Lögreglan rannsakar enn fjárkúgunartilraun gegn forsætisráðherra og meinta fjárkúgun á annan mann. Systurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand hafa játað að hafa reynt að kúga fé úr Sigmundi Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra.
Í svari við fyrirspurn fréttastofu til ríkissaksóknara kemur fram að málið sé ekki komið á borð saksóknara. Málið sé enn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem hefur rannsakað það undanfarna daga.
Í samtali við Vísi á þriðjudag sagði Malín að hún hefði játað fyrir lögreglu að hafa ekið systur sinni suður fyrir Vallarhverfi í Hafnarfirði þar sem hún vissi að Hlín ætlaði að sækja fjármuni sem hún taldi sig hafa kúgað úr hendi Sigmundar Davíðs.
Hvorug systranna hafa tjáð sig um seinni kæruna á hendur þeim. Hún var lögð fram á hendur þeim síðastliðinn miðvikudag. Sakaði hann þær um að hafa gert honum að greiða sér 700 þúsund eða hann yrði kærður fyrir nauðgun.

