Eru þið virkilega að bera ykkur saman við viðskiptafræðinga? Aðalheiður Gígja Isaksen skrifar 11. maí 2015 12:02 „Eru þið virkilega að bera ykkur saman við viðskipta- og hagfræðinga?“ sagði maðurinn í samninganefnd ríkisins í yfirlætistóni við samstarfskonu mína á samningafundi nýlega, þegar fulltrúar lífeindafræðinga voru að bera saman sín laun við laun annarra starfsstétta hjá Ríkinu. Við vinnum báðar í Blóðbankanum, hún er lífeindafræðingur og ég náttúrufræðingur. Hún sagðist mest hafa séð eftir því að hafa ekki sagt þessum háa herra að í raun ætti hún að vera hærra launuð en viðskiptafræðingur því hún væri meira menntuð. Það tekur nefnilega þrjú ár að útskrifa viðskiptafræðing og hagfræðing en fjögur ár að búa til útskrifa lífeindafræðing. Hvað get ég þá sagt, lífefnafræðingurinn með mastersprófið í heilbrigðisvísindum frá Læknadeild Háskóla Íslands? Ég á að baki 5 ára háskólanám, ég hlýt þá að eiga að vera enn þá hærra launuð en viðskiptafræðingurinn, eða hvað? Nei, bíddu bíddu, hann viðskiptafræðingurinn er að sýsla með peninga en okkar starf felur í sér að taka þátt í lífsbjargandi meðferð fyrir fárveikt fólk. Það sér það hver maður að peningarnir trompa alltaf fólkið, eða hvað? Það finnst mér alla vega stundum þegar ég skoða launaseðilinn minn. En af hverju er ég að setja mig á þennan háa hest og finnast ég eiga að sjá hærri tölu á launaseðlinum? Vegna þess að starfið sem ég vinn er mikilvægt, krefst mikillar sérþekkingar, er unnið á öllum tímum sólarhringsins og oft undir miklu álagi, þar sem hver sekúnda skiptir máli. Auðvitað fylgir því líka ákveðin gleði að fara heim úr vinnunni eftir vinnudaginn eða næturvaktina og vita að maður hafi lagt sitt að af mörkum við meðferð fjölmargra sjúklinga. Konan sem fór að blæða í keisaranum lifði af, maðurinn með slagæðagúlpinn sem sprakk er kominn úr aðgerð og nýburinn sem þurfti blóðhluta eftir fæðingu er allur að hressast. En vitið þið bara hvað?, Gleðin borgar ekki reikningana og námslánin, svo einfalt er það bara. Ég og samstarfsfólk mitt í Blóðbankanum, sem og annars staðar á Landspítalanum erum ekki að fara fram á 50-100 prósent launahækkun eins og haldið hefur verið fram. Við erum ekki heldur að heimta að okkur sé umbunað umfram aðrar stéttir. Við viljum bara að menntun okkar og sérþekking verði metin að verðleikum og það viðurkennt að við erum ómissandi eins og aðrar stéttir sem starfa innan spítalans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
„Eru þið virkilega að bera ykkur saman við viðskipta- og hagfræðinga?“ sagði maðurinn í samninganefnd ríkisins í yfirlætistóni við samstarfskonu mína á samningafundi nýlega, þegar fulltrúar lífeindafræðinga voru að bera saman sín laun við laun annarra starfsstétta hjá Ríkinu. Við vinnum báðar í Blóðbankanum, hún er lífeindafræðingur og ég náttúrufræðingur. Hún sagðist mest hafa séð eftir því að hafa ekki sagt þessum háa herra að í raun ætti hún að vera hærra launuð en viðskiptafræðingur því hún væri meira menntuð. Það tekur nefnilega þrjú ár að útskrifa viðskiptafræðing og hagfræðing en fjögur ár að búa til útskrifa lífeindafræðing. Hvað get ég þá sagt, lífefnafræðingurinn með mastersprófið í heilbrigðisvísindum frá Læknadeild Háskóla Íslands? Ég á að baki 5 ára háskólanám, ég hlýt þá að eiga að vera enn þá hærra launuð en viðskiptafræðingurinn, eða hvað? Nei, bíddu bíddu, hann viðskiptafræðingurinn er að sýsla með peninga en okkar starf felur í sér að taka þátt í lífsbjargandi meðferð fyrir fárveikt fólk. Það sér það hver maður að peningarnir trompa alltaf fólkið, eða hvað? Það finnst mér alla vega stundum þegar ég skoða launaseðilinn minn. En af hverju er ég að setja mig á þennan háa hest og finnast ég eiga að sjá hærri tölu á launaseðlinum? Vegna þess að starfið sem ég vinn er mikilvægt, krefst mikillar sérþekkingar, er unnið á öllum tímum sólarhringsins og oft undir miklu álagi, þar sem hver sekúnda skiptir máli. Auðvitað fylgir því líka ákveðin gleði að fara heim úr vinnunni eftir vinnudaginn eða næturvaktina og vita að maður hafi lagt sitt að af mörkum við meðferð fjölmargra sjúklinga. Konan sem fór að blæða í keisaranum lifði af, maðurinn með slagæðagúlpinn sem sprakk er kominn úr aðgerð og nýburinn sem þurfti blóðhluta eftir fæðingu er allur að hressast. En vitið þið bara hvað?, Gleðin borgar ekki reikningana og námslánin, svo einfalt er það bara. Ég og samstarfsfólk mitt í Blóðbankanum, sem og annars staðar á Landspítalanum erum ekki að fara fram á 50-100 prósent launahækkun eins og haldið hefur verið fram. Við erum ekki heldur að heimta að okkur sé umbunað umfram aðrar stéttir. Við viljum bara að menntun okkar og sérþekking verði metin að verðleikum og það viðurkennt að við erum ómissandi eins og aðrar stéttir sem starfa innan spítalans.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar