Einn sá allra spilltasti snýst gegn Blatter og ætlar að segja frá öllu Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. júní 2015 08:00 Jack Warner á ekki von á góðu þó hann játi. vísir/getty Jack Warner, fyrrverandi forseti knatspyrnusambands Norður- og Mið-Ameríku og Karíbahafsins, CONCACAF, segist vita hvers vegna Sepp Blatter, forseti FIFA, hafi óvænt sagt af sér í fyrradag. Warner, sem var áður varaforseti FIFA, er sjálfur einn sá allra spilltasti og er einn þeirra sem bandarísk dómsmálayfirvöld hafa kært fyrir mútuþægni. Hann var með fimm mínútna ávarp á sjónvarpstöð í heimalandinu Trínídad og Tóbago í gærkvöldi þar sem hann sagðist óttast um eigi líf og hann hefði sagt lögfræðingum sínum að hafa samband við lögregluyfirvöld í heimalandi sínu og víðar. Warner segist ætla leysa frá skjóðunni og segja frá öllu sem hann veit um spillinguna innan FIFA, en þessi fyrrverandi kennari er metinn á ríflega 100 milljónir dollara eftir setu sína í stjórn FIFA. „Blatter veit af hverju hann féll. Það skiptir svo engu máli þó enginn annar viti það, því ég veit ástæðuna,“ sagði Warner.Sepp Blatter er kominn með bakið uppvið vegg.vísir/gettyHann segist hafa undir höndum sum þeirra skjala sem Bandaríkjamenn hafa safnað að sér í tengslum við rannsóknina sem tengjast fjármálum FIFA. Þá sagðist Warner einnig vera með skjöl sem tengja nokkra yfirmenn FIFA, þar á meðal Sepp Blatter, við vafasamar kosningar til þings í Trínídad og Tóbagó fyrir fimm árum síðan. „Ég biðst afsökunar á að hafa ekki greint frá vitneskju minni um þetta fyrr. Ég get ekki snúið við á þeirri leið sem ég valdi mér,“ sagði Warner. „Ég hef þagað í ótta um að þessi dagur myndi renna upp. Það geri ég ekki lengur. Ég mun ekki lengur varðveita leyndarmál þeirra sem reyna að eyðileggja landið mitt. Ég virkilega óttast um líf mitt,“ sagði Jack Warner. Játning Warners kom aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Chuck Blazer, aðalvitni Bandaríkjamanna, játaði að hafa tekið við mútum í tengslum við val á staðsetningu HM í nokkur skipti. Þetta eru vægast sagt ekki góðar fréttir fyrir Sepp Blatter, en Jack Warner hefur lengi verið einn af hans helstu bandamönnum. FIFA Tengdar fréttir Frábær dagur fyrir fótboltann að Blatter sé farinn | Forsíður ensku blaðanna Sepp Blatter sagði óvænt af sér sem forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins í gær. 3. júní 2015 07:45 Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Sjá meira
Jack Warner, fyrrverandi forseti knatspyrnusambands Norður- og Mið-Ameríku og Karíbahafsins, CONCACAF, segist vita hvers vegna Sepp Blatter, forseti FIFA, hafi óvænt sagt af sér í fyrradag. Warner, sem var áður varaforseti FIFA, er sjálfur einn sá allra spilltasti og er einn þeirra sem bandarísk dómsmálayfirvöld hafa kært fyrir mútuþægni. Hann var með fimm mínútna ávarp á sjónvarpstöð í heimalandinu Trínídad og Tóbago í gærkvöldi þar sem hann sagðist óttast um eigi líf og hann hefði sagt lögfræðingum sínum að hafa samband við lögregluyfirvöld í heimalandi sínu og víðar. Warner segist ætla leysa frá skjóðunni og segja frá öllu sem hann veit um spillinguna innan FIFA, en þessi fyrrverandi kennari er metinn á ríflega 100 milljónir dollara eftir setu sína í stjórn FIFA. „Blatter veit af hverju hann féll. Það skiptir svo engu máli þó enginn annar viti það, því ég veit ástæðuna,“ sagði Warner.Sepp Blatter er kominn með bakið uppvið vegg.vísir/gettyHann segist hafa undir höndum sum þeirra skjala sem Bandaríkjamenn hafa safnað að sér í tengslum við rannsóknina sem tengjast fjármálum FIFA. Þá sagðist Warner einnig vera með skjöl sem tengja nokkra yfirmenn FIFA, þar á meðal Sepp Blatter, við vafasamar kosningar til þings í Trínídad og Tóbagó fyrir fimm árum síðan. „Ég biðst afsökunar á að hafa ekki greint frá vitneskju minni um þetta fyrr. Ég get ekki snúið við á þeirri leið sem ég valdi mér,“ sagði Warner. „Ég hef þagað í ótta um að þessi dagur myndi renna upp. Það geri ég ekki lengur. Ég mun ekki lengur varðveita leyndarmál þeirra sem reyna að eyðileggja landið mitt. Ég virkilega óttast um líf mitt,“ sagði Jack Warner. Játning Warners kom aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Chuck Blazer, aðalvitni Bandaríkjamanna, játaði að hafa tekið við mútum í tengslum við val á staðsetningu HM í nokkur skipti. Þetta eru vægast sagt ekki góðar fréttir fyrir Sepp Blatter, en Jack Warner hefur lengi verið einn af hans helstu bandamönnum.
FIFA Tengdar fréttir Frábær dagur fyrir fótboltann að Blatter sé farinn | Forsíður ensku blaðanna Sepp Blatter sagði óvænt af sér sem forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins í gær. 3. júní 2015 07:45 Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Sjá meira
Frábær dagur fyrir fótboltann að Blatter sé farinn | Forsíður ensku blaðanna Sepp Blatter sagði óvænt af sér sem forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins í gær. 3. júní 2015 07:45