Þórður Rafn Sigurðsson skattakóngur Íslands 2015 Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. júlí 2015 09:43 Skattakóngur ársins í ár greiddi helmingi meira í skatta en skattakóngur síðasta árs. Útgerðarmaðurinn Þórður Rafn Sigurðsson greiddi mest í skatt á síðasta ári og hlýtur því titilinn Skattakóngur ársins 2015. Hann greiddi alls 671.565.763 krónur en það er ríflega tvöfalt meira en sá sem greiddi næstmest. Það var Þorsteinn Sigurðsson en hann greiddi 304.633.336 krónur. Síðast var Jón Árni Ágústsson skattakóngur en hann greiddi tæpar 412 milljónir í opinber gjöld. Þórður Rafn átti útgerðarfélagið Dala-Rafn í Vestmannaeyjum en hann hagnaðist af sölu þess er það sameinaðist Ísfélagi Vestmannaeyja. Þorsteinn Sigurðsson, sá sem greiddi næst mest, er bróðir eiginmanns Guðrúnar Lárusdóttur, oft kennd við Stálskip, en félagið var selt í upphafi síðasta árs. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er í þriðja sæti en á hæla hans fylgja Gunnar Torfason útgerðarmaður í Bolungarvík og Davíð Freyr Albertsson tengdur SMI ehf. en félagið seldi fyrir ekki svo löngu bygginguna að Smáratorgi og Glerártorg á Akureyri. Guðbjörg M. Matthíasdóttir, einn stærsti eigandi Ísfélags Vestmannaeyja, er fyrsta konan á listanum en hún er í 8. sæti. Alls eru þrjár konur á topp tuttugu en það eru María Vigdís Ólafsdóttir og nafna hennar María Rúnarsdóttir. Sú síðarnefnda tengist fyrirtækjunum Mint Solutions og Arctica en sú fyrrnefnda hagnaðist á sölu útgerðarfélagsins Gullbergs á Seyðisfirði. Á listanum má einnig finna Samherjatvíeykið Kristján Vilhelmsson, 10. sæti, og Þorstein Má Baldvinsson í því sautjánda. Bert Martin Hansen hagnaðist á sölu Ís-Am og neðstur á listanum er Færeyringurinn Jákup Napoleon Purkhús sem sér um Rúmfatalagerinn. Álagningarseðlar voru gerðir opinberir nú í dag og verða það næstu tvær vikur eða til 7. ágúst. Á skattgrunnskrá 2015 voru 271.806 framteljendur. Er það fjölgun um 3.355 einstaklinga frá fyrra ári sem er 1,1% fjölgun. Að þessu sinni voru það 10.990 einstaklingar sem ekki skiluðu skattframtali og sættu áætlun opinberra gjalda eða 4,04% af heildarfjölda. Eru það talsvert færri en undanfarin ár og hafa aldrei jafn fáir sætt áætlun skattstofna. Framtalsskil hafa því batnað mikið á síðustu árum.Leiðrétting: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var staðhæft að Þorsteinn Sigurðsson væri sonur Guðrúnar Lárusdóttur. Það er rangt. Hann er bróðir eiginmanns hennar. Það leiðréttist hér með.Þórður Rafn Sigurðsson - Vestmannaeyjar - 671.565.763 kr. Þorsteinn Sigurðsson - Hafnarfjörður - 304.633.336 kr.Kári Stefánsson - Reykjavík - 277.499.661 kr.Gunnar Torfason - Reykjavík - 180.939.049 kr.Davíð Freyr Albertsson - Kópavogur - 173.206.913 kr. Bert Martin Hanson - Reykjavík - 140.284.145 kr.Jón Guðmann Pétursson - Kópavogur - 136.371.742 kr.Guðbjörg M. Matthíasdóttir - Vestmannaeyjar - 127.296.164 kr.Árni Harðarsson - Reykjavík - 121.618.964 kr.Kristján V. Vilhelmsson - Akureyri - 110.473.857 kr.Stefán Hrafnkelsson - Reykjavík - 103.185.589 kr.Adolf Guðmundsson - Seyðisfjörður - 102.093.894 kr.Grímur Karl Sæmundsen - Reykjavík - 96.753.634 kr.Guðjón Harðarsson - Seyðisfjörður - 96.516.183 kr.María Vigdís Ólafsdóttir - Seyðisfjörður - 94.486.876 kr.Patrick Maurice Franzois Sulem - Reykjavík - 92.690.395 kr.Þorsteinn Már Baldvinsson - Akureyri - 92.393.574 kr. María Rúnarsdóttir - Kópavogur - 91.786.379 kr.Gunnar Guðmundsson - Reykjavík - 82.125.263 kr.Jákup Napeleon Purkhús - Reykjavík - 76.501.686 kr. Skattar og tollar Tekjur Tengdar fréttir Magnús Kristinsson skattakóngur Íslands Magnús Kristinsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, er skattakóngur en hann greiddi 189 milljónir í skatt. Á eftir honum kemur Kristján V. Vilhelmsson, einn eiganda Samherja á Akureyri, með 152 milljónir og svo Guðbjörg M. Matthíasdóttir, útgerðarmaður í Eyjum og stór hluthafi í Morgunblaðinu, með 135 milljónir. 25. júlí 2013 10:08 Hver er Jón Árni Ágústsson skattakóngur 2014? Jón Árni greiddi 412 milljónir í skatt. 25. júlí 2014 10:00 Skattakóngur greiddi 412 milljónir 26. júlí 2014 11:59 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Útgerðarmaðurinn Þórður Rafn Sigurðsson greiddi mest í skatt á síðasta ári og hlýtur því titilinn Skattakóngur ársins 2015. Hann greiddi alls 671.565.763 krónur en það er ríflega tvöfalt meira en sá sem greiddi næstmest. Það var Þorsteinn Sigurðsson en hann greiddi 304.633.336 krónur. Síðast var Jón Árni Ágústsson skattakóngur en hann greiddi tæpar 412 milljónir í opinber gjöld. Þórður Rafn átti útgerðarfélagið Dala-Rafn í Vestmannaeyjum en hann hagnaðist af sölu þess er það sameinaðist Ísfélagi Vestmannaeyja. Þorsteinn Sigurðsson, sá sem greiddi næst mest, er bróðir eiginmanns Guðrúnar Lárusdóttur, oft kennd við Stálskip, en félagið var selt í upphafi síðasta árs. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er í þriðja sæti en á hæla hans fylgja Gunnar Torfason útgerðarmaður í Bolungarvík og Davíð Freyr Albertsson tengdur SMI ehf. en félagið seldi fyrir ekki svo löngu bygginguna að Smáratorgi og Glerártorg á Akureyri. Guðbjörg M. Matthíasdóttir, einn stærsti eigandi Ísfélags Vestmannaeyja, er fyrsta konan á listanum en hún er í 8. sæti. Alls eru þrjár konur á topp tuttugu en það eru María Vigdís Ólafsdóttir og nafna hennar María Rúnarsdóttir. Sú síðarnefnda tengist fyrirtækjunum Mint Solutions og Arctica en sú fyrrnefnda hagnaðist á sölu útgerðarfélagsins Gullbergs á Seyðisfirði. Á listanum má einnig finna Samherjatvíeykið Kristján Vilhelmsson, 10. sæti, og Þorstein Má Baldvinsson í því sautjánda. Bert Martin Hansen hagnaðist á sölu Ís-Am og neðstur á listanum er Færeyringurinn Jákup Napoleon Purkhús sem sér um Rúmfatalagerinn. Álagningarseðlar voru gerðir opinberir nú í dag og verða það næstu tvær vikur eða til 7. ágúst. Á skattgrunnskrá 2015 voru 271.806 framteljendur. Er það fjölgun um 3.355 einstaklinga frá fyrra ári sem er 1,1% fjölgun. Að þessu sinni voru það 10.990 einstaklingar sem ekki skiluðu skattframtali og sættu áætlun opinberra gjalda eða 4,04% af heildarfjölda. Eru það talsvert færri en undanfarin ár og hafa aldrei jafn fáir sætt áætlun skattstofna. Framtalsskil hafa því batnað mikið á síðustu árum.Leiðrétting: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var staðhæft að Þorsteinn Sigurðsson væri sonur Guðrúnar Lárusdóttur. Það er rangt. Hann er bróðir eiginmanns hennar. Það leiðréttist hér með.Þórður Rafn Sigurðsson - Vestmannaeyjar - 671.565.763 kr. Þorsteinn Sigurðsson - Hafnarfjörður - 304.633.336 kr.Kári Stefánsson - Reykjavík - 277.499.661 kr.Gunnar Torfason - Reykjavík - 180.939.049 kr.Davíð Freyr Albertsson - Kópavogur - 173.206.913 kr. Bert Martin Hanson - Reykjavík - 140.284.145 kr.Jón Guðmann Pétursson - Kópavogur - 136.371.742 kr.Guðbjörg M. Matthíasdóttir - Vestmannaeyjar - 127.296.164 kr.Árni Harðarsson - Reykjavík - 121.618.964 kr.Kristján V. Vilhelmsson - Akureyri - 110.473.857 kr.Stefán Hrafnkelsson - Reykjavík - 103.185.589 kr.Adolf Guðmundsson - Seyðisfjörður - 102.093.894 kr.Grímur Karl Sæmundsen - Reykjavík - 96.753.634 kr.Guðjón Harðarsson - Seyðisfjörður - 96.516.183 kr.María Vigdís Ólafsdóttir - Seyðisfjörður - 94.486.876 kr.Patrick Maurice Franzois Sulem - Reykjavík - 92.690.395 kr.Þorsteinn Már Baldvinsson - Akureyri - 92.393.574 kr. María Rúnarsdóttir - Kópavogur - 91.786.379 kr.Gunnar Guðmundsson - Reykjavík - 82.125.263 kr.Jákup Napeleon Purkhús - Reykjavík - 76.501.686 kr.
Skattar og tollar Tekjur Tengdar fréttir Magnús Kristinsson skattakóngur Íslands Magnús Kristinsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, er skattakóngur en hann greiddi 189 milljónir í skatt. Á eftir honum kemur Kristján V. Vilhelmsson, einn eiganda Samherja á Akureyri, með 152 milljónir og svo Guðbjörg M. Matthíasdóttir, útgerðarmaður í Eyjum og stór hluthafi í Morgunblaðinu, með 135 milljónir. 25. júlí 2013 10:08 Hver er Jón Árni Ágústsson skattakóngur 2014? Jón Árni greiddi 412 milljónir í skatt. 25. júlí 2014 10:00 Skattakóngur greiddi 412 milljónir 26. júlí 2014 11:59 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Magnús Kristinsson skattakóngur Íslands Magnús Kristinsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, er skattakóngur en hann greiddi 189 milljónir í skatt. Á eftir honum kemur Kristján V. Vilhelmsson, einn eiganda Samherja á Akureyri, með 152 milljónir og svo Guðbjörg M. Matthíasdóttir, útgerðarmaður í Eyjum og stór hluthafi í Morgunblaðinu, með 135 milljónir. 25. júlí 2013 10:08
Hver er Jón Árni Ágústsson skattakóngur 2014? Jón Árni greiddi 412 milljónir í skatt. 25. júlí 2014 10:00