Hansen og Söderlund: Það gerði okkur gott að spila á Íslandi Tómas Þór Þórðarson. skrifar 16. júlí 2015 11:30 Tveir Íslandsvinir; markvörðurinn André Hansen og framherjinn Alexander Söderlund, verða í eldlínunni með Rosenborg í kvöld þegar norska stórveldið mætir KR í fyrri leik liðanna í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Hansen kom á láni til KR sumarið 2009 frá Lilleström þegar norska félagið keypti Stefán Loga Magnússon og Alexander Söderlund varð meistari með FH.Sjá einnig:Loksins kominn í lið sem vinnur fleiri leiki en það tapar „Það er gott að koma aftur. Ég hef komið til Íslands á hverju ári nánast síðan 2009. Það er gaman að sjá vinina og spila vonandi góðan leik,“ sagði Hansen við Vísi eftir æfingu Rosenborg á Alvogen-vellinum í gærkvöldi. „Ég stoppaði stutt í KR en ég eignaðist góðan vinahóp sem sá um mig og þess vegna kem ég alltafa ftur á sumrin. Þetta er gott land og hingað finnst mér gott að koma.“Alexander Söderlund á æfingu í gær.vísir/valliGerði ekki mikið fyrir FH Rosenborg er á toppnum í Noregi og stefnir að meistaratitlinum þar í landi. Markmiðið er ekki bara að komast í gegnum KR heldur að komast alla leið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. „Eins og ég segi hef ég komið hingað á hverju ári síðan 2009 þannig ég veit að það er erfitt að vinna KR á þeirra heimavelli. KR-liðið hefur náð góðum úrslitum í Evrópu gegn Basel og Standard Liege til dæmis,“ sagði Hansen. Alexander Söderlund, fyrrverandi framherji FH, sló í gegn hjá Haugesund áður en hann kom til Rosenborg fyrir tveimur árum. Hann laumaði sér inn í viðtalið við Hansen. Þeir spiluðu báðir hér 2009 en þá varð Söderlund meistari með FH. „Ég gerði nú ekki mikið en við unnum,“ sagði Söderlund brosandi. Aðspurður um markið rosalega sem hann skoraði gegn Breiðabliki sagði hann: „Ég man eftir því. Það var mikil heppni.“André Hansen æfir á KR-vellinum.vísir/valliGott að komast að heiman Báðir segja þeir hafa gert mikið fyrir sig að koma til Íslands sem ungir menn og spila. „Fyrir mig var þetta gott. Ég fékk að spila með góðu liði í fínni deild þegar ég var ungunr. Það var góð reynsla að komast að heiman og hitta annað fólk í öðru landi,“ sagði Hansen og Söderlund bætti við: „Ég er sammála þessu. Fleiri norskir leikmenn eiga að koma hingað ef þeir geta og fá reynslu. Það var frábært fyrir mig þó ég hafi aðeins verið meiddur. Ég mæli með því fyrir norska leikmenn að koma hingað ef þeir fá tækifæri til,“ sagði Söderlund. Framherjinn er vinsæll hjá fjölmiðlum í Noregi, en í fyrra var tekið upp innslag með honum í magasínþætti þar sem hann var meðal annars ber að ofan að lesa bók upp í rúmi. „Ég veit ekki hvort ég sé búinn að lesa bók ennþá. Ég skoða það kannski í framtíðinni,“ sagði Alexander Söderlund. Viðtalið við þá báða má sjá í spilaranum hér að ofan. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Þjálfari Rosenborg: Íslenskur fótbolti er á flugi Kåre Ingebrigtsen ætlar að slökkva aðeins í fótboltagleðinni á Íslandi með því að vinna KR í Evrópudeildinni. 16. júlí 2015 13:30 Rúnar: Rosenborg vinnur KR í átta skipti af hverjum tíu Rúnar Kristinsson, íslenski þjálfarinn hjá norska úrvalsdeildarliðinu Lilleström, þekkir vel til liða KR og Rosenborg sem mætast á forkeppni Evrópudeildarinnar á KR-vellinum í kvöld. 16. júlí 2015 10:00 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Sjá meira
Tveir Íslandsvinir; markvörðurinn André Hansen og framherjinn Alexander Söderlund, verða í eldlínunni með Rosenborg í kvöld þegar norska stórveldið mætir KR í fyrri leik liðanna í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Hansen kom á láni til KR sumarið 2009 frá Lilleström þegar norska félagið keypti Stefán Loga Magnússon og Alexander Söderlund varð meistari með FH.Sjá einnig:Loksins kominn í lið sem vinnur fleiri leiki en það tapar „Það er gott að koma aftur. Ég hef komið til Íslands á hverju ári nánast síðan 2009. Það er gaman að sjá vinina og spila vonandi góðan leik,“ sagði Hansen við Vísi eftir æfingu Rosenborg á Alvogen-vellinum í gærkvöldi. „Ég stoppaði stutt í KR en ég eignaðist góðan vinahóp sem sá um mig og þess vegna kem ég alltafa ftur á sumrin. Þetta er gott land og hingað finnst mér gott að koma.“Alexander Söderlund á æfingu í gær.vísir/valliGerði ekki mikið fyrir FH Rosenborg er á toppnum í Noregi og stefnir að meistaratitlinum þar í landi. Markmiðið er ekki bara að komast í gegnum KR heldur að komast alla leið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. „Eins og ég segi hef ég komið hingað á hverju ári síðan 2009 þannig ég veit að það er erfitt að vinna KR á þeirra heimavelli. KR-liðið hefur náð góðum úrslitum í Evrópu gegn Basel og Standard Liege til dæmis,“ sagði Hansen. Alexander Söderlund, fyrrverandi framherji FH, sló í gegn hjá Haugesund áður en hann kom til Rosenborg fyrir tveimur árum. Hann laumaði sér inn í viðtalið við Hansen. Þeir spiluðu báðir hér 2009 en þá varð Söderlund meistari með FH. „Ég gerði nú ekki mikið en við unnum,“ sagði Söderlund brosandi. Aðspurður um markið rosalega sem hann skoraði gegn Breiðabliki sagði hann: „Ég man eftir því. Það var mikil heppni.“André Hansen æfir á KR-vellinum.vísir/valliGott að komast að heiman Báðir segja þeir hafa gert mikið fyrir sig að koma til Íslands sem ungir menn og spila. „Fyrir mig var þetta gott. Ég fékk að spila með góðu liði í fínni deild þegar ég var ungunr. Það var góð reynsla að komast að heiman og hitta annað fólk í öðru landi,“ sagði Hansen og Söderlund bætti við: „Ég er sammála þessu. Fleiri norskir leikmenn eiga að koma hingað ef þeir geta og fá reynslu. Það var frábært fyrir mig þó ég hafi aðeins verið meiddur. Ég mæli með því fyrir norska leikmenn að koma hingað ef þeir fá tækifæri til,“ sagði Söderlund. Framherjinn er vinsæll hjá fjölmiðlum í Noregi, en í fyrra var tekið upp innslag með honum í magasínþætti þar sem hann var meðal annars ber að ofan að lesa bók upp í rúmi. „Ég veit ekki hvort ég sé búinn að lesa bók ennþá. Ég skoða það kannski í framtíðinni,“ sagði Alexander Söderlund. Viðtalið við þá báða má sjá í spilaranum hér að ofan.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Þjálfari Rosenborg: Íslenskur fótbolti er á flugi Kåre Ingebrigtsen ætlar að slökkva aðeins í fótboltagleðinni á Íslandi með því að vinna KR í Evrópudeildinni. 16. júlí 2015 13:30 Rúnar: Rosenborg vinnur KR í átta skipti af hverjum tíu Rúnar Kristinsson, íslenski þjálfarinn hjá norska úrvalsdeildarliðinu Lilleström, þekkir vel til liða KR og Rosenborg sem mætast á forkeppni Evrópudeildarinnar á KR-vellinum í kvöld. 16. júlí 2015 10:00 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Sjá meira
Þjálfari Rosenborg: Íslenskur fótbolti er á flugi Kåre Ingebrigtsen ætlar að slökkva aðeins í fótboltagleðinni á Íslandi með því að vinna KR í Evrópudeildinni. 16. júlí 2015 13:30
Rúnar: Rosenborg vinnur KR í átta skipti af hverjum tíu Rúnar Kristinsson, íslenski þjálfarinn hjá norska úrvalsdeildarliðinu Lilleström, þekkir vel til liða KR og Rosenborg sem mætast á forkeppni Evrópudeildarinnar á KR-vellinum í kvöld. 16. júlí 2015 10:00