„Þetta er í rauninni ekki orrusta. Þetta er slátrun,“ sagði David Benioff, einn af framleiðendum Game of Thrones.
220 aukaleikarar voru fengnir til að leika uppvakninga og villimenn fyrir atriðið. Atvinnuleikarar þáttanna virðast flestir hafa verið sammála um að aukaleikararnir hafi staðið sig frábærlega í að skapa stemninguna í atriðinu.
Upprunalega þegar bardaginn var skrifaður átti hann að vera mun stærri. En ákveðið var að hafa alla senuna fyrir innan virkisvegginn. Iðnaðarmenn smíðuðu í raun hundrað metra langan og sex metra háan virkisvegg sem notaður var við upptökurnar.