina verið snúið upp í grínið „May the fourth be with you.“ Það var fyrst gert þann 4. maí 1979 af London Evening News eftir að Margaret Thatcher varð fyrsti kvenforsætisráðherra Breta en þá fylgdi Maggie á eftir kveðjunni. Fyrsti skipulagði Star Wars dagurinn fór fram fyrir fjórum árum í Toronto í Kanada en hefur síðan þá náð að breiðast um heim allan. Árið 2012 keypti Disney réttin að myndunum og ári síðar var dagurinn haldinn hátíðlegur í Disney görðum víða um heim. Hátíðarhöld fara oft fram á þann hátt að vinir koma saman og horfa á myndirnar sex. Einhverjir eiga búninga eða varning tengdan myndunum og passa upp á það að nýta hann við hátíðarhöldin. Geislasverðabardagar og spilun tölvuleikja sem tengjast myndunum eru einnig algeng iðja. Dagurinn eftir, 5. maí, hefur einnig tengingu við Star Wars en margir kalla hann „Revenge of the Fifth“ en það er vísun í þriðju myndina (eða sjöttu eftir því hvernig menn vilja líta á málið). Á þeim degi fagna menn myrku hlið sinni en aðrir fara helst ekki fram úr eftir að hafa skemmt sér of vel daginn áður. Í gegnum tíðina hefur verið rígur á milli aðdáenda Star Wars og Trekkara en svo kallast þeir sem hafa meira gaman af Star Trek. Í tilefni dagsins ákvað Tim Russ, en hann lét Lieutenant Commander Tuvok í Star Trek: Voyager, að útskýra hvers vegna haldið er upp á 4. maí. Bíó og sjónvarp Star Wars Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Í dag er mánudagurinn 4. maí. Fyrir mörgum er það aðeins venjulegur fyrsti mánudagur eftir útborgun en sérstakur ættbálkur manna heldur frídaginn 4. maí heilagan ár hvert. Í Star Wars kvikmyndunum má ítrekað heyra línunni „May the force be with you.“ Þeirri línu hefur í gegnum tíðina verið snúið upp í grínið „May the fourth be with you.“ Það var fyrst gert þann 4. maí 1979 af London Evening News eftir að Margaret Thatcher varð fyrsti kvenforsætisráðherra Breta en þá fylgdi Maggie á eftir kveðjunni. Fyrsti skipulagði Star Wars dagurinn fór fram fyrir fjórum árum í Toronto í Kanada en hefur síðan þá náð að breiðast um heim allan. Árið 2012 keypti Disney réttin að myndunum og ári síðar var dagurinn haldinn hátíðlegur í Disney görðum víða um heim. Hátíðarhöld fara oft fram á þann hátt að vinir koma saman og horfa á myndirnar sex. Einhverjir eiga búninga eða varning tengdan myndunum og passa upp á það að nýta hann við hátíðarhöldin. Geislasverðabardagar og spilun tölvuleikja sem tengjast myndunum eru einnig algeng iðja. Dagurinn eftir, 5. maí, hefur einnig tengingu við Star Wars en margir kalla hann „Revenge of the Fifth“ en það er vísun í þriðju myndina (eða sjöttu eftir því hvernig menn vilja líta á málið). Á þeim degi fagna menn myrku hlið sinni en aðrir fara helst ekki fram úr eftir að hafa skemmt sér of vel daginn áður. Í gegnum tíðina hefur verið rígur á milli aðdáenda Star Wars og Trekkara en svo kallast þeir sem hafa meira gaman af Star Trek. Í tilefni dagsins ákvað Tim Russ, en hann lét Lieutenant Commander Tuvok í Star Trek: Voyager, að útskýra hvers vegna haldið er upp á 4. maí.
Bíó og sjónvarp Star Wars Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira