Fjórir af átta sjúklingum látnir Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2015 22:30 Tómas Guðbjartsson og Andemariam Beyene. Vísir/Vilhelm Íslenskur læknir tók þátt í barkaígræðslu og tveir íslenskir læknar eru meðhöfundar greinar um skurðaðgerð sem sögð er vera einhverjar mestu lygar læknasögunnar. Þetta kom fram í þættinum Uppdrag granskning í sænska ríkissjónvarpinu í kvöld. Saksóknarar í Svíþjóð rannsaka nú andlát mannsins sem aðgerðin var framkvæmd á. Læknirinn Paolo Macchiarini þróaði aðferðina sem fellst í því að skipta út barka fólks með gervibarka úr plasti. Stofnfrumur eiga svo að sjá til þess að vefur myndist utan um plastbarkann og geri honum þannig kleift að virka eðlilega. Sá fyrsti sem gekkst undir hnífinn hjá Macchirini var Andemariam Beyene.Paolo Macchiarini.Vísir/EPASjá einnig: Einstök aðgerð bjargaði lífi Uppdrag granskning veit af átta aðilum sem gengið hafa í gegnum barkaígræðsluna. Af þeim fjórir látnir. Fjallað var um málið í kvöldfréttum RÚV.SVT sagði frá því í gær að andlát Andemariam Beyene væri nú til rannsóknar hjá saksóknara í Svíþjóð. Hann lést eftir að hafa farið í gegnum aðgerð Macchiarini og fengið barkaígræðslu. Andemariam var frá Erítreu og stundaði nám í jarðeðlisfræði hér á landi þegar hann greindist með krabbamein. Aðgerðin var sögð vel heppnuð og notuð til að gera grein í læknatímaritinu Lancet. Skurðlæknarnir Tómas Guðbjartsson og Óskar Einarsson eru meðhöfundar greinar um aðgerðina og Tómas tók þátt í framkvæmd hennar þar sem hann hafði áður framkvæmt aðgerð á Andemariam hér á landi.Plastbarki var græddur í háls Andemariam Beyene sem lést tveimur og hálfu ári síðar.Vísir/EPASjá einnig: Barkaígræðsla ratar í virtasta vísindatímarit heimsÍ fyrra kom þó í ljós að Macchiarini hafði ekki sótt um leyfi hjá siðanefnd lækna í Svíþjóð. Í kjölfar þess var hann kærður. Einnig kom í ljós að atriði í greininni hafi ekki samræmst sjúkraskrám Andermariam. Karolinska sjúkrahúsið fékk utanaðkomandi sérfræðing til að fara yfir málið. Hann komst að þeirri niðurstöðu að Macchiarini hefði falsað niðurstöður aðgerða sinna í nokkrum greinum. Tómas Guðbjartsson sagðist í samtali við Vísi á ellefta tímanum í kvöld ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu. Plastbarkamálið Tengdar fréttir Fékk ekki leyfi siðanefndar fyrir aðgerðinni á Andemariam Söguleg aðgerð á Erítreumanni sem búsettur var á Íslandi nú til rannsóknar hjá sænska heilbrigðiseftirlitinu. 26. janúar 2015 23:27 Tómas segir að Andemariam hafi verið sendur í aðgerðina í góðri trú Búið er að kæra lækninn sem leiddi teymið, Paolo Macchiarini, til sænskra heilbrigðisyfirvalda. 27. janúar 2015 12:59 Barkaígræðsla ratar í virtasta vísindatímarit heims Grein um plastbarkaígræðslu sem íslenskur læknir tók þátt í hefur nú verið birt í einu virtasta vísindatímariti heims, the Lancet. Barkaþeganum, sem er nemandi við Háskóla Íslands, heilsast vel. 24. nóvember 2011 12:24 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Íslenskur læknir tók þátt í barkaígræðslu og tveir íslenskir læknar eru meðhöfundar greinar um skurðaðgerð sem sögð er vera einhverjar mestu lygar læknasögunnar. Þetta kom fram í þættinum Uppdrag granskning í sænska ríkissjónvarpinu í kvöld. Saksóknarar