Óttast ekki að gjaldtaka fæli ferðamenn frá landinu Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 17. júlí 2015 19:17 Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, er ánægður með ný þjónustugjöld á Þingvöllum. Það sé í samræmi við hugmyndir samtakanna að innheimta slík gjöld fyrir veitta þjónustu. Hann óttast ekki að þau fæli erlenda ferðamenn frá landinu eða breyti ásýnd Íslands sem ferðamannalands. Fólk sé vant þessu annars staðar frá. Formaður atvinnuvegnanefndar sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að hann teldi rétt að aðrir ferðamannastaðir fylgdu fordæmi Þingvalla auk þess sem hann vildi skoða hærri gistináttagjöld sem rynnu til sveitarfélaga og jafnvel nýja skatta á flugfargjöld. Hann telur að tapast hafi stórfé meðan deilt hafi verið um leiðir til að innheimta fé af ferðamönnum. Grímur segir ekki rétt að horfa í baksýnisspegilinn, margt sé á réttri leið. Ríkisstjórnin samþykkti nýlega að verja um 850 milljónum til að styrkja innviði á ferðamannastöðum. Mest af fénu eða 160 milljónir fer í þjóðgarðinn í Skaftafelli og 158 milljónir fara í þjóðgarðinn á Þingvöllum sem undirbýr gjaldtöku í formi bílastæðagjalda. Grímur Sæmundsen segist ekki endilega sammála hugmyndum um gistináttaskatt og sérstakan skatt á flugfargjöld en meira þurfi að byggja upp í ferðaþjónustu. Áætlanir geri ráð fyrir að það þurfi milljarð á ári næstu fjögur árin til að styrkja innviði ferðaþjónustunnar. Ríki og sveitarfélög geti síðan innheimt tekjur af þjónustunni enda séu helstu ferðamannastaðir í eigu þeirra. Hann segir nauðsynlegt að grípa strax í taumana til að bregðast við stórauknu álagi á ferðamannastaði. Annars sé hætt við því að tækifærin gangi okkur úr greipum. Aðgangsgjöld til að mynda á bílastæðum geti gagnast vel við að stýra aðgangi ferðafólks á álagstímum. Bláa lónið hefur nú tekið upp slíka aðgangsstýringu fyrst ferðamannastaða og gestir sem ekki panta tíma, geta ekki reiknað með að komast að á álagstímum. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Leiðsögumenn beina ferðalöngum frá salernum Engin leið sé að koma í veg fyrir sóðaskap sumra ferðalanga segir í yfirlýsingu frá starfsfólki þjóðgarðsins á Þingvöllum. 15. júlí 2015 17:06 Óttast að yfirbragð landsins breytist með gjaldtökunni Ögmundi Jónassyni þingmanni VG lýst illa á fyrirhuguð þjónustugjöld í þjóðgarðinum á Þingvöllum. 12. júlí 2015 13:25 Búast má við að fleiri vilji fylgja fordæmi Þingvallanefnda um gjaldtöku Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum segir ákvörðun um þjónustugjöld á Þingvöllum gefa ákveðið fordæmi fyrir því að rukkað verði gjald fyrir þjónustu á ferðamannasvæðum 11. júlí 2015 18:22 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, er ánægður með ný þjónustugjöld á Þingvöllum. Það sé í samræmi við hugmyndir samtakanna að innheimta slík gjöld fyrir veitta þjónustu. Hann óttast ekki að þau fæli erlenda ferðamenn frá landinu eða breyti ásýnd Íslands sem ferðamannalands. Fólk sé vant þessu annars staðar frá. Formaður atvinnuvegnanefndar sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að hann teldi rétt að aðrir ferðamannastaðir fylgdu fordæmi Þingvalla auk þess sem hann vildi skoða hærri gistináttagjöld sem rynnu til sveitarfélaga og jafnvel nýja skatta á flugfargjöld. Hann telur að tapast hafi stórfé meðan deilt hafi verið um leiðir til að innheimta fé af ferðamönnum. Grímur segir ekki rétt að horfa í baksýnisspegilinn, margt sé á réttri leið. Ríkisstjórnin samþykkti nýlega að verja um 850 milljónum til að styrkja innviði á ferðamannastöðum. Mest af fénu eða 160 milljónir fer í þjóðgarðinn í Skaftafelli og 158 milljónir fara í þjóðgarðinn á Þingvöllum sem undirbýr gjaldtöku í formi bílastæðagjalda. Grímur Sæmundsen segist ekki endilega sammála hugmyndum um gistináttaskatt og sérstakan skatt á flugfargjöld en meira þurfi að byggja upp í ferðaþjónustu. Áætlanir geri ráð fyrir að það þurfi milljarð á ári næstu fjögur árin til að styrkja innviði ferðaþjónustunnar. Ríki og sveitarfélög geti síðan innheimt tekjur af þjónustunni enda séu helstu ferðamannastaðir í eigu þeirra. Hann segir nauðsynlegt að grípa strax í taumana til að bregðast við stórauknu álagi á ferðamannastaði. Annars sé hætt við því að tækifærin gangi okkur úr greipum. Aðgangsgjöld til að mynda á bílastæðum geti gagnast vel við að stýra aðgangi ferðafólks á álagstímum. Bláa lónið hefur nú tekið upp slíka aðgangsstýringu fyrst ferðamannastaða og gestir sem ekki panta tíma, geta ekki reiknað með að komast að á álagstímum.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Leiðsögumenn beina ferðalöngum frá salernum Engin leið sé að koma í veg fyrir sóðaskap sumra ferðalanga segir í yfirlýsingu frá starfsfólki þjóðgarðsins á Þingvöllum. 15. júlí 2015 17:06 Óttast að yfirbragð landsins breytist með gjaldtökunni Ögmundi Jónassyni þingmanni VG lýst illa á fyrirhuguð þjónustugjöld í þjóðgarðinum á Þingvöllum. 12. júlí 2015 13:25 Búast má við að fleiri vilji fylgja fordæmi Þingvallanefnda um gjaldtöku Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum segir ákvörðun um þjónustugjöld á Þingvöllum gefa ákveðið fordæmi fyrir því að rukkað verði gjald fyrir þjónustu á ferðamannasvæðum 11. júlí 2015 18:22 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Leiðsögumenn beina ferðalöngum frá salernum Engin leið sé að koma í veg fyrir sóðaskap sumra ferðalanga segir í yfirlýsingu frá starfsfólki þjóðgarðsins á Þingvöllum. 15. júlí 2015 17:06
Óttast að yfirbragð landsins breytist með gjaldtökunni Ögmundi Jónassyni þingmanni VG lýst illa á fyrirhuguð þjónustugjöld í þjóðgarðinum á Þingvöllum. 12. júlí 2015 13:25
Búast má við að fleiri vilji fylgja fordæmi Þingvallanefnda um gjaldtöku Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum segir ákvörðun um þjónustugjöld á Þingvöllum gefa ákveðið fordæmi fyrir því að rukkað verði gjald fyrir þjónustu á ferðamannasvæðum 11. júlí 2015 18:22
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent