Grikkir lögðu fram nýjar tillögur Samúel Karl Ólason skrifar 22. júní 2015 11:23 Grikkir hafa mótmælt sparnaðaraðgerðum ríkisins. Vísir/EPA Leiðtogar Evrópu ræða nú framtíð Grikklands og skuldavanda ríkisins. Leiðtogar Grikklands lögðu fram í gær nýjar tillögur um aðhald í rekstri ríkisins. Lánadrottnar Grikklands hafa farið fram á slíkar aðgerðir áður en Grikkjum verður veittur frekari aðgangur að neyðarsjóðum. Pierre Moscovici, efnahagsstjóri ESB, sagði í morgun að hann væri „sannfærður“ um að leiðtogarnir myndu komast að niðurstöðu sem byggi á tillögu Grikklands. Í næstu viku þarf Grikkland að endurgreiða 1,6 milljarða evra lán, um 238 milljarða króna. Án samninga við lánadrottna sína er líklegt að Grikkland verði gjaldþrota. Samkvæmt Reuters fréttaveitunni hækkuðu hlutabréfamarkaðir Grikklands um sjö prósent í morgun. Miklar vonir eru uppi um að ríkisstjórnin gæti nú bundið enda á ástandið sem sem hefur farið með Grikkland að barmi gjaldþrots. Meðal tillagna Grikklands er að hækka lífeyrisaldur í 67 ár og gera breytingar á virðisaukaskattkerfi ríkisins. Þrátt fyrir að embættismenn hafi stigið fram og sagst vera vongóðir um að stór skref náist á fundinum í dag, segja Þjóðverjar að staðan sé sú sama og var á föstudaginn. Framkvæmdastjóri ESB, Alþjóðgjaldeyrissjóðurinn og Evrópski seðlabankinn hafa ekki viljað veita Grikkjum aðgang að síðasta hluta neyðarfjármagns þeirra, 7,2 milljarðar evra, án þess að Grikkir dragi úr seglum varðandi útgjöld ríkissjóðs. Viðræður hafa nú staðið yfir í fimm mánuði. Grikkland Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Leiðtogar Evrópu ræða nú framtíð Grikklands og skuldavanda ríkisins. Leiðtogar Grikklands lögðu fram í gær nýjar tillögur um aðhald í rekstri ríkisins. Lánadrottnar Grikklands hafa farið fram á slíkar aðgerðir áður en Grikkjum verður veittur frekari aðgangur að neyðarsjóðum. Pierre Moscovici, efnahagsstjóri ESB, sagði í morgun að hann væri „sannfærður“ um að leiðtogarnir myndu komast að niðurstöðu sem byggi á tillögu Grikklands. Í næstu viku þarf Grikkland að endurgreiða 1,6 milljarða evra lán, um 238 milljarða króna. Án samninga við lánadrottna sína er líklegt að Grikkland verði gjaldþrota. Samkvæmt Reuters fréttaveitunni hækkuðu hlutabréfamarkaðir Grikklands um sjö prósent í morgun. Miklar vonir eru uppi um að ríkisstjórnin gæti nú bundið enda á ástandið sem sem hefur farið með Grikkland að barmi gjaldþrots. Meðal tillagna Grikklands er að hækka lífeyrisaldur í 67 ár og gera breytingar á virðisaukaskattkerfi ríkisins. Þrátt fyrir að embættismenn hafi stigið fram og sagst vera vongóðir um að stór skref náist á fundinum í dag, segja Þjóðverjar að staðan sé sú sama og var á föstudaginn. Framkvæmdastjóri ESB, Alþjóðgjaldeyrissjóðurinn og Evrópski seðlabankinn hafa ekki viljað veita Grikkjum aðgang að síðasta hluta neyðarfjármagns þeirra, 7,2 milljarðar evra, án þess að Grikkir dragi úr seglum varðandi útgjöld ríkissjóðs. Viðræður hafa nú staðið yfir í fimm mánuði.
Grikkland Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira