Fjárkúgunarmálið: Beðið eftir niðurstöðum lífsýnarannsóknar Aðalsteinn Kjartansson skrifar 25. júní 2015 12:00 Óljóst hvenær rannsóknum lögreglu á fjárkúgunarmálum systranna Hlínar Einarsdóttur og Malínar Brand lýkur. Vísir Beðið er eftir niðurstöðum úr rannsókn á lífsýnum í tengslum við rannsókn á tilraun til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra. Rannsókn málsins stendur því enn yfir. Málið hefur verið til rannsóknar undanfarnar vikur en ekki liggur fyrir hvenær rannsókn líkur og málið verði sent ríkissaksóknara til umfjöllunar. Systurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand hafa játað að komu sínu að málinu en þær sendu Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra bréf á heimili hans þar sem farið var fram á átta milljónir króna ella yrðu upplýsingar um meinta aðkomu hans á lánafyrirgreiðslu frá MP banka til Pressunnar, fjölmiðlafyrirtækis Björns Inga Hrafnssonar, gerðar opinberar. Friðrik Smári Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að rannsókn á annarri fjárkúgunarkæru standi líka enn yfir. Þar eru systurnar kærðar fyrir að kúga 750 þúsund krónur úr manni ella yrði hann kærður til lögreglu fyrir að nauðga annari þeirra. Maðurinn greiddi systrunum fjármunina en lagði svo fram kæru á hendur þeim eftir að fjölmiðlar fjölluðu um fjárkúgunarmál forsætisráðherra. Báðar hafa systurnar viðurkennt að hafa tekið við peningum frá manninum en fullyrt að um miskabætur hafi verið að ræða sem samið hafi verið um, enginn hafi verið kúgaður til greiðslu. Málin eru rannsökuð í sitt hvoru lagi en Friðrik Smári segir ekki útilokað einhver skörun verði á rannsóknunum tveimur. Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Hótun systranna: Sigmundur sagður hafa beitt sér fyrir láni frá MP banka Pressan fékk sextíu milljóna króna yfirdrátt hjá MP banka en hafna tengslum við forsætisráðherra. 3. júní 2015 17:08 Sérsveitin kölluð til þótt öryggi Sigmundar væri ekki ógnað Sú staðreynd að fjárkúgunarkröfu var beint gegn forsætisráðherra og fjölskyldu hans hafði ekki áhrif á umfang aðgerðar lögreglu. "Þetta var tilraun til fjárkúgunar og viðbrögð í samræmi við það,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson. 3. júní 2015 13:15 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Beðið er eftir niðurstöðum úr rannsókn á lífsýnum í tengslum við rannsókn á tilraun til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra. Rannsókn málsins stendur því enn yfir. Málið hefur verið til rannsóknar undanfarnar vikur en ekki liggur fyrir hvenær rannsókn líkur og málið verði sent ríkissaksóknara til umfjöllunar. Systurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand hafa játað að komu sínu að málinu en þær sendu Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra bréf á heimili hans þar sem farið var fram á átta milljónir króna ella yrðu upplýsingar um meinta aðkomu hans á lánafyrirgreiðslu frá MP banka til Pressunnar, fjölmiðlafyrirtækis Björns Inga Hrafnssonar, gerðar opinberar. Friðrik Smári Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að rannsókn á annarri fjárkúgunarkæru standi líka enn yfir. Þar eru systurnar kærðar fyrir að kúga 750 þúsund krónur úr manni ella yrði hann kærður til lögreglu fyrir að nauðga annari þeirra. Maðurinn greiddi systrunum fjármunina en lagði svo fram kæru á hendur þeim eftir að fjölmiðlar fjölluðu um fjárkúgunarmál forsætisráðherra. Báðar hafa systurnar viðurkennt að hafa tekið við peningum frá manninum en fullyrt að um miskabætur hafi verið að ræða sem samið hafi verið um, enginn hafi verið kúgaður til greiðslu. Málin eru rannsökuð í sitt hvoru lagi en Friðrik Smári segir ekki útilokað einhver skörun verði á rannsóknunum tveimur.
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Hótun systranna: Sigmundur sagður hafa beitt sér fyrir láni frá MP banka Pressan fékk sextíu milljóna króna yfirdrátt hjá MP banka en hafna tengslum við forsætisráðherra. 3. júní 2015 17:08 Sérsveitin kölluð til þótt öryggi Sigmundar væri ekki ógnað Sú staðreynd að fjárkúgunarkröfu var beint gegn forsætisráðherra og fjölskyldu hans hafði ekki áhrif á umfang aðgerðar lögreglu. "Þetta var tilraun til fjárkúgunar og viðbrögð í samræmi við það,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson. 3. júní 2015 13:15 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Hótun systranna: Sigmundur sagður hafa beitt sér fyrir láni frá MP banka Pressan fékk sextíu milljóna króna yfirdrátt hjá MP banka en hafna tengslum við forsætisráðherra. 3. júní 2015 17:08
Sérsveitin kölluð til þótt öryggi Sigmundar væri ekki ógnað Sú staðreynd að fjárkúgunarkröfu var beint gegn forsætisráðherra og fjölskyldu hans hafði ekki áhrif á umfang aðgerðar lögreglu. "Þetta var tilraun til fjárkúgunar og viðbrögð í samræmi við það,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson. 3. júní 2015 13:15