Arnór Snær Guðmundsson hefur framlengt samning sinn við ÍA um tvö ár. Þetta kemur fram á heimasíðu ÍA.
Arnór, sem leikur í stöðu miðvarðar, kom til ÍA frá uppeldisfélagi sínu Aftureldingu í Mosfellsbæ fyrir tímabilið 2014. Hann lék 15 leiki þegar ÍA lenti í 2. sæti 1. deildarinnar í fyrra og vann sér sæti í Pepsi-deildinni.
„Arnór hefur komið mjög sterkur inní mótið og staðið undir þeim væntingum sem við hann voru bundnar.
„Það hefur gengið á ýmsu undanfarið hjá liðinu en hann hefur sýnt styrk og stöðugleika á sínu fyrsta tímabili í efstu deild,“ sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, í samtali við heimasíðu félagsins.
Arnór, sem er 22 ára, hefur leikið átta leiki með ÍA í Pepsi-deildinni í sumar auk eins leiks í Borgunarbikarnum.
ÍA er í 10. sæti Pepsi-deildarinnar með níu stig eftir 10 umferðir.
Arnór Snær hjá ÍA til 2017
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

„Held áfram nema ég verði rekinn“
Körfubolti


Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið
Enski boltinn

Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá
Körfubolti

Kári: Bara negla þessu niður
Körfubolti




