Eggert um spillinguna hjá FIFA: Maður tók fyrir augun í Argentínu Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. júní 2015 10:00 Eggert Magnússon var formaður KSÍ í 17 ár. vísir/getty Eggert Magnússon, formaður KSÍ til 17 ára og fyrrverandi stjórnarformaður West Ham, var í viðtali Í bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi spillinguna innan Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Háttsættir embættismenn FIFA voru handteknir rétt fyrir ársþingið sem fram fór síðasta föstudag, en þar var Sepp Blatter endurkjörinn forseti til næstu fjögurra ára.Sjá einnig:John Oliver tekur FIFA aftur í gegn „Þetta kom mér alls ekki á óvart,“ sagði Eggert um spillinguna. „Það sem var að gerast núna í síðustu viku var tímasprengja sem búið var að bíða eftir að myndi springa.“ „Það eru þrjú ár síðan einn aðalmaðurinn í þessu, Chuck Blazer, fyrrverandi framkvæmdastjóri CONCACAF, var stöðvaður á götu í Manhattan og sagt við hann að annaðhvort yrði hann handjárnaður og færður í 20 ára fangelsi, eða dómurinn styttur og hann myndi vinna með lögreglunni.“Eggert Magnússon starfaði lengi í fótboltaheiminum og kynntist mörgu.Því miður hluti af þjóðlífinu „Síðan þá hefur þetta verið eins og þegar verið var að uppræta mafíuna. Hann var sendur á fundi með hlerunarbúnað. Þetta var allt bara spurning um hvort en ekki hvenær fyrir ákveðna heimshluta,“ segir Eggert. Eggert segist sjálfur ekki hafa orðið var við neina spillingu þegar hann starfaði á vegum FIFA í mörg ár, en viðskiptahættir manna í Argentínu komu honum á óvart á sínum tíma.Sjá einnig:Allir sjö ætla að berjast á móti því að vera framseldir „Maður hefur kynnst þessu. Ég var einu sinni í 4-5 vikur í kringum FIFA í Argentínu og maður tók fyrir augun gagnvart fótboltanum þar og viðskiptalífinu almennt,“ sagði Eggert. „Það virðist vera sem svo að í ákveðnum heimshlutum sé verið að stinga undir borðið. Þetta er því miður menning sem við gengst. Það afsakar auðvitað ekkert fótboltann, en þetta er hluti af þjóðlífinu.“Sepp Blatter hefur lengi verið grunaður um ýmislegt.vísir/gettyBrún umslög til Afríku Eggert trúir að Sepp Blatter og starfsmenn FIFA í Zürich séu ekki með puttana í spillingunni sjálfri, en telur að menn hafi of lengi horft í gegnum fingur sér. „Þetta eru bara einstaklingar sem gera þetta í krafti síns embættis og valda. Þeir eru að gera hluti sem, ég leyfi mér að fullyrða, stjórnin í Zürich er ekki með puttana í. Þá grunar samt eitthvað, en það er erfitt fyrir FIFA að stunda rannsóknir eins og FBI er að gera núna. Maður veltir því samt fyrir sér hvort menn hafi horft í gegnum fingur sér of lengi þar sem grunur hefur verið um þetta lengi,“ segir Eggert. Knattspyrnusamband Ísland studdi prins Ali frá Jórdaníu í forsetakjörinu, en Sepp Blatter vann með yfirburðum þar sem hann hefur fyrir löngu tryggt sér nær öll atkvæðin í Afríku, stórum hluta Ameríku og Asíu.Sjá einnig:Sigurræða Blatters: Ég er ekki fullkominn „Árið 1998 þegar Blatter náði fyrst kjöri studdum við Lennart Johannsson og ég barðist af krafti frir því að hann væri valinn,“ segir Eggert, en Blatter tók við af læriföður sínum, Brasilíumanninum Joao Havelange. „Það er ekkert leyndarmál að þegar hann var við völd höfðu menn á tilfinningunni að eitthvað væri að gerast á bakvið tjöldin,“ segir Eggert. „Ég minnist þess einmitt að kvöldið fyrir kosninguna var altalað í París, þar sem þingið fór fram þá, að mörg brún umslög hafi farið til Afríkuríkjanna.