Lögmaður Hlínar: Rannsókn seinna málsins á frumstigi Birgir Olgeirsson skrifar 4. júní 2015 12:08 Hlín Einarsdóttir. „Ég get staðfest að hún hefur verið yfirheyrð vegna þessara mála,“ segir lögmaður Hlínar Einarsdóttur í samtali við Vísi um fjárkúgunarmálin tvö sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til rannsóknar. Hlín og systir hennar Malín Brand voru handteknar sunnan Vallahverfisins í Hafnarfirði síðastliðinn föstudag en þá höfðu þær reynt að kúga fé úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og eiginkonu hans. Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kom fram að þær hefðu báðar játað aðild sína í því máli. Systurnar voru svo handteknar aftur í gær og færðar til yfirheyrslu vegna kæru sem barst í hádeginu í gær og varðaði aðra fjárkúgun. Seinni kæran kom frá manni sem sakar systurnar um að hafa kúgað sig til að borga sér 700 þúsund krónur annars yrði hann kærður til lögreglunnar fyrir að hafa nauðgað Hlín. Maðurinn og Hlín fóru heim saman á laugardagskvöldi í apríl, að því er fram kom í Fréttablaðinu í morgun.Sjá einnig: Systurnar handteknar og yfirheyrðar á ný„Þetta er það viðkvæmt“ Spurður hvort Hlín sé enn í haldi lögreglu vegna seinni kærunnar segist lögmaður hennar ekki geta tjáð sig um málið sökum trúnaðar. Spurður hvort Hlín sæti farbanni sökum rannsóknar lögreglu á málunum tveimur svarar lögmaðurinn: „Ég get ekkert meira sagt. Þetta er það viðkvæmt og er til rannsóknar lögreglu þannig að við verðum að láta það hafa sinn gang.“ Lögmaðurinn segir rannsókn lögreglu á seinni kærunni þó vera á frumstigi. Spurður hvort fyrir liggur játning í seinna málinu segist lögmaðurinn ekki geta tjáð sig um það. Óttaðist um mannorð sitt Maðurinn sem lagði fram seinni kæruna gegn systrunum er sagður í Fréttablaðinu hafa hugsað sig um í fimm daga áður en hann ákvað að verða við kröfum þeirra þar sem hann óttaðist um mannorð sitt. Hann vildi fá sönnun þess efnis að þær myndu ekki halda kúgunum áfram og fékk skriflega kvittun þess efnis sem skrifuð var af Malín á bréfsefni merkt Morgunblaðinu og undirrituð af henni. Maðurinn afhenti svo Malín 700 þúsund krónur í reiðufé í umslagi samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Systurnar voru yfirheyrðar hvor í sínu lagi í gær og stóðu yfirheyrslurnar fram eftir kvöldi. Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir „Engin venjuleg saga sem þær eiga þessar systur“ Friðrika Benónýsdóttir tók viðtal við Hlín Einarsdóttur, sem birtist í Stundinni í dag, tveimur vikum fyrir handtökuna á Völlunum á föstudag. Hlín lýsir heilaþvætti sem hún varð fyrir í Vottum Jehóva og óútskýrðu fráfalli móður sinnar. 4. júní 2015 10:25 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
„Ég get staðfest að hún hefur verið yfirheyrð vegna þessara mála,“ segir lögmaður Hlínar Einarsdóttur í samtali við Vísi um fjárkúgunarmálin tvö sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til rannsóknar. Hlín og systir hennar Malín Brand voru handteknar sunnan Vallahverfisins í Hafnarfirði síðastliðinn föstudag en þá höfðu þær reynt að kúga fé úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og eiginkonu hans. Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kom fram að þær hefðu báðar játað aðild sína í því máli. Systurnar voru svo handteknar aftur í gær og færðar til yfirheyrslu vegna kæru sem barst í hádeginu í gær og varðaði aðra fjárkúgun. Seinni kæran kom frá manni sem sakar systurnar um að hafa kúgað sig til að borga sér 700 þúsund krónur annars yrði hann kærður til lögreglunnar fyrir að hafa nauðgað Hlín. Maðurinn og Hlín fóru heim saman á laugardagskvöldi í apríl, að því er fram kom í Fréttablaðinu í morgun.Sjá einnig: Systurnar handteknar og yfirheyrðar á ný„Þetta er það viðkvæmt“ Spurður hvort Hlín sé enn í haldi lögreglu vegna seinni kærunnar segist lögmaður hennar ekki geta tjáð sig um málið sökum trúnaðar. Spurður hvort Hlín sæti farbanni sökum rannsóknar lögreglu á málunum tveimur svarar lögmaðurinn: „Ég get ekkert meira sagt. Þetta er það viðkvæmt og er til rannsóknar lögreglu þannig að við verðum að láta það hafa sinn gang.“ Lögmaðurinn segir rannsókn lögreglu á seinni kærunni þó vera á frumstigi. Spurður hvort fyrir liggur játning í seinna málinu segist lögmaðurinn ekki geta tjáð sig um það. Óttaðist um mannorð sitt Maðurinn sem lagði fram seinni kæruna gegn systrunum er sagður í Fréttablaðinu hafa hugsað sig um í fimm daga áður en hann ákvað að verða við kröfum þeirra þar sem hann óttaðist um mannorð sitt. Hann vildi fá sönnun þess efnis að þær myndu ekki halda kúgunum áfram og fékk skriflega kvittun þess efnis sem skrifuð var af Malín á bréfsefni merkt Morgunblaðinu og undirrituð af henni. Maðurinn afhenti svo Malín 700 þúsund krónur í reiðufé í umslagi samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Systurnar voru yfirheyrðar hvor í sínu lagi í gær og stóðu yfirheyrslurnar fram eftir kvöldi.
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir „Engin venjuleg saga sem þær eiga þessar systur“ Friðrika Benónýsdóttir tók viðtal við Hlín Einarsdóttur, sem birtist í Stundinni í dag, tveimur vikum fyrir handtökuna á Völlunum á föstudag. Hlín lýsir heilaþvætti sem hún varð fyrir í Vottum Jehóva og óútskýrðu fráfalli móður sinnar. 4. júní 2015 10:25 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
„Engin venjuleg saga sem þær eiga þessar systur“ Friðrika Benónýsdóttir tók viðtal við Hlín Einarsdóttur, sem birtist í Stundinni í dag, tveimur vikum fyrir handtökuna á Völlunum á föstudag. Hlín lýsir heilaþvætti sem hún varð fyrir í Vottum Jehóva og óútskýrðu fráfalli móður sinnar. 4. júní 2015 10:25