Bandaríski auðjöfurinn Bill Gates, sem hefur dvalið í sumarbústað Jóhannesar Stefánssonar í Múlakaffi í Úthlíð í Biskupstungum með fjölskyldu sinni síðustu daga kveður landið í dag. Gates kom víða við í fríi sínu, heimsótti m.a. Vestmannaeyjar, Gullfoss og Geysi og skrapp á þyrlunni sinni á Hornstrandir til að freista þess að sjá refi.
Bill og kona hans Melinda skelltu sér einnig í nætursund í Bláa lóninu um helgina en nokkuð algengt er að vel stæðir leigi lónið utan hefðbundins opnunartíma.
Hópur þjóna, matreiðslumeistara og lífvarða var í bústöðum í Úthlíð til að sinna Gates og fjölskyldu á meðan á dvölinni stóð. Samkvæmt heimildum Vísis kom fjölskyldan með allan mat og drykki með sér til landsins, fékk sér ekki einu sinni einn vatnssopa af íslenska vatninu.
Gates er stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Microsoft og ríkasti maður heims samkvæmt síðustu úttekt Forbes.
Bill Gates kveður: Skrapp í þyrlu á Hornstrandir og flutti inn allan mat

Tengdar fréttir

Bill Gates á hestasýningu á Friðheimum
Sýningin var sett upp sérstaklega fyrir Gates og fjölskyldu hans.

Íslandsvinir í efsta sæti lista yfir auðugustu pör heims
Bandarísku hjónin Bill og Melinda Gates eru auðugusta par heims samkvæmt nýrri skýrslu Wealth-X.

Bill Gates á leið til landsins með fjölskyldu sína
Ríkasti maður heims mun dvelja í sumarbústað á Suðurlandi í nokkra daga.

Bill Gates skoðaði Gullfoss og fór í nætursund í Bláa lóninu
Gates-hjónin gista í The Trophy Lodge í Úthlíð.