“Þeir gerast ekki mikið spilltari en Jack Warner.vísir/gettyKennari sem á nú 100 milljónir dollara Eggert var einnig spurður út í Jack Warner, fyrrverandi forseta CONCACAF, sem er einn sá allra spilltasti í bransanum. Hann er talinn hafa grætt yfir 100 milljónir dollara í embætti. „Þetta var skólakennari í Trínidad og Tóbagó sem átti ekki mikla peninga frekar en kennarar yfirleitt. Nú er hann talinn eiga yfir 100 milljónir dollara. Það segir bara sína sögu um hvað gerðist á bakvið tjöldin,“ segir Eggert.Sjá einnig:Fyrrverandi varaforseti FIFA gleypir við grínfrétt Það kom Eggerti nákvæmlega ekkert á óvart að Blatter væri endurkjörinn þrátt fyrir að bandarísk yfirvöld hafi sannað rétt fyrir þingið að víðtæk spilling væri innan sambandsins. „Blatter er mikill persónuleiki og sjarömur. Það geislar af honum. Þess vegna hefur hann náð jafnlangt og raun ber vitni. Hann er klókur og sér hlutina nokkur skref fram í tímann. Þannig er hann yfirleitt skrefinu á undan,“ segir Eggert. „Það kom mér ekkert á óvart að hann var endurkjörinn með þessum yfirburðum. Það er samt erfitt fyrir fótboltann að halda áfram með þetta dökka ský hangandi yfir sér,“ sagði Eggert Magnússon. Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan. FIFA Tengdar fréttir Hver er prinsinn sem vill verða FIFA-kóngur? Forsetakjör FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, fer fram í dag. Hinn þaulsætni Sepp Blatter sækist eftir endurkjöri en í vegi hans stendur Ali bin Hussein Jórdaníuprins. 29. maí 2015 07:00 Vilhjálmur prins: FIFA þarf að breytast Breski prinsinn kallaði eftir því að styrktaraðilar þrýstu á að breytingar yrðu gerðar hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu. 30. maí 2015 21:51 Gríðarlegur fjöldi dauðsfalla vegna byggingar á HM-völlum í Katar Alþjóðasamök verkalýðsfélaga áætlar að um fjögur þúsund verkamenn muni að óbreyttu láta lífið vegna framkvæmdanna. 29. maí 2015 10:25 Sprengjuhótun á ársþingi FIFA og allir þurftu að yfirgefa þingsalinn Það gengur ýmislegt á í upphafi 65. ársþings FIFA nú þegar styttist í hinar umdeildu forsetakosningar alþjóðaknattspyrnusambandsins sem fara fram seinna í dag. 29. maí 2015 12:04 Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Handbolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Nauðsynlegt og löngu tímabært Íslenski boltinn Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Fótbolti Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Enski boltinn „Við erum betri með Rashford“ Enski boltinn Íslendingarnir allir ósammála valinu á Vinicius Fótbolti Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Ráðinn fimmtán tímum eftir að Freyr var rekinn Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Íslendingarnir allir ósammála valinu á Vinicius Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Nauðsynlegt og löngu tímabært Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Ofurdeild Evrópu aftur á dagskrá en undir nýju nafni og með 96 liðum Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Eyddi níu milljónum í bikara fyrir starfsliðið Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Ronaldo býður sig fram til forseta brasilíska knattspyrnusambandsins Stuðningsmaður City lést á leiknum gegn United Handtekin vegna andláts barnabarns Steve Bruce FIFA þurfti að biðja verðandi mótherja Íslands afsökunar Sif gaf Fortuna síðustu treyju föður síns Stríddu leikmanni Man. City með því kjósa hann mann leiksins Frábær aukaspyrna Unal tryggði Bournemouth stig Inter á hælum toppliðanna eftir stórsigur Gleði hjá Vålerenga eftir að liðsfélagi Sædísar heldur áfram að spila Sjá meira
Eggert Magnússon, formaður KSÍ til 17 ára og fyrrverandi stjórnarformaður West Ham, var í viðtali Í bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi spillinguna innan Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Háttsættir embættismenn FIFA voru handteknir rétt fyrir ársþingið sem fram fór síðasta föstudag, en þar var Sepp Blatter endurkjörinn forseti til næstu fjögurra ára.Sjá einnig:John Oliver tekur FIFA aftur í gegn „Þetta kom mér alls ekki á óvart,“ sagði Eggert um spillinguna. „Það sem var að gerast núna í síðustu viku var tímasprengja sem búið var að bíða eftir að myndi springa.“ „Það eru þrjú ár síðan einn aðalmaðurinn í þessu, Chuck Blazer, fyrrverandi framkvæmdastjóri CONCACAF, var stöðvaður á götu í Manhattan og sagt við hann að annaðhvort yrði hann handjárnaður og færður í 20 ára fangelsi, eða dómurinn styttur og hann myndi vinna með lögreglunni.“Eggert Magnússon starfaði lengi í fótboltaheiminum og kynntist mörgu.Því miður hluti af þjóðlífinu „Síðan þá hefur þetta verið eins og þegar verið var að uppræta mafíuna. Hann var sendur á fundi með hlerunarbúnað. Þetta var allt bara spurning um hvort en ekki hvenær fyrir ákveðna heimshluta,“ segir Eggert. Eggert segist sjálfur ekki hafa orðið var við neina spillingu þegar hann starfaði á vegum FIFA í mörg ár, en viðskiptahættir manna í Argentínu komu honum á óvart á sínum tíma.Sjá einnig:Allir sjö ætla að berjast á móti því að vera framseldir „Maður hefur kynnst þessu. Ég var einu sinni í 4-5 vikur í kringum FIFA í Argentínu og maður tók fyrir augun gagnvart fótboltanum þar og viðskiptalífinu almennt,“ sagði Eggert. „Það virðist vera sem svo að í ákveðnum heimshlutum sé verið að stinga undir borðið. Þetta er því miður menning sem við gengst. Það afsakar auðvitað ekkert fótboltann, en þetta er hluti af þjóðlífinu.“Sepp Blatter hefur lengi verið grunaður um ýmislegt.vísir/gettyBrún umslög til Afríku Eggert trúir að Sepp Blatter og starfsmenn FIFA í Zürich séu ekki með puttana í spillingunni sjálfri, en telur að menn hafi of lengi horft í gegnum fingur sér. „Þetta eru bara einstaklingar sem gera þetta í krafti síns embættis og valda. Þeir eru að gera hluti sem, ég leyfi mér að fullyrða, stjórnin í Zürich er ekki með puttana í. Þá grunar samt eitthvað, en það er erfitt fyrir FIFA að stunda rannsóknir eins og FBI er að gera núna. Maður veltir því samt fyrir sér hvort menn hafi horft í gegnum fingur sér of lengi þar sem grunur hefur verið um þetta lengi,“ segir Eggert. Knattspyrnusamband Ísland studdi prins Ali frá Jórdaníu í forsetakjörinu, en Sepp Blatter vann með yfirburðum þar sem hann hefur fyrir löngu tryggt sér nær öll atkvæðin í Afríku, stórum hluta Ameríku og Asíu.Sjá einnig:Sigurræða Blatters: Ég er ekki fullkominn „Árið 1998 þegar Blatter náði fyrst kjöri studdum við Lennart Johannsson og ég barðist af krafti frir því að hann væri valinn,“ segir Eggert, en Blatter tók við af læriföður sínum, Brasilíumanninum Joao Havelange. „Það er ekkert leyndarmál að þegar hann var við völd höfðu menn á tilfinningunni að eitthvað væri að gerast á bakvið tjöldin,“ segir Eggert. „Ég minnist þess einmitt að kvöldið fyrir kosninguna var altalað í París, þar sem þingið fór fram þá, að mörg brún umslög hafi farið til Afríkuríkjanna.“Þeir gerast ekki mikið spilltari en Jack Warner.vísir/gettyKennari sem á nú 100 milljónir dollara Eggert var einnig spurður út í Jack Warner, fyrrverandi forseta CONCACAF, sem er einn sá allra spilltasti í bransanum. Hann er talinn hafa grætt yfir 100 milljónir dollara í embætti. „Þetta var skólakennari í Trínidad og Tóbagó sem átti ekki mikla peninga frekar en kennarar yfirleitt. Nú er hann talinn eiga yfir 100 milljónir dollara. Það segir bara sína sögu um hvað gerðist á bakvið tjöldin,“ segir Eggert.Sjá einnig:Fyrrverandi varaforseti FIFA gleypir við grínfrétt Það kom Eggerti nákvæmlega ekkert á óvart að Blatter væri endurkjörinn þrátt fyrir að bandarísk yfirvöld hafi sannað rétt fyrir þingið að víðtæk spilling væri innan sambandsins. „Blatter er mikill persónuleiki og sjarömur. Það geislar af honum. Þess vegna hefur hann náð jafnlangt og raun ber vitni. Hann er klókur og sér hlutina nokkur skref fram í tímann. Þannig er hann yfirleitt skrefinu á undan,“ segir Eggert. „Það kom mér ekkert á óvart að hann var endurkjörinn með þessum yfirburðum. Það er samt erfitt fyrir fótboltann að halda áfram með þetta dökka ský hangandi yfir sér,“ sagði Eggert Magnússon. Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan.
FIFA Tengdar fréttir Hver er prinsinn sem vill verða FIFA-kóngur? Forsetakjör FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, fer fram í dag. Hinn þaulsætni Sepp Blatter sækist eftir endurkjöri en í vegi hans stendur Ali bin Hussein Jórdaníuprins. 29. maí 2015 07:00 Vilhjálmur prins: FIFA þarf að breytast Breski prinsinn kallaði eftir því að styrktaraðilar þrýstu á að breytingar yrðu gerðar hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu. 30. maí 2015 21:51 Gríðarlegur fjöldi dauðsfalla vegna byggingar á HM-völlum í Katar Alþjóðasamök verkalýðsfélaga áætlar að um fjögur þúsund verkamenn muni að óbreyttu láta lífið vegna framkvæmdanna. 29. maí 2015 10:25 Sprengjuhótun á ársþingi FIFA og allir þurftu að yfirgefa þingsalinn Það gengur ýmislegt á í upphafi 65. ársþings FIFA nú þegar styttist í hinar umdeildu forsetakosningar alþjóðaknattspyrnusambandsins sem fara fram seinna í dag. 29. maí 2015 12:04 Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Handbolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Nauðsynlegt og löngu tímabært Íslenski boltinn Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Fótbolti Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Enski boltinn „Við erum betri með Rashford“ Enski boltinn Íslendingarnir allir ósammála valinu á Vinicius Fótbolti Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Ráðinn fimmtán tímum eftir að Freyr var rekinn Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Íslendingarnir allir ósammála valinu á Vinicius Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Nauðsynlegt og löngu tímabært Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Ofurdeild Evrópu aftur á dagskrá en undir nýju nafni og með 96 liðum Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Eyddi níu milljónum í bikara fyrir starfsliðið Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Ronaldo býður sig fram til forseta brasilíska knattspyrnusambandsins Stuðningsmaður City lést á leiknum gegn United Handtekin vegna andláts barnabarns Steve Bruce FIFA þurfti að biðja verðandi mótherja Íslands afsökunar Sif gaf Fortuna síðustu treyju föður síns Stríddu leikmanni Man. City með því kjósa hann mann leiksins Frábær aukaspyrna Unal tryggði Bournemouth stig Inter á hælum toppliðanna eftir stórsigur Gleði hjá Vålerenga eftir að liðsfélagi Sædísar heldur áfram að spila Sjá meira
Hver er prinsinn sem vill verða FIFA-kóngur? Forsetakjör FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, fer fram í dag. Hinn þaulsætni Sepp Blatter sækist eftir endurkjöri en í vegi hans stendur Ali bin Hussein Jórdaníuprins. 29. maí 2015 07:00
Vilhjálmur prins: FIFA þarf að breytast Breski prinsinn kallaði eftir því að styrktaraðilar þrýstu á að breytingar yrðu gerðar hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu. 30. maí 2015 21:51
Gríðarlegur fjöldi dauðsfalla vegna byggingar á HM-völlum í Katar Alþjóðasamök verkalýðsfélaga áætlar að um fjögur þúsund verkamenn muni að óbreyttu láta lífið vegna framkvæmdanna. 29. maí 2015 10:25
Sprengjuhótun á ársþingi FIFA og allir þurftu að yfirgefa þingsalinn Það gengur ýmislegt á í upphafi 65. ársþings FIFA nú þegar styttist í hinar umdeildu forsetakosningar alþjóðaknattspyrnusambandsins sem fara fram seinna í dag. 29. maí 2015 12:04