Deila um ágæti Airbnb: Plága eða jákvæð þróun? Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. júlí 2015 14:00 Hjálmar Gíslason og Egill Helgason. vísir Egill Helgason, fjölmiðlamaður, segir á bloggi sínu Airbnb vera góða hugmynd sem nú sé orðin að plágu. Airbnb er vefsíða þar sem fólk getur skráð íbúðir sínar og leigt þær svo út til ferðamanna. Þjónustan nýtur mikilla vinsælda og sífellt fleiri Íslendingar leigja út húsnæði sitt í gegnum síðuna. Ljóst er að skiptar skoðanir eru um ágæti deiliþjónustu á borð við Airbnb því Hjálmar Gíslason, frumkvöðull, deilir bloggi Egils á Facebook-síðu sinni og segir hann fara með „bölvaða vitleysu.“ Egill leggur út af því að Airbnb sé annars vegar svar við því hve hótelgisting sé orðin dýr og hins vegar svar við auknum ferðamannastraumi. „Og ástæða þessa er síaukið framboð á ódýrum flugferðum. Það ekki eins dýrt að ferðast og áður, en það er óþægilegra. Alls staðar eru ferðamenn að troðast og ferðamenn að bölva öðrum ferðamönnum vegna troðningsins. Airbnb er ein lausnin á þessu. En svo fer það alveg út í öfgar. Miðbæir eru undirlagðir af leiguíbúðum fyrir ferðamenn. Leiguverð rýkur upp. Venjulegt fólk þarf að fara annað. Þetta hefur vond áhrif á mannlífið. Staðir sem áður höfðu sinn lókal sjarma verða túristabæli.“„Hræsnin í kringum ferðamannaiðnaðinn er óskapleg“ Hjálmar er ekki sammála þessu mati Egils og segir deiliþjónustu eins og AirBnB „gera annað af tvennu og líklegast hvort tveggja í bland:“ „Koma í veg fyrir enn meiri hótelfjárfestingu (magn gistirýmis í boði á AirBnB jafnast nú á við það sem stærstu hótelkeðjur heims bjóða) og gera fólki kleyft að ferðast til nýrra áfangastaða og gista þar ódýrar en ella. Sterkefnaður félagi minn - sem er afar umhugað um umhverfismál og þá sérstaklega loftslags- og orkumál - vill meina að ekkert hafi dregið jafn mikið úr óþarfri orkunotkun og orku- og umhverfisfrekum fjárfestingum á síðustu árum og deiliþjónustur í formi AirBnB, Zipcar og Uber, og samt erum við bara rétt í upphafi þessarar byltingar.“ Miklar umræður hafa svo skapast á síðu Hjálmars þar sem fólk ræðir um ágæti bæði Airbnb og leigubílaþjónustunnar Uber. Sitt sýnist hverjum og vill Egill til að mynda ekki taka undir jákvæðu umhverfisáhrifin sem Hjálmar segir að deiliþjónustur hafi: „Og, er eitthvað sérlega jákvætt við það að fólk geti ferðast til nýrra áfangastaða og gist ódýrt. Hræsnin í kringum ferðmannaiðnaðinn er óskapleg, en ég veit ekki betur en að flugferðir séu sirkabát það versta í heimi hvað varðar loftslagsbreytingar.“ Hjálmar svarar Agli og segir hræsnina varðandi ferðalög þeirra sem minna hafa á milli handanna vera hræsnina eða þversögnina í umhverfisbyltingunni allri: „Ef allir ætla að fara að gera það sem hingað til hefur aðeins verið á færi okkar efnameira fólksins þá fer allt til fjandans. Bönnum það!