Að vera geislafræðingur Nellý Pétursdóttir skrifar 15. maí 2015 10:46 Ég er geislafræðingur og hef verið í níu ár. Á þessum níu árum hef ég upplifað ansi margt. Ég vinn hjá Geislavörnum ríkisins og er aðallega að vinna við eftirlit með tækjum sem nota röntgengeisla. Ég vann þar áður á Landspítalanum í næstum því átta ár í Fossvoginum og tók þar á móti ansi mörgum slysum, mörgum ljótum. Ég hef þurft að mynda vini og ættingja illa slasaða eða hugsanlega slasaða, þá þurfti ég heldur betur að bíta á jaxlinn. Það er nefnilega þannig að þegar þú ert á kvöldvakt eða næturvakt þá eru fáir í vinnu og þú getur ekki valið þér verkefni. Maður verður að mynda þá sem koma inn vegna slysa eða alvarlegra veikinda, hvort sem þú þekkir viðkomandi eða ekki. Þegar ég mætti til vinnu vissi ég aldrei hvernig dagurinn yrði, hvort það yrði mikið eða lítið að gera, hvort dagurinn yrði erfiður eða ekki, hvort maður þyrfti að setja upp harða skel eða ekki til að komast í gegnum verkefnið. Þannig hef ég ótal sinnum þurft að hlaupa til að bjarga mannslífum og oft þurft harða skel á meðan til að geta unnið mína vinnu. Það er nefnilega ekki auðvelt að fá illa slasaða manneskju í myndatöku og vita vart hvort manneskjan lifir eða ekki. Það er mikill hasar í kringum slíkar myndatökur og margir sem fylgja manneskjunni í myndatökuna. Við vinnum öll sem eitt og eina markmiðið er að bjarga manneskjunni sem liggur á bekknum nær dauða en lífi. Raunar er helsta markmið geislafræðings að hjálpa fólki. Maður gaf sig allan i það að hjálpa. Oft var maður svo þreyttur eftir vinnudaginn að maður gerði ekki meira þann daginn. Maður reyndi að skilja vinnuna eftir en oft gat maður ekki varist hugsunum um hvernig hafi farið hjá þeim sem maður myndaði til dæmis hvort að maðurinn með heilablæðinguna hafi lifað af, hvort barnið sem slasaðist illa við að detta af skiptiborði sé í lagi, hvort hægt sé að bjarga manninum sem greindist með heilakrabbamein, hvort þessi úr bílslysinu hafi lifað af, hvort maðurinn úr vinnuslysinu hafi haldið fótunum og svo mætti lengi telja. Svo hugsar maður stundum um þennan sem var svo ósamvinnuþýður að hann kýldi samstarfskonu manns eða þennan sem elti samstarfskonu manns þannig að hún varð að læsa sig inni. Oft var mér hugsað um þennan sem reis upp í miðju slysaskanni í tölvusneiðmyndatækinu og reif úr sér æðalegginn þannig að það var blóð út um allt eða þennan sem ældi yfir tölvusneiðmyndatækið eða þennan sem ældi inni i segulómtækinu. Oft hugsa ég enn um allt sem ég upplifði, sumt situr í manni. Já, ég og samstarfsfólk mitt höfum þurft að takast á við alls konar aðstæður og oft þurft að fara og skipta um föt vegna þess að það blæddi á okkur, það var ælt á okkur eða eitthvað annað helltist yfir okkur. En við reynum að gera þetta allt án þess að manneskjan sem við erum að mynda finni nokkurn tímann fyrir því að þetta sé erfitt fyrir okkur þar sem að okkar eina markmið er að hjálpa og reyna að láta viðkomandi finna fyrir öryggi og hlýju, sama í hvaða ástandi þú ert eða hvað er að hrjá þig. Það er afskaplega erfitt að vera í verkfalli, það var ekkert auðvelt að kjósa já við verkfalli. Það var heldur ekki gert í fljótræði. Ríkið hefur haft ár til að semja við okkur en ekkert hefur gengið. Það var neyðarúrræði að fara í verkfall til að fá viðsemjandann að samningaborðinu. Nú á sjöttu viku í verkfalli er loksins eins og það sé eitthvað að þokast i samningaviðræðum. Ég vona innilega að það verði samið sem fyrst svo spítalinn fái allt fólkið sitt til baka aftur og ástandinu þar ljúki sem fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Ég er geislafræðingur og hef verið í níu ár. Á þessum níu árum hef ég upplifað ansi margt. Ég vinn hjá Geislavörnum ríkisins og er aðallega að vinna við eftirlit með tækjum sem nota röntgengeisla. Ég vann þar áður á Landspítalanum í næstum því átta ár í Fossvoginum og tók þar á móti ansi mörgum slysum, mörgum ljótum. Ég hef þurft að mynda vini og ættingja illa slasaða eða hugsanlega slasaða, þá þurfti ég heldur betur að bíta á jaxlinn. Það er nefnilega þannig að þegar þú ert á kvöldvakt eða næturvakt þá eru fáir í vinnu og þú getur ekki valið þér verkefni. Maður verður að mynda þá sem koma inn vegna slysa eða alvarlegra veikinda, hvort sem þú þekkir viðkomandi eða ekki. Þegar ég mætti til vinnu vissi ég aldrei hvernig dagurinn yrði, hvort það yrði mikið eða lítið að gera, hvort dagurinn yrði erfiður eða ekki, hvort maður þyrfti að setja upp harða skel eða ekki til að komast í gegnum verkefnið. Þannig hef ég ótal sinnum þurft að hlaupa til að bjarga mannslífum og oft þurft harða skel á meðan til að geta unnið mína vinnu. Það er nefnilega ekki auðvelt að fá illa slasaða manneskju í myndatöku og vita vart hvort manneskjan lifir eða ekki. Það er mikill hasar í kringum slíkar myndatökur og margir sem fylgja manneskjunni í myndatökuna. Við vinnum öll sem eitt og eina markmiðið er að bjarga manneskjunni sem liggur á bekknum nær dauða en lífi. Raunar er helsta markmið geislafræðings að hjálpa fólki. Maður gaf sig allan i það að hjálpa. Oft var maður svo þreyttur eftir vinnudaginn að maður gerði ekki meira þann daginn. Maður reyndi að skilja vinnuna eftir en oft gat maður ekki varist hugsunum um hvernig hafi farið hjá þeim sem maður myndaði til dæmis hvort að maðurinn með heilablæðinguna hafi lifað af, hvort barnið sem slasaðist illa við að detta af skiptiborði sé í lagi, hvort hægt sé að bjarga manninum sem greindist með heilakrabbamein, hvort þessi úr bílslysinu hafi lifað af, hvort maðurinn úr vinnuslysinu hafi haldið fótunum og svo mætti lengi telja. Svo hugsar maður stundum um þennan sem var svo ósamvinnuþýður að hann kýldi samstarfskonu manns eða þennan sem elti samstarfskonu manns þannig að hún varð að læsa sig inni. Oft var mér hugsað um þennan sem reis upp í miðju slysaskanni í tölvusneiðmyndatækinu og reif úr sér æðalegginn þannig að það var blóð út um allt eða þennan sem ældi yfir tölvusneiðmyndatækið eða þennan sem ældi inni i segulómtækinu. Oft hugsa ég enn um allt sem ég upplifði, sumt situr í manni. Já, ég og samstarfsfólk mitt höfum þurft að takast á við alls konar aðstæður og oft þurft að fara og skipta um föt vegna þess að það blæddi á okkur, það var ælt á okkur eða eitthvað annað helltist yfir okkur. En við reynum að gera þetta allt án þess að manneskjan sem við erum að mynda finni nokkurn tímann fyrir því að þetta sé erfitt fyrir okkur þar sem að okkar eina markmið er að hjálpa og reyna að láta viðkomandi finna fyrir öryggi og hlýju, sama í hvaða ástandi þú ert eða hvað er að hrjá þig. Það er afskaplega erfitt að vera í verkfalli, það var ekkert auðvelt að kjósa já við verkfalli. Það var heldur ekki gert í fljótræði. Ríkið hefur haft ár til að semja við okkur en ekkert hefur gengið. Það var neyðarúrræði að fara í verkfall til að fá viðsemjandann að samningaborðinu. Nú á sjöttu viku í verkfalli er loksins eins og það sé eitthvað að þokast i samningaviðræðum. Ég vona innilega að það verði samið sem fyrst svo spítalinn fái allt fólkið sitt til baka aftur og ástandinu þar ljúki sem fyrst.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun