Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur í Pepsi-deild karla í fótbolta, var í kvöld rekinn úr starfi, samkvæmt heimildum Vísis.
Leikmönnum Keflavíkurliðsins var tilkynnt þetta nú undir kvöldið eftir að stjórnin hafði komist að niðurstöðu um brottreksturinn og sagt Kristjáni upp störfum.
Keflavík hefur byrjað tímabilið skelfilega, en það er á botninum í Pepsi-deildinni með aðeins eitt stig eftir sex umferðir og markatöluna, 3-14.
Dropinn sem fyllti mælinn var líklega 5-0 tap Keflavíkur gegn KR í 32 liða úrslitum Borgunarbikarsins í gærkvöldi, en Keflavík er búið að spila tvo leiki við KR á skömmum tíma og tapa þeim samanlagt, 9-0.
Kristján tók við Keflavík öðru sinni snemma á tímabilinu 2013, en hann þjálfaði áður liðið frá 2005-2009. Hann var hársbreidd frá því að vinna Íslandsmeistaratitilinn með liðið 2008 en hann gerði Keflavík að bikarmeisturum árið 2006 og fór aftur í bikarúrslit í fyrra.
Kristján Guðmundsson rekinn frá Keflavík
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti

Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti
Enski boltinn

Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París
Handbolti



Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg
Handbolti

„Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“
Handbolti

Bologna kom til baka gegn AC Milan
Fótbolti