í Svíþjóð rannsaka nú andlát mannsins sem aðgerðin var framkvæmd á. Læknirinn Paolo Macchiarini þróaði aðferðina sem fellst í því að skipta út barka fólks með gervibarka úr plasti. Stofnfrumur eiga svo að sjá til þess að vefur myndist utan um plastbarkann og geri honum þannig kleift að virka eðlilega. Sá fyrsti sem gekkst undir hnífinn hjá Macchirini var Andemariam Beyene.Paolo Macchiarini.Vísir/EPASjá einnig: Einstök aðgerð bjargaði lífi Uppdrag granskning veit af átta aðilum sem gengið hafa í gegnum barkaígræðsluna. Af þeim fjórir látnir. Fjallað var um málið í kvöldfréttum RÚV.SVT sagði frá því í gær að andlát Andemariam Beyene væri nú til rannsóknar hjá saksóknara í Svíþjóð. Hann lést eftir að hafa farið í gegnum aðgerð Macchiarini og fengið barkaígræðslu. Andemariam var frá Erítreu og stundaði nám í jarðeðlisfræði hér á landi þegar hann greindist með krabbamein. Aðgerðin var sögð vel heppnuð og notuð til að gera grein í læknatímaritinu Lancet. Skurðlæknarnir Tómas Guðbjartsson og Óskar Einarsson eru meðhöfundar greinar um aðgerðina og Tómas tók þátt í framkvæmd hennar þar sem hann hafði áður framkvæmt aðgerð á Andemariam hér á landi.Plastbarki var græddur í háls Andemariam Beyene sem lést tveimur og hálfu ári síðar.Vísir/EPASjá einnig: Barkaígræðsla ratar í virtasta vísindatímarit heimsÍ fyrra kom þó í ljós að Macchiarini hafði ekki sótt um leyfi hjá siðanefnd lækna í Svíþjóð. Í kjölfar þess var hann kærður. Einnig kom í ljós að atriði í greininni hafi ekki samræmst sjúkraskrám Andermariam. Karolinska sjúkrahúsið fékk utanaðkomandi sérfræðing til að fara yfir málið. Hann komst að þeirri niðurstöðu að Macchiarini hefði falsað niðurstöður aðgerða sinna í nokkrum greinum. Tómas Guðbjartsson sagðist í samtali við Vísi á ellefta tímanum í kvöld ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu.
Plastbarkamálið Tengdar fréttir Fékk ekki leyfi siðanefndar fyrir aðgerðinni á Andemariam Söguleg aðgerð á Erítreumanni sem búsettur var á Íslandi nú til rannsóknar hjá sænska heilbrigðiseftirlitinu. 26. janúar 2015 23:27 Tómas segir að Andemariam hafi verið sendur í aðgerðina í góðri trú Búið er að kæra lækninn sem leiddi teymið, Paolo Macchiarini, til sænskra heilbrigðisyfirvalda. 27. janúar 2015 12:59 Barkaígræðsla ratar í virtasta vísindatímarit heims Grein um plastbarkaígræðslu sem íslenskur læknir tók þátt í hefur nú verið birt í einu virtasta vísindatímariti heims, the Lancet. Barkaþeganum, sem er nemandi við Háskóla Íslands, heilsast vel. 24. nóvember 2011 12:24 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Fékk ekki leyfi siðanefndar fyrir aðgerðinni á Andemariam Söguleg aðgerð á Erítreumanni sem búsettur var á Íslandi nú til rannsóknar hjá sænska heilbrigðiseftirlitinu. 26. janúar 2015 23:27
Tómas segir að Andemariam hafi verið sendur í aðgerðina í góðri trú Búið er að kæra lækninn sem leiddi teymið, Paolo Macchiarini, til sænskra heilbrigðisyfirvalda. 27. janúar 2015 12:59
Barkaígræðsla ratar í virtasta vísindatímarit heims Grein um plastbarkaígræðslu sem íslenskur læknir tók þátt í hefur nú verið birt í einu virtasta vísindatímariti heims, the Lancet. Barkaþeganum, sem er nemandi við Háskóla Íslands, heilsast vel. 24. nóvember 2011 12:24