Þrefalda refsingin mun lifa áfram góðu lífi í fótboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2015 12:30 Rauða spjaldið á loft í leik hjá Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í Swansea. Vísir/Getty Knattspyrnuforystuna ætlar ekki að breyta reglum um rautt spjald á markmenn en á heimasíðu KSÍ má finna fréttir af ársfundi Alþjóðanefndar Knattspyrnusambanda þar sem hin umdeilda "þrefalda refsing" var tekin fyrir. Ársfundur Alþjóðanefndar Knattspyrnusambanda (IFAB) fór fram hinn 28. febrúar síðastliðinn og þar fjallaði nefndin meðal annars um hina svokölluðu "þreföldu refsingu" (skv. 12. gr. Knattspyrnulaganna), það er brottrekstur, vítaspyrnu og leikbann, sem fylgir því að "hafa af mótherja augljóst marktækifæri". Nefndin var sammála um að þessi refsing væri of hörð og að finna þyrfti betri lausn. Á fundinum var tillögu Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA), sem fól í sér nákvæma skilgreiningu á því hvenær dómaranum bæri eingöngu að sýna gula spjaldið í stað þess rauða fyrir slíkt leikbrot, hins vegar hafnað. Nefndin var engu að síður sammála um það í grundvallaratriðum að í vissum tilfellum mætti fella niður einn þátt "þreföldu refsingarinnar", þ.e. hið sjálfkrafa eins leiks bann fyrir rautt spjald sem leikmaðurinn fær skv. núgildandi ákvæðum agareglugerðar Alþjóða knattspyrnusambandsins (FIFA). Í framhaldinu var aga- og laganefndum FIFA síðan falið að kanna hvort gerlegt væri að fella niður hið sjálfkrafa eins leiks bann sem fylgir í kjölfar brottreksturs leikmanna sem "hafa af mótherja upplagt marktækifæri" þegar um er að ræða brot sem ekki teljast "heiftarleg" í skilningi knattspyrnulaganna. Niðurstöður aga- og laganefnda FIFA voru síðan lagðar fyrir fund framkvæmdastjórnar FIFA hinn 25. maí sl. Skemmst er hins vegar frá því að segja að framkvæmdastjórnin samþykkti þar, að tillögu forseta síns, að ekki yrðu að sinni gerðar neinar breytingar á agareglugerð FIFA hvað þetta varðar. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Fleiri fréttir Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Sjá meira
Knattspyrnuforystuna ætlar ekki að breyta reglum um rautt spjald á markmenn en á heimasíðu KSÍ má finna fréttir af ársfundi Alþjóðanefndar Knattspyrnusambanda þar sem hin umdeilda "þrefalda refsing" var tekin fyrir. Ársfundur Alþjóðanefndar Knattspyrnusambanda (IFAB) fór fram hinn 28. febrúar síðastliðinn og þar fjallaði nefndin meðal annars um hina svokölluðu "þreföldu refsingu" (skv. 12. gr. Knattspyrnulaganna), það er brottrekstur, vítaspyrnu og leikbann, sem fylgir því að "hafa af mótherja augljóst marktækifæri". Nefndin var sammála um að þessi refsing væri of hörð og að finna þyrfti betri lausn. Á fundinum var tillögu Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA), sem fól í sér nákvæma skilgreiningu á því hvenær dómaranum bæri eingöngu að sýna gula spjaldið í stað þess rauða fyrir slíkt leikbrot, hins vegar hafnað. Nefndin var engu að síður sammála um það í grundvallaratriðum að í vissum tilfellum mætti fella niður einn þátt "þreföldu refsingarinnar", þ.e. hið sjálfkrafa eins leiks bann fyrir rautt spjald sem leikmaðurinn fær skv. núgildandi ákvæðum agareglugerðar Alþjóða knattspyrnusambandsins (FIFA). Í framhaldinu var aga- og laganefndum FIFA síðan falið að kanna hvort gerlegt væri að fella niður hið sjálfkrafa eins leiks bann sem fylgir í kjölfar brottreksturs leikmanna sem "hafa af mótherja upplagt marktækifæri" þegar um er að ræða brot sem ekki teljast "heiftarleg" í skilningi knattspyrnulaganna. Niðurstöður aga- og laganefnda FIFA voru síðan lagðar fyrir fund framkvæmdastjórnar FIFA hinn 25. maí sl. Skemmst er hins vegar frá því að segja að framkvæmdastjórnin samþykkti þar, að tillögu forseta síns, að ekki yrðu að sinni gerðar neinar breytingar á agareglugerð FIFA hvað þetta varðar.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Fleiri fréttir Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Sjá meira