Ferðamenn rifu upp mikið af mosa á Þingvöllum til að einangra tjöld sín betur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. júlí 2015 14:43 Ferðamennirnir skildu eftir sig mörg opin sár í mosanum þar sem þeir vildu einangra tjöld sín betur með gróðrinum. mynd/landverðir á þingvöllum Þrír erlendir ferðamenn sem tjölduðu við tjaldsvæðið í Vatnskoti á Þingvöllum um helgina rifu upp mikið magn af mosa á svæðinu til að einangra tjöld sín betur. Vatnskot er tjaldsvæði við Þingvallavatn og er innan þjóðgarðsins. Landverðir í þjóðgarðinum tóku eftir mosabeði allt í kringum tjöldin og fóru því og ræddu við ferðamennina. Skömmu síðar komu í ljós mörg opin sár í mosahulu skammt frá. Einar Á. E. Sæmundsen, fræðslufulltrúi þjóðgarðsins, segir það mjög óalgengt að slíkar skemmdir séu unnar á gróðri á Þingvöllum. „Við höfum aldrei séð neitt svona áður og þess vegna vakti þetta athygli landvarðanna. Þeir fóru og ræddu mjög ákveðið við mennina sem voru alveg miður sín yfir þessu en þeir höfðu talið að þetta væri í góðu lagi,“ segir Einar í samtali við Vísi og bætir við að þeir hafi vonandi lært sína lexíu. Mjög langan tíma tekur fyrir mosa að jafna sig þegar hann hefur einu sinni verið rifinn upp en eftir að ferðamennirnir fóru eyddu landverðir drjúgri stund í að hylja sum sárin og tókst það að einhverju leyti. Á Facebook-síðu þjóðgarðsins kemur fram að málið hafi verið tilkynnt til lögreglu og segir Einar að þjóðgarðurinn sé í raun að skoða með lögreglu hvaða viðurlög séu við því að vinna gróðurskemmdir, sektir eða eitthvað slíkt.Nokkrir tjaldgestir sem gistu í Vatnskoti um helgina unnu skemmdir á gróðri og mosa þegar þeir rifu upp mikið magn af...Posted by Þjóðgarðurinn á Þingvöllum / Thingvellir National Park on Tuesday, 28 July 2015 Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira
Þrír erlendir ferðamenn sem tjölduðu við tjaldsvæðið í Vatnskoti á Þingvöllum um helgina rifu upp mikið magn af mosa á svæðinu til að einangra tjöld sín betur. Vatnskot er tjaldsvæði við Þingvallavatn og er innan þjóðgarðsins. Landverðir í þjóðgarðinum tóku eftir mosabeði allt í kringum tjöldin og fóru því og ræddu við ferðamennina. Skömmu síðar komu í ljós mörg opin sár í mosahulu skammt frá. Einar Á. E. Sæmundsen, fræðslufulltrúi þjóðgarðsins, segir það mjög óalgengt að slíkar skemmdir séu unnar á gróðri á Þingvöllum. „Við höfum aldrei séð neitt svona áður og þess vegna vakti þetta athygli landvarðanna. Þeir fóru og ræddu mjög ákveðið við mennina sem voru alveg miður sín yfir þessu en þeir höfðu talið að þetta væri í góðu lagi,“ segir Einar í samtali við Vísi og bætir við að þeir hafi vonandi lært sína lexíu. Mjög langan tíma tekur fyrir mosa að jafna sig þegar hann hefur einu sinni verið rifinn upp en eftir að ferðamennirnir fóru eyddu landverðir drjúgri stund í að hylja sum sárin og tókst það að einhverju leyti. Á Facebook-síðu þjóðgarðsins kemur fram að málið hafi verið tilkynnt til lögreglu og segir Einar að þjóðgarðurinn sé í raun að skoða með lögreglu hvaða viðurlög séu við því að vinna gróðurskemmdir, sektir eða eitthvað slíkt.Nokkrir tjaldgestir sem gistu í Vatnskoti um helgina unnu skemmdir á gróðri og mosa þegar þeir rifu upp mikið magn af...Posted by Þjóðgarðurinn á Þingvöllum / Thingvellir National Park on Tuesday, 28 July 2015
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira