Eru þið virkilega að bera ykkur saman við viðskiptafræðinga? Aðalheiður Gígja Isaksen skrifar 11. maí 2015 12:02 „Eru þið virkilega að bera ykkur saman við viðskipta- og hagfræðinga?“ sagði maðurinn í samninganefnd ríkisins í yfirlætistóni við samstarfskonu mína á samningafundi nýlega, þegar fulltrúar lífeindafræðinga voru að bera saman sín laun við laun annarra starfsstétta hjá Ríkinu. Við vinnum báðar í Blóðbankanum, hún er lífeindafræðingur og ég náttúrufræðingur. Hún sagðist mest hafa séð eftir því að hafa ekki sagt þessum háa herra að í raun ætti hún að vera hærra launuð en viðskiptafræðingur því hún væri meira menntuð. Það tekur nefnilega þrjú ár að útskrifa viðskiptafræðing og hagfræðing en fjögur ár að búa til útskrifa lífeindafræðing. Hvað get ég þá sagt, lífefnafræðingurinn með mastersprófið í heilbrigðisvísindum frá Læknadeild Háskóla Íslands? Ég á að baki 5 ára háskólanám, ég hlýt þá að eiga að vera enn þá hærra launuð en viðskiptafræðingurinn, eða hvað? Nei, bíddu bíddu, hann viðskiptafræðingurinn er að sýsla með peninga en okkar starf felur í sér að taka þátt í lífsbjargandi meðferð fyrir fárveikt fólk. Það sér það hver maður að peningarnir trompa alltaf fólkið, eða hvað? Það finnst mér alla vega stundum þegar ég skoða launaseðilinn minn. En af hverju er ég að setja mig á þennan háa hest og finnast ég eiga að sjá hærri tölu á launaseðlinum? Vegna þess að starfið sem ég vinn er mikilvægt, krefst mikillar sérþekkingar, er unnið á öllum tímum sólarhringsins og oft undir miklu álagi, þar sem hver sekúnda skiptir máli. Auðvitað fylgir því líka ákveðin gleði að fara heim úr vinnunni eftir vinnudaginn eða næturvaktina og vita að maður hafi lagt sitt að af mörkum við meðferð fjölmargra sjúklinga. Konan sem fór að blæða í keisaranum lifði af, maðurinn með slagæðagúlpinn sem sprakk er kominn úr aðgerð og nýburinn sem þurfti blóðhluta eftir fæðingu er allur að hressast. En vitið þið bara hvað?, Gleðin borgar ekki reikningana og námslánin, svo einfalt er það bara. Ég og samstarfsfólk mitt í Blóðbankanum, sem og annars staðar á Landspítalanum erum ekki að fara fram á 50-100 prósent launahækkun eins og haldið hefur verið fram. Við erum ekki heldur að heimta að okkur sé umbunað umfram aðrar stéttir. Við viljum bara að menntun okkar og sérþekking verði metin að verðleikum og það viðurkennt að við erum ómissandi eins og aðrar stéttir sem starfa innan spítalans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
„Eru þið virkilega að bera ykkur saman við viðskipta- og hagfræðinga?“ sagði maðurinn í samninganefnd ríkisins í yfirlætistóni við samstarfskonu mína á samningafundi nýlega, þegar fulltrúar lífeindafræðinga voru að bera saman sín laun við laun annarra starfsstétta hjá Ríkinu. Við vinnum báðar í Blóðbankanum, hún er lífeindafræðingur og ég náttúrufræðingur. Hún sagðist mest hafa séð eftir því að hafa ekki sagt þessum háa herra að í raun ætti hún að vera hærra launuð en viðskiptafræðingur því hún væri meira menntuð. Það tekur nefnilega þrjú ár að útskrifa viðskiptafræðing og hagfræðing en fjögur ár að búa til útskrifa lífeindafræðing. Hvað get ég þá sagt, lífefnafræðingurinn með mastersprófið í heilbrigðisvísindum frá Læknadeild Háskóla Íslands? Ég á að baki 5 ára háskólanám, ég hlýt þá að eiga að vera enn þá hærra launuð en viðskiptafræðingurinn, eða hvað? Nei, bíddu bíddu, hann viðskiptafræðingurinn er að sýsla með peninga en okkar starf felur í sér að taka þátt í lífsbjargandi meðferð fyrir fárveikt fólk. Það sér það hver maður að peningarnir trompa alltaf fólkið, eða hvað? Það finnst mér alla vega stundum þegar ég skoða launaseðilinn minn. En af hverju er ég að setja mig á þennan háa hest og finnast ég eiga að sjá hærri tölu á launaseðlinum? Vegna þess að starfið sem ég vinn er mikilvægt, krefst mikillar sérþekkingar, er unnið á öllum tímum sólarhringsins og oft undir miklu álagi, þar sem hver sekúnda skiptir máli. Auðvitað fylgir því líka ákveðin gleði að fara heim úr vinnunni eftir vinnudaginn eða næturvaktina og vita að maður hafi lagt sitt að af mörkum við meðferð fjölmargra sjúklinga. Konan sem fór að blæða í keisaranum lifði af, maðurinn með slagæðagúlpinn sem sprakk er kominn úr aðgerð og nýburinn sem þurfti blóðhluta eftir fæðingu er allur að hressast. En vitið þið bara hvað?, Gleðin borgar ekki reikningana og námslánin, svo einfalt er það bara. Ég og samstarfsfólk mitt í Blóðbankanum, sem og annars staðar á Landspítalanum erum ekki að fara fram á 50-100 prósent launahækkun eins og haldið hefur verið fram. Við erum ekki heldur að heimta að okkur sé umbunað umfram aðrar stéttir. Við viljum bara að menntun okkar og sérþekking verði metin að verðleikum og það viðurkennt að við erum ómissandi eins og aðrar stéttir sem starfa innan spítalans.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun