Búast má við að fleiri vilji fylgja fordæmi Þingvallanefnda um gjaldtöku Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 11. júlí 2015 18:22 Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum segir ákvörðun um þjónustugjöld á Þingvöllum gefa ákveðið fordæmi fyrir því að rukkað verði gjald fyrir þjónustu á ferðamannasvæðum, ekki bara á opinberum friðlýstum svæðum heldur líka stöðum í eigu einkaaðila. Þingvallanefnd ætlar taka upp bílastæðagjald í Þjóðgarðinum og er vonast til þess að gjaldið muni skila fjörutíu til fimmtíu milljónum króna á ári. Mikil uppbygging á sér stað á Þingvöllum til að bæta þjónustuna og það kostar peninga. Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður segir að gera þurfi skýran greinarmun á aðgangsgjöldum og þjónustugjöldum. Ekki sé verið að rukka fyrir aðgang að náttúrunni heldur afnot af þjónustunni. Búið er að panta gjaldmæla sem verða settir upp á Hakinu, á Þingplani neðan Almannagjár, á gamla Vallhallarreitnum. Bílastæðagjaldið verður 500 krónur fyrir fólksbíla, 750 fyrir jeppa og fimmtán hundruð til þrjú þúsund krónur fyrir stærri bíla. Áfram verður rukkað fyrir salernisferðir og eins verður tekið gjald fyrir að kafa í Silfru. Þegar farið var að selja aðgang að salerninu 2011 brugðust margir við með því að fara bak við salernisbygginguna og gera þarfir sínar þar. Við því hefur verið brugðist með því að reisa vígalega girðingu. Ólafur Örn segir að búast megi við því að fleiri vilji taka upp þjónustugjöld í kjölfar þessarar ákvörðunar enda hafi Þingvellir ákveðið forystuhlutverk í þessum málum. Bæði forsætisráðuneytið og sjö manna þingmannanefnd komi að þessari ákvörðun. Hann segir þjónustugjöld mun jákvæðari þróun en aðgangsgjöld. Hafa verði þó í huga að það gildi sérlög um Þingvelli sem veiti skýra heimild fyrir slíkri gjaldtöku. Breyta þurfi lögum til að auðvelda fleirum að fara þessa leið. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Rukka 500 krónur á bílinn á Þingvöllum "Það er búið að vinna lengi í þessu og vanda vel til verka með lagalegu hliðina,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður um nýtt bílastæðagjald sem Þingvallanefnd hefur ákveðið að taka upp á þremur bílastæðum. 11. júlí 2015 07:00 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Sjá meira
Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum segir ákvörðun um þjónustugjöld á Þingvöllum gefa ákveðið fordæmi fyrir því að rukkað verði gjald fyrir þjónustu á ferðamannasvæðum, ekki bara á opinberum friðlýstum svæðum heldur líka stöðum í eigu einkaaðila. Þingvallanefnd ætlar taka upp bílastæðagjald í Þjóðgarðinum og er vonast til þess að gjaldið muni skila fjörutíu til fimmtíu milljónum króna á ári. Mikil uppbygging á sér stað á Þingvöllum til að bæta þjónustuna og það kostar peninga. Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður segir að gera þurfi skýran greinarmun á aðgangsgjöldum og þjónustugjöldum. Ekki sé verið að rukka fyrir aðgang að náttúrunni heldur afnot af þjónustunni. Búið er að panta gjaldmæla sem verða settir upp á Hakinu, á Þingplani neðan Almannagjár, á gamla Vallhallarreitnum. Bílastæðagjaldið verður 500 krónur fyrir fólksbíla, 750 fyrir jeppa og fimmtán hundruð til þrjú þúsund krónur fyrir stærri bíla. Áfram verður rukkað fyrir salernisferðir og eins verður tekið gjald fyrir að kafa í Silfru. Þegar farið var að selja aðgang að salerninu 2011 brugðust margir við með því að fara bak við salernisbygginguna og gera þarfir sínar þar. Við því hefur verið brugðist með því að reisa vígalega girðingu. Ólafur Örn segir að búast megi við því að fleiri vilji taka upp þjónustugjöld í kjölfar þessarar ákvörðunar enda hafi Þingvellir ákveðið forystuhlutverk í þessum málum. Bæði forsætisráðuneytið og sjö manna þingmannanefnd komi að þessari ákvörðun. Hann segir þjónustugjöld mun jákvæðari þróun en aðgangsgjöld. Hafa verði þó í huga að það gildi sérlög um Þingvelli sem veiti skýra heimild fyrir slíkri gjaldtöku. Breyta þurfi lögum til að auðvelda fleirum að fara þessa leið.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Rukka 500 krónur á bílinn á Þingvöllum "Það er búið að vinna lengi í þessu og vanda vel til verka með lagalegu hliðina,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður um nýtt bílastæðagjald sem Þingvallanefnd hefur ákveðið að taka upp á þremur bílastæðum. 11. júlí 2015 07:00 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Sjá meira
Rukka 500 krónur á bílinn á Þingvöllum "Það er búið að vinna lengi í þessu og vanda vel til verka með lagalegu hliðina,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður um nýtt bílastæðagjald sem Þingvallanefnd hefur ákveðið að taka upp á þremur bílastæðum. 11. júlí 2015 07:00