“Sorrý, en þetta er bara bölvuð vitleysa. Deilikerfi á borð við AirBnB gera annað af tvennu og líklegast hvort tveggja í...Posted by Hjalmar Gislason on Wednesday, 15 July 2015 Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þingmaður Framsóknarflokksins vill leigubílakerfið Uber til Íslands Haraldur Einarsson vill samgöngukerfi sem byggir á rafmagnsbílum, sjálfkeyrandi bílum og leigubílakerfinu Uber. 30. júní 2015 12:11 Airbnb opnar fyrir heimagistingar á Kúbu Rúmlega þúsund eignir á Kúbu eru þegar á lista Airbnb, en enn sem komið er er einungis mögulegt að bóka slíkar eignir í Bandaríkjunum. 2. apríl 2015 13:59 Íslensk leigubílastöð tekur forrit svipað Uber í notkun Nýtt snjallforrit leigubílastöðvarinnar Taxi Service fer í loftið á næstu dögum. Forritið býður upp á alla þætti sem Uber-hugbúnaðurinn inniheldur. Framkvæmdastjóri Hreyfils hefur ekki áhyggjur af samkeppni. 9. júlí 2015 07:00 Telur erlenda ferðmenn hafa tæmt hraðbanka um síðustu páska Þorsteinn Sæmundsson þingmaður segir ástandið í ferðaþjónustunni óþolandi; undanskot og svört starfsemi einkenna fagið. 15. apríl 2015 21:03 Ráðherra vill meira frelsi á leigubílamarkaði Ólöf Nordal innanríkisráðherra er hrifin af leigubílaþjónustu Uber og segir reglur um leigubíla stífar. 7. júlí 2015 07:00 Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Egill Helgason, fjölmiðlamaður, segir á bloggi sínu Airbnb vera góða hugmynd sem nú sé orðin að plágu. Airbnb er vefsíða þar sem fólk getur skráð íbúðir sínar og leigt þær svo út til ferðamanna. Þjónustan nýtur mikilla vinsælda og sífellt fleiri Íslendingar leigja út húsnæði sitt í gegnum síðuna. Ljóst er að skiptar skoðanir eru um ágæti deiliþjónustu á borð við Airbnb því Hjálmar Gíslason, frumkvöðull, deilir bloggi Egils á Facebook-síðu sinni og segir hann fara með „bölvaða vitleysu.“ Egill leggur út af því að Airbnb sé annars vegar svar við því hve hótelgisting sé orðin dýr og hins vegar svar við auknum ferðamannastraumi. „Og ástæða þessa er síaukið framboð á ódýrum flugferðum. Það ekki eins dýrt að ferðast og áður, en það er óþægilegra. Alls staðar eru ferðamenn að troðast og ferðamenn að bölva öðrum ferðamönnum vegna troðningsins. Airbnb er ein lausnin á þessu. En svo fer það alveg út í öfgar. Miðbæir eru undirlagðir af leiguíbúðum fyrir ferðamenn. Leiguverð rýkur upp. Venjulegt fólk þarf að fara annað. Þetta hefur vond áhrif á mannlífið. Staðir sem áður höfðu sinn lókal sjarma verða túristabæli.“„Hræsnin í kringum ferðamannaiðnaðinn er óskapleg“ Hjálmar er ekki sammála þessu mati Egils og segir deiliþjónustu eins og AirBnB „gera annað af tvennu og líklegast hvort tveggja í bland:“ „Koma í veg fyrir enn meiri hótelfjárfestingu (magn gistirýmis í boði á AirBnB jafnast nú á við það sem stærstu hótelkeðjur heims bjóða) og gera fólki kleyft að ferðast til nýrra áfangastaða og gista þar ódýrar en ella. Sterkefnaður félagi minn - sem er afar umhugað um umhverfismál og þá sérstaklega loftslags- og orkumál - vill meina að ekkert hafi dregið jafn mikið úr óþarfri orkunotkun og orku- og umhverfisfrekum fjárfestingum á síðustu árum og deiliþjónustur í formi AirBnB, Zipcar og Uber, og samt erum við bara rétt í upphafi þessarar byltingar.“ Miklar umræður hafa svo skapast á síðu Hjálmars þar sem fólk ræðir um ágæti bæði Airbnb og leigubílaþjónustunnar Uber. Sitt sýnist hverjum og vill Egill til að mynda ekki taka undir jákvæðu umhverfisáhrifin sem Hjálmar segir að deiliþjónustur hafi: „Og, er eitthvað sérlega jákvætt við það að fólk geti ferðast til nýrra áfangastaða og gist ódýrt. Hræsnin í kringum ferðmannaiðnaðinn er óskapleg, en ég veit ekki betur en að flugferðir séu sirkabát það versta í heimi hvað varðar loftslagsbreytingar.“ Hjálmar svarar Agli og segir hræsnina varðandi ferðalög þeirra sem minna hafa á milli handanna vera hræsnina eða þversögnina í umhverfisbyltingunni allri: „Ef allir ætla að fara að gera það sem hingað til hefur aðeins verið á færi okkar efnameira fólksins þá fer allt til fjandans. Bönnum það!“Sorrý, en þetta er bara bölvuð vitleysa. Deilikerfi á borð við AirBnB gera annað af tvennu og líklegast hvort tveggja í...Posted by Hjalmar Gislason on Wednesday, 15 July 2015
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þingmaður Framsóknarflokksins vill leigubílakerfið Uber til Íslands Haraldur Einarsson vill samgöngukerfi sem byggir á rafmagnsbílum, sjálfkeyrandi bílum og leigubílakerfinu Uber. 30. júní 2015 12:11 Airbnb opnar fyrir heimagistingar á Kúbu Rúmlega þúsund eignir á Kúbu eru þegar á lista Airbnb, en enn sem komið er er einungis mögulegt að bóka slíkar eignir í Bandaríkjunum. 2. apríl 2015 13:59 Íslensk leigubílastöð tekur forrit svipað Uber í notkun Nýtt snjallforrit leigubílastöðvarinnar Taxi Service fer í loftið á næstu dögum. Forritið býður upp á alla þætti sem Uber-hugbúnaðurinn inniheldur. Framkvæmdastjóri Hreyfils hefur ekki áhyggjur af samkeppni. 9. júlí 2015 07:00 Telur erlenda ferðmenn hafa tæmt hraðbanka um síðustu páska Þorsteinn Sæmundsson þingmaður segir ástandið í ferðaþjónustunni óþolandi; undanskot og svört starfsemi einkenna fagið. 15. apríl 2015 21:03 Ráðherra vill meira frelsi á leigubílamarkaði Ólöf Nordal innanríkisráðherra er hrifin af leigubílaþjónustu Uber og segir reglur um leigubíla stífar. 7. júlí 2015 07:00 Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Þingmaður Framsóknarflokksins vill leigubílakerfið Uber til Íslands Haraldur Einarsson vill samgöngukerfi sem byggir á rafmagnsbílum, sjálfkeyrandi bílum og leigubílakerfinu Uber. 30. júní 2015 12:11
Airbnb opnar fyrir heimagistingar á Kúbu Rúmlega þúsund eignir á Kúbu eru þegar á lista Airbnb, en enn sem komið er er einungis mögulegt að bóka slíkar eignir í Bandaríkjunum. 2. apríl 2015 13:59
Íslensk leigubílastöð tekur forrit svipað Uber í notkun Nýtt snjallforrit leigubílastöðvarinnar Taxi Service fer í loftið á næstu dögum. Forritið býður upp á alla þætti sem Uber-hugbúnaðurinn inniheldur. Framkvæmdastjóri Hreyfils hefur ekki áhyggjur af samkeppni. 9. júlí 2015 07:00
Telur erlenda ferðmenn hafa tæmt hraðbanka um síðustu páska Þorsteinn Sæmundsson þingmaður segir ástandið í ferðaþjónustunni óþolandi; undanskot og svört starfsemi einkenna fagið. 15. apríl 2015 21:03
Ráðherra vill meira frelsi á leigubílamarkaði Ólöf Nordal innanríkisráðherra er hrifin af leigubílaþjónustu Uber og segir reglur um leigubíla stífar. 7. júlí 2015 07:00