Ferðamenn kúkuðu á Hafnarstéttina: „Hún sagði að þetta væri í lagi af því að fuglarnir borða þetta“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 23. júlí 2015 20:40 Við Hafnarstéttina eru veitingahús og staðir þar sem eflaust er hægt að komast á salernið. Vísir/Pjetur Tvær konur stóðu ferðamenn á Húsavík að því í dag að kúka á Hafnarstéttina í bænum. Um tvo stálpaða krakka var að ræða en móðir þeirra stóð yfir þeim og skeindi. Hafnarstéttin er fyrir þá sem ekki þekkja til á Húsavík gata við höfnina á Húsavík, samkomustaður Húsvíkinga og ekki úr alfaraleið. Kristín Þorbergsdóttir deilir sögunni á Facebook en hún spyr hvort þetta sé í lagi? Jafnframt spyr hún hvort einhver salernisaðstaða sé fyrir ferðamenn annars staðar en á sjoppum og veitingahúsum. Gnægð er af veitingastöðum við Hafnarstéttina þar sem eflaust er hægt að fá að skjótast á salernið.Nú get ég bara ekki þagað lengur. Fjölskylda mín fór í gönguferð niður á Hafnarstétt í morgun sem er svo sem ekki í frás...Posted by Kristín Þorbergsdóttir on Thursday, July 23, 2015Tengdadóttir Kristínar sem var með í för gaf sig á tal við ferðamennina. „Já það var eiginlega ekki hægt að sleppa því að segja eitthvað við þau. Þetta var svo fáránlegt,“ segir hún. „Ég var svo kjaftstopp en spurði þau hvort þau notuðu ekki klósett? Þá varð hún voða flóttaleg og spurði hvort að það væru yfirhöfuð einhver klósett hérna. Ég svaraði því að hún gæti fundið klósett hérna út um allt.“ Konurnar reyndu að koma fólkinