Sameinast um uppbyggingu léttlestarkerfis Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. júní 2015 13:33 Borgarlínan leikur lykilhlutverk í nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Mynd/aðsend Nýtt svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, Höfuðborgarsvæðið 2040, hefur verið samþykkt í öllum sveitarstjórnum og staðfest af Skipulagsstofnun. Hryggjarstykkið í stefnunni er Borgarlína, almenningssamgöngukerfi sem tengir kjarna sveitarfélaganna og flytur farþega um höfuðborgarsvæðið.Höfuðborgarsvæðið 2040 er sameiginleg stefna sveitarfélaganna Garðabæjar, Hafnarfjarðarkaupstaðar, Kjósarhrepps, Kópavogsbæjar, Mosfellsbæjar, Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar um náið samstarf, skipulagsmál og vöxt svæðisins næstu 25 árin – „enda er höfuðborgarsvæðið eitt búsetusvæði, einn atvinnu- og húsnæðismarkaður með sameiginleg grunnkerfi, útivistarsvæði, auðlindir og náttúru,” eins og segir í tilkynningu frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Nýja skipulagið er tilraun til að leiðbeina við úrlausn vandamála sem fyrirséð eru að fylgi fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu en áætlað er að þeir verði rúmlega 300 þúsund talsins árið 2040. Í stefnunni segir að lykilatriði sé að sá vöxtur verði hagkvæmur og ekki verði gengið á umhverfisgæði þeirra sem þar búa fyrir. „Það er því nauðsynlegt að fyrirsjáanlegri fólksfjölgun verði mætt án þess að bílaumferð aukist í sama hlutfalli og án þess að óbyggt land verði brotið í sama mæli og gert var síðustu áratugi,” eins og þar stendur. Þar mun hin nýja Borgarlína leika lykilhlutverk en fyrirhugað er að hún verði nýtt léttlestar- eða hraðvagnakerfi sem mun mynda samgöngu- og þróunarás sem tengir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Framfylgd á stefnu Höfuðborgarsvæðisins 2040 er í höndum svæðisskipulagsnefndar, skrifstofu SSH og sveitarfélaganna. Til að fylgja stefnunni eftir verða lagðar fram fjögurra ára þróunaráætlanir, þar sem koma fram samræmdar áætlanir sveitarfélaganna í uppbyggingu og aðgerðir til að ná fram settum markmiðum. Sveitarfélögin hafa þegar hafið vinnu við Þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2015-2018. Verið er að ýta fyrstu aðgerðunum úr vör og snúa þær að: - undirbúningi Borgarlínu og þróun allra samgöngukerfa á höfuðborgarsvæðinu í samvinnu við Vegagerðina, - uppsetningu á mælaborði sem sýnir þróun helstu lykiltalna og - sérstökum samráðshópi sem skipaður hefur verið um vatnsvernd og vatnsnýtingu. Nánari upplýsingar um nýju stefnuna má nálgast á vef Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Borgarlína Samgöngur Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Nýtt svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, Höfuðborgarsvæðið 2040, hefur verið samþykkt í öllum sveitarstjórnum og staðfest af Skipulagsstofnun. Hryggjarstykkið í stefnunni er Borgarlína, almenningssamgöngukerfi sem tengir kjarna sveitarfélaganna og flytur farþega um höfuðborgarsvæðið.Höfuðborgarsvæðið 2040 er sameiginleg stefna sveitarfélaganna Garðabæjar, Hafnarfjarðarkaupstaðar, Kjósarhrepps, Kópavogsbæjar, Mosfellsbæjar, Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar um náið samstarf, skipulagsmál og vöxt svæðisins næstu 25 árin – „enda er höfuðborgarsvæðið eitt búsetusvæði, einn atvinnu- og húsnæðismarkaður með sameiginleg grunnkerfi, útivistarsvæði, auðlindir og náttúru,” eins og segir í tilkynningu frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Nýja skipulagið er tilraun til að leiðbeina við úrlausn vandamála sem fyrirséð eru að fylgi fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu en áætlað er að þeir verði rúmlega 300 þúsund talsins árið 2040. Í stefnunni segir að lykilatriði sé að sá vöxtur verði hagkvæmur og ekki verði gengið á umhverfisgæði þeirra sem þar búa fyrir. „Það er því nauðsynlegt að fyrirsjáanlegri fólksfjölgun verði mætt án þess að bílaumferð aukist í sama hlutfalli og án þess að óbyggt land verði brotið í sama mæli og gert var síðustu áratugi,” eins og þar stendur. Þar mun hin nýja Borgarlína leika lykilhlutverk en fyrirhugað er að hún verði nýtt léttlestar- eða hraðvagnakerfi sem mun mynda samgöngu- og þróunarás sem tengir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Framfylgd á stefnu Höfuðborgarsvæðisins 2040 er í höndum svæðisskipulagsnefndar, skrifstofu SSH og sveitarfélaganna. Til að fylgja stefnunni eftir verða lagðar fram fjögurra ára þróunaráætlanir, þar sem koma fram samræmdar áætlanir sveitarfélaganna í uppbyggingu og aðgerðir til að ná fram settum markmiðum. Sveitarfélögin hafa þegar hafið vinnu við Þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2015-2018. Verið er að ýta fyrstu aðgerðunum úr vör og snúa þær að: - undirbúningi Borgarlínu og þróun allra samgöngukerfa á höfuðborgarsvæðinu í samvinnu við Vegagerðina, - uppsetningu á mælaborði sem sýnir þróun helstu lykiltalna og - sérstökum samráðshópi sem skipaður hefur verið um vatnsvernd og vatnsnýtingu. Nánari upplýsingar um nýju stefnuna má nálgast á vef Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Borgarlína Samgöngur Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira