Bjó til skilti sem gefur til kynna að hér sé bannað að kúka Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. júlí 2015 14:08 Skiltið og ferðalangur á þingvöllum sem hafði að vísu ekki verið að létta á sér. vísir/pjetur „Við höfum selt miklu fleiri svona skilti en ég gerði ráð fyrir,“ segir Hrafn Heiðdal eigandi Ferró skiltagerðar. Fyrirtækið hefur útbúið skilti sem benda ferðalöngum, innlendum jafnt sem erlendum, að bannað sé að létta á sér í umhverfi skiltisins. Vallgangur ferðamanna er víðavandamál á ferðamannastöðum landsins. Í gær mátti sjá frétt þess efnis að ferðamenn léttu á sér víða á Þingvöllum. Reglulega þurfa þjóðgarðverðir að ganga í hægðum sínum til að tína upp hægðir annarra. Í kjölfar fréttaflutnings birti starfsfólk þjóðgarðsins yfirlýsingu á Þingvellir.is þar sem þeir héldu því fram að margir leiðsögumenn vísuðu túristum frekar á runna, hraun og holur heldur en þau almenningssalerni sem í boði eru. „Við höfðum heyrt þessa umræðu þannig við bjuggum til eitt skilti og settum á Facebook. Viðbrögðin voru mjög góð og það hafa margir pantað svona hjá okkur,“ segir Hrafn. „Það eru líka fjölmargir sem panta skilti sem gefa til kynna að land sé einkaland því ferðamenn eru að koma á öllum tímum sólarhrings og angra þá.“ Skiltið gæti verið ákveðin lausn á þessu leiða vandamáli. Gangi það ekki upp er Hrafn líka með aðra lausn. „Þegar hundaeigendur rölta út með hunda sína eru þeir með poka til að hreinsa skítinn upp. Væri ekki hægt að hafa poka í flugvélunum þannig þeir sem vilja gera þetta, þeir geti gripið þá með sér inn í landið?“ spyr hann kíminn og hlær. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Leiðsögumenn beina ferðalöngum frá salernum Engin leið sé að koma í veg fyrir sóðaskap sumra ferðalanga segir í yfirlýsingu frá starfsfólki þjóðgarðsins á Þingvöllum. 15. júlí 2015 17:06 Gestir á Þingvöllum kúka við grafreiti Einars Ben og Jónasar Hallgrímssonar "Við leiðsögumenn erum í því að afsaka gerðir stjórnvalda í hvert sinn sem við komum á þessa staði,“ segir Helgi Jón Davíðsson leiðsögumaður um ástand salernismála á ferðamannastöðum. 15. júlí 2015 07:00 Salernisgjald lagt af í Þingvallaþjóðgarði Formaður Þingvallanefndar segir illa ganga að rukka inn á salernin á Hakinu. 16. júlí 2015 07:00 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Fleiri fréttir Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Sjá meira
„Við höfum selt miklu fleiri svona skilti en ég gerði ráð fyrir,“ segir Hrafn Heiðdal eigandi Ferró skiltagerðar. Fyrirtækið hefur útbúið skilti sem benda ferðalöngum, innlendum jafnt sem erlendum, að bannað sé að létta á sér í umhverfi skiltisins. Vallgangur ferðamanna er víðavandamál á ferðamannastöðum landsins. Í gær mátti sjá frétt þess efnis að ferðamenn léttu á sér víða á Þingvöllum. Reglulega þurfa þjóðgarðverðir að ganga í hægðum sínum til að tína upp hægðir annarra. Í kjölfar fréttaflutnings birti starfsfólk þjóðgarðsins yfirlýsingu á Þingvellir.is þar sem þeir héldu því fram að margir leiðsögumenn vísuðu túristum frekar á runna, hraun og holur heldur en þau almenningssalerni sem í boði eru. „Við höfðum heyrt þessa umræðu þannig við bjuggum til eitt skilti og settum á Facebook. Viðbrögðin voru mjög góð og það hafa margir pantað svona hjá okkur,“ segir Hrafn. „Það eru líka fjölmargir sem panta skilti sem gefa til kynna að land sé einkaland því ferðamenn eru að koma á öllum tímum sólarhrings og angra þá.“ Skiltið gæti verið ákveðin lausn á þessu leiða vandamáli. Gangi það ekki upp er Hrafn líka með aðra lausn. „Þegar hundaeigendur rölta út með hunda sína eru þeir með poka til að hreinsa skítinn upp. Væri ekki hægt að hafa poka í flugvélunum þannig þeir sem vilja gera þetta, þeir geti gripið þá með sér inn í landið?“ spyr hann kíminn og hlær.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Leiðsögumenn beina ferðalöngum frá salernum Engin leið sé að koma í veg fyrir sóðaskap sumra ferðalanga segir í yfirlýsingu frá starfsfólki þjóðgarðsins á Þingvöllum. 15. júlí 2015 17:06 Gestir á Þingvöllum kúka við grafreiti Einars Ben og Jónasar Hallgrímssonar "Við leiðsögumenn erum í því að afsaka gerðir stjórnvalda í hvert sinn sem við komum á þessa staði,“ segir Helgi Jón Davíðsson leiðsögumaður um ástand salernismála á ferðamannastöðum. 15. júlí 2015 07:00 Salernisgjald lagt af í Þingvallaþjóðgarði Formaður Þingvallanefndar segir illa ganga að rukka inn á salernin á Hakinu. 16. júlí 2015 07:00 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Fleiri fréttir Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Sjá meira
Leiðsögumenn beina ferðalöngum frá salernum Engin leið sé að koma í veg fyrir sóðaskap sumra ferðalanga segir í yfirlýsingu frá starfsfólki þjóðgarðsins á Þingvöllum. 15. júlí 2015 17:06
Gestir á Þingvöllum kúka við grafreiti Einars Ben og Jónasar Hallgrímssonar "Við leiðsögumenn erum í því að afsaka gerðir stjórnvalda í hvert sinn sem við komum á þessa staði,“ segir Helgi Jón Davíðsson leiðsögumaður um ástand salernismála á ferðamannastöðum. 15. júlí 2015 07:00
Salernisgjald lagt af í Þingvallaþjóðgarði Formaður Þingvallanefndar segir illa ganga að rukka inn á salernin á Hakinu. 16. júlí 2015 07:00