Bronsmaðurinn Björgvin: „Að sofa, æfa og borða er það eina sem ég geri“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. júlí 2015 15:49 Björgvin Karl náði besta árangri sem íslenskur karlmaður hefur náð í Crossfit. Myndin er af Instagram síðu Björgvins Karls. Björgvin Karl Guðmundsson, sem hafnaði í þriðja sæti í karlaflokki á heimsleikunum í Crossfit, ætlar að kaupa sér svartan Mercedes Benz til að verðlauna sjálfan sig. Frábær frammistaða Björgvins í síðustu greinunum skiluðu honum upp í þriðja sætið. Björgvin tók einnig þátt í keppninni í fyrra og hafnaði þar í 26. sæti. Hvergerðingurinn 23 ára bætti sig því svakalega á milli ára. Uppskeran er persónulega mikilvæg enda hefur Björgvin Karl lagt mikið á sig undanfarin ár við æfingar og fórnað miklu. „Að sofa, æfa og borða er það eina sem ég geri,“ segir Björgvin í viðtali við fulltrúa DV í Los Angeles. Keppni lauk seint í gærkvöldi að íslenskum tíma en leikarnir fara fram í Los Angeles á vesturströnd Bandaríkjanna.Kaupir sér Benz Björgvin Karl fær um átta milljónir króna í sinn hlut fyrir að hafna í þriðja sæti í karlakeppninni. Hann hafði líst því yfir að hann ætlaði að kaupa sér Benz næði hann góðum árangri í L.A. „Ég átti svartan Benz þegar ég var 17 eða 18 ára. Keyrði á honum til Reykjavíkur fram og til baka hvern einasta dag til að fara á æfingar hjá Crossfit Reykjavík,“ segir Björgvin Karl. Bíllinn var hins vegar of eyðslumikill og seldi Björgvin Karl bílinn til að geta áfram stundað æfingar í Reykjavík. „Vonandi get ég núna endurheimt hann og rúmlega það.“ Tengdar fréttir Björgvin Karl hirti bronsið á heimsleikunum Björgvin Karl Guðmundsson náði í brons á heimsleikunum í CrossFit sem voru að klárast nú rétt í þessu, en Björgvin Karl var fyrir daginn í fimmta sætinu. 27. júlí 2015 00:18 Katrín Tanja fékk 38 milljónir króna í verðlaunafé Hraustasta kona heims, Katrín Tanja Davíðsdóttir, nældi sér í góðan pening með sigri sínum á heimsleikunum í Crossfit. 27. júlí 2015 15:13 Hraustasta kona í heimi: „Það gekk allt upp“ Katrín Tanja, heimsmeistari í Crossfit, segist ekki vera búin að átta sig ennþá. 27. júlí 2015 08:52 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - FH | Meistarar síðustu tveggja ára mætast KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ Damir Muminovic til Grindavíkur „Okkar konur eiga meira skilið“ Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Sjá meira
Björgvin Karl Guðmundsson, sem hafnaði í þriðja sæti í karlaflokki á heimsleikunum í Crossfit, ætlar að kaupa sér svartan Mercedes Benz til að verðlauna sjálfan sig. Frábær frammistaða Björgvins í síðustu greinunum skiluðu honum upp í þriðja sætið. Björgvin tók einnig þátt í keppninni í fyrra og hafnaði þar í 26. sæti. Hvergerðingurinn 23 ára bætti sig því svakalega á milli ára. Uppskeran er persónulega mikilvæg enda hefur Björgvin Karl lagt mikið á sig undanfarin ár við æfingar og fórnað miklu. „Að sofa, æfa og borða er það eina sem ég geri,“ segir Björgvin í viðtali við fulltrúa DV í Los Angeles. Keppni lauk seint í gærkvöldi að íslenskum tíma en leikarnir fara fram í Los Angeles á vesturströnd Bandaríkjanna.Kaupir sér Benz Björgvin Karl fær um átta milljónir króna í sinn hlut fyrir að hafna í þriðja sæti í karlakeppninni. Hann hafði líst því yfir að hann ætlaði að kaupa sér Benz næði hann góðum árangri í L.A. „Ég átti svartan Benz þegar ég var 17 eða 18 ára. Keyrði á honum til Reykjavíkur fram og til baka hvern einasta dag til að fara á æfingar hjá Crossfit Reykjavík,“ segir Björgvin Karl. Bíllinn var hins vegar of eyðslumikill og seldi Björgvin Karl bílinn til að geta áfram stundað æfingar í Reykjavík. „Vonandi get ég núna endurheimt hann og rúmlega það.“
Tengdar fréttir Björgvin Karl hirti bronsið á heimsleikunum Björgvin Karl Guðmundsson náði í brons á heimsleikunum í CrossFit sem voru að klárast nú rétt í þessu, en Björgvin Karl var fyrir daginn í fimmta sætinu. 27. júlí 2015 00:18 Katrín Tanja fékk 38 milljónir króna í verðlaunafé Hraustasta kona heims, Katrín Tanja Davíðsdóttir, nældi sér í góðan pening með sigri sínum á heimsleikunum í Crossfit. 27. júlí 2015 15:13 Hraustasta kona í heimi: „Það gekk allt upp“ Katrín Tanja, heimsmeistari í Crossfit, segist ekki vera búin að átta sig ennþá. 27. júlí 2015 08:52 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - FH | Meistarar síðustu tveggja ára mætast KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ Damir Muminovic til Grindavíkur „Okkar konur eiga meira skilið“ Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Sjá meira
Björgvin Karl hirti bronsið á heimsleikunum Björgvin Karl Guðmundsson náði í brons á heimsleikunum í CrossFit sem voru að klárast nú rétt í þessu, en Björgvin Karl var fyrir daginn í fimmta sætinu. 27. júlí 2015 00:18
Katrín Tanja fékk 38 milljónir króna í verðlaunafé Hraustasta kona heims, Katrín Tanja Davíðsdóttir, nældi sér í góðan pening með sigri sínum á heimsleikunum í Crossfit. 27. júlí 2015 15:13
Hraustasta kona í heimi: „Það gekk allt upp“ Katrín Tanja, heimsmeistari í Crossfit, segist ekki vera búin að átta sig ennþá. 27. júlí 2015 08:52