Tsipras sakar lánadrottna um að kúga Grikki Atli Ísleifsson skrifar 26. júní 2015 16:27 Alexis Tsipras hefur snúið aftur til Aþenu þar sem hann mun ráðgast við aðra ráðherra og fulltrúa Syriza-flokksins. Vísir/AFP Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, sakaði lánadrottna Grikkja um að kúga grísk stjórnvöld þegar hann yfirgaf leiðtogafund ESB nú síðdegis. Fulltrúar Grikkja, ESB, Evrópska seðlabankans og Alþjóðagjaldeyrissjósins funduðu aftur í í Brussel í dag, án þess að samkomulag um náðist um aðhaldsaðgerðir gríska ríkisins.Í frétt Reuters segir að Tsipras hafi nú snúið aftur til Aþenu þar sem hann mun ráðgast við aðra ráðherra og fulltrúa Syriza-flokksins. Forsætisráðherrann hafði þá meðal annars átt 45 mínútna fund með Angelu Merkel Þýskalandskanslara og Francois Hollande Frakklandsforseta þar sem þau hvöttu hann til að samþykkja „rausnarlegt“ boð lánadrottna sem fæli í sér aukið lánsfé sem myndi duga gríska ríkinu fram í nóvember, í skiptum fyrir skattahækkanir og niðurskurð heima fyrir. Náist ekki samkomulag fyrir mánaðarmót mun Grikkland standa frammi fyrir greiðslufalli þar sem Grikkir þurfa að endurgreiða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum 1,7 milljarða evra fyrir þriðjudag. Tsipras sagði Grikki áfram munu berjast fyrir evrópskum gildum – gildum á borð við lýðræði, samstöðu, jafnræði og gagnkvæma virðingu. „Þessi gildi byggja ekki á kúgunum og úrslitakostum,“ sagði Tsipras þegar hann yfirgaf fundinn. Grikkland Tengdar fréttir Tsipras heldur áfram að reyna að semja við kröfuhafa Samningaviðræður Grikkja við kröfuhafa ríkisins virðast komnar í strand. 25. júní 2015 08:40 Lánadrottnar hafna tillögum Grikkja Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og ESB hafa hafnað aðhaldstillögum Grikklandsstjórnar til að tryggja Grikkjum frekari lán. 24. júní 2015 10:34 Hafa helgina til að ná samkomulagi um aðgerðir Grikkja Ekki náðist samkomulag um aðgerðir í gær eftir langan fund í Brussel. 26. júní 2015 07:19 Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, sakaði lánadrottna Grikkja um að kúga grísk stjórnvöld þegar hann yfirgaf leiðtogafund ESB nú síðdegis. Fulltrúar Grikkja, ESB, Evrópska seðlabankans og Alþjóðagjaldeyrissjósins funduðu aftur í í Brussel í dag, án þess að samkomulag um náðist um aðhaldsaðgerðir gríska ríkisins.Í frétt Reuters segir að Tsipras hafi nú snúið aftur til Aþenu þar sem hann mun ráðgast við aðra ráðherra og fulltrúa Syriza-flokksins. Forsætisráðherrann hafði þá meðal annars átt 45 mínútna fund með Angelu Merkel Þýskalandskanslara og Francois Hollande Frakklandsforseta þar sem þau hvöttu hann til að samþykkja „rausnarlegt“ boð lánadrottna sem fæli í sér aukið lánsfé sem myndi duga gríska ríkinu fram í nóvember, í skiptum fyrir skattahækkanir og niðurskurð heima fyrir. Náist ekki samkomulag fyrir mánaðarmót mun Grikkland standa frammi fyrir greiðslufalli þar sem Grikkir þurfa að endurgreiða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum 1,7 milljarða evra fyrir þriðjudag. Tsipras sagði Grikki áfram munu berjast fyrir evrópskum gildum – gildum á borð við lýðræði, samstöðu, jafnræði og gagnkvæma virðingu. „Þessi gildi byggja ekki á kúgunum og úrslitakostum,“ sagði Tsipras þegar hann yfirgaf fundinn.
Grikkland Tengdar fréttir Tsipras heldur áfram að reyna að semja við kröfuhafa Samningaviðræður Grikkja við kröfuhafa ríkisins virðast komnar í strand. 25. júní 2015 08:40 Lánadrottnar hafna tillögum Grikkja Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og ESB hafa hafnað aðhaldstillögum Grikklandsstjórnar til að tryggja Grikkjum frekari lán. 24. júní 2015 10:34 Hafa helgina til að ná samkomulagi um aðgerðir Grikkja Ekki náðist samkomulag um aðgerðir í gær eftir langan fund í Brussel. 26. júní 2015 07:19 Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Tsipras heldur áfram að reyna að semja við kröfuhafa Samningaviðræður Grikkja við kröfuhafa ríkisins virðast komnar í strand. 25. júní 2015 08:40
Lánadrottnar hafna tillögum Grikkja Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og ESB hafa hafnað aðhaldstillögum Grikklandsstjórnar til að tryggja Grikkjum frekari lán. 24. júní 2015 10:34
Hafa helgina til að ná samkomulagi um aðgerðir Grikkja Ekki náðist samkomulag um aðgerðir í gær eftir langan fund í Brussel. 26. júní 2015 07:19