Þjálfari Anítu: Niðurstaðan viss vonbrigði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. júlí 2015 16:40 Aníta varð Evrópumeistari fyrir tveimur árum. vísir/daníel Aníta Hinriksdóttir, hlaupakona úr ÍR, varð að gera sér bronsverðlaun að góðu í 800 metra hlaupi á Evrópumóti 19 ára og yngri í Eskilstuna í Svíþjóð í dag. Aníta vann mótið fyrir tveimur árum en náði ekki að verja titilinn í dag. Hún kom í mark á 2:05,04 mínútum, en Renée Eykens frá Belgíu hrósaði sigri á tímanum 2:02,83. Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, segir niðurstöðuna viss vonbrigði. „Auðvitað eru bronsverðlaun mikil viðurkenning og allt það en það er engin launung að það eru viss vonbrigði að ná ekki að vinna hlaupið,“ sagði Gunnar í samtali við Vísi eftir hlaupið. Hann segir að markmiðið hafi verið að hlaupa hratt hlaup, ef svo má að orði komast. „Þessar stelpur eru sterkar í taktísku hlaupi eins og þetta endaði með að vera. Útfærslan var kannski ekki alveg rétt,“ sagði Gunnar. „Það var dálítið mikill vindur og í þannig aðstæðum þarf að taka ákvörðun hvort á að hlaupa á tiltölulega rólegum hraða og eiga nóg eftir fyrir endasprettinn, eins og þær tvær sem komu fyrstar í mark gerðu, eða hlaupa hratt hlaup. „Anítu langaði í hratt hlaup og okkur fannst hún vera tilbúin í það, bæði eftir mótið í Mannheim, æfingar þar á eftir og hlaupið í fyrradag,“ bætti Gunnar við en Aníta var með bestan tíma allra í undanrásunum, þar sem hún kom í mark á 2:05,01 mínútum. Aníta var í forystu eftir fyrri hringinn í úrslitahlaupinu í dag en gaf eftir á lokasprettinum. „Hún ætlaði sér að hlaupa fyrri hringinn mjög hratt og láta hinar þurfa að ákveða hvort þær ætluðu að fylgja henni á miklum hraða, sem hefði verið erfitt fyrir þær í lokin því þær eiga ekki eins góðan tíma. „Mér fannst hún aðeins hikandi milli 200 og 400 metranna og hún keyrði ekki, eflaust út af vindinum, eins og við vorum búin að tala um. Það þýddi að hinar náðu að hlaupa léttilega með henni,“ sagði Gunnar. Að hans sögn tekur nú við leit að mótum fyrir Anítu sem er að klára sitt síðast ár í unglingaflokki. „Við erum að leita að nógu sterku móti til að hlaupa gott hlaup. Það er ekki endilega best að það sé eitthvað hrikalega stórt en það þarf samt að vera með sterkum keppinautum, og þá erum við að tala um stelpur sem hafa hlaupið á undir tveimur mínútum,“ sagði Gunnar að endingu. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Aníta auðveldlega í úrslit Evrópumeistarinn hóf titilvörnina með stæl í Eskilstuna í Svíþjóð. 16. júlí 2015 14:15 Aníta stefnir á að bæta Íslandsmetið í úrslitahlaupinu Hlaupadrottning reynir að verja Evrópumeistaratitil sinn í Eskilstuna á morgun þegar hún hleypur til úrslita í 800 metra hlaupi á EM U19. 17. júlí 2015 17:30 Aníta í 3. sæti | Tókst ekki að verja Evrópumeistaratitilinn Aníta Hinriksdóttir endaði í 3. sæti í úrslitum í 800 metra hlaupi á Evrópumóti 19 ára og yngri sem fer fram í Eskilstuna í Svíþjóð. 18. júlí 2015 00:01 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir, hlaupakona úr ÍR, varð að gera sér bronsverðlaun að góðu í 800 metra hlaupi á Evrópumóti 19 ára og yngri í Eskilstuna í Svíþjóð í dag. Aníta vann mótið fyrir tveimur árum en náði ekki að verja titilinn í dag. Hún kom í mark á 2:05,04 mínútum, en Renée Eykens frá Belgíu hrósaði sigri á tímanum 2:02,83. Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, segir niðurstöðuna viss vonbrigði. „Auðvitað eru bronsverðlaun mikil viðurkenning og allt það en það er engin launung að það eru viss vonbrigði að ná ekki að vinna hlaupið,“ sagði Gunnar í samtali við Vísi eftir hlaupið. Hann segir að markmiðið hafi verið að hlaupa hratt hlaup, ef svo má að orði komast. „Þessar stelpur eru sterkar í taktísku hlaupi eins og þetta endaði með að vera. Útfærslan var kannski ekki alveg rétt,“ sagði Gunnar. „Það var dálítið mikill vindur og í þannig aðstæðum þarf að taka ákvörðun hvort á að hlaupa á tiltölulega rólegum hraða og eiga nóg eftir fyrir endasprettinn, eins og þær tvær sem komu fyrstar í mark gerðu, eða hlaupa hratt hlaup. „Anítu langaði í hratt hlaup og okkur fannst hún vera tilbúin í það, bæði eftir mótið í Mannheim, æfingar þar á eftir og hlaupið í fyrradag,“ bætti Gunnar við en Aníta var með bestan tíma allra í undanrásunum, þar sem hún kom í mark á 2:05,01 mínútum. Aníta var í forystu eftir fyrri hringinn í úrslitahlaupinu í dag en gaf eftir á lokasprettinum. „Hún ætlaði sér að hlaupa fyrri hringinn mjög hratt og láta hinar þurfa að ákveða hvort þær ætluðu að fylgja henni á miklum hraða, sem hefði verið erfitt fyrir þær í lokin því þær eiga ekki eins góðan tíma. „Mér fannst hún aðeins hikandi milli 200 og 400 metranna og hún keyrði ekki, eflaust út af vindinum, eins og við vorum búin að tala um. Það þýddi að hinar náðu að hlaupa léttilega með henni,“ sagði Gunnar. Að hans sögn tekur nú við leit að mótum fyrir Anítu sem er að klára sitt síðast ár í unglingaflokki. „Við erum að leita að nógu sterku móti til að hlaupa gott hlaup. Það er ekki endilega best að það sé eitthvað hrikalega stórt en það þarf samt að vera með sterkum keppinautum, og þá erum við að tala um stelpur sem hafa hlaupið á undir tveimur mínútum,“ sagði Gunnar að endingu.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Aníta auðveldlega í úrslit Evrópumeistarinn hóf titilvörnina með stæl í Eskilstuna í Svíþjóð. 16. júlí 2015 14:15 Aníta stefnir á að bæta Íslandsmetið í úrslitahlaupinu Hlaupadrottning reynir að verja Evrópumeistaratitil sinn í Eskilstuna á morgun þegar hún hleypur til úrslita í 800 metra hlaupi á EM U19. 17. júlí 2015 17:30 Aníta í 3. sæti | Tókst ekki að verja Evrópumeistaratitilinn Aníta Hinriksdóttir endaði í 3. sæti í úrslitum í 800 metra hlaupi á Evrópumóti 19 ára og yngri sem fer fram í Eskilstuna í Svíþjóð. 18. júlí 2015 00:01 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjá meira
Aníta auðveldlega í úrslit Evrópumeistarinn hóf titilvörnina með stæl í Eskilstuna í Svíþjóð. 16. júlí 2015 14:15
Aníta stefnir á að bæta Íslandsmetið í úrslitahlaupinu Hlaupadrottning reynir að verja Evrópumeistaratitil sinn í Eskilstuna á morgun þegar hún hleypur til úrslita í 800 metra hlaupi á EM U19. 17. júlí 2015 17:30
Aníta í 3. sæti | Tókst ekki að verja Evrópumeistaratitilinn Aníta Hinriksdóttir endaði í 3. sæti í úrslitum í 800 metra hlaupi á Evrópumóti 19 ára og yngri sem fer fram í Eskilstuna í Svíþjóð. 18. júlí 2015 00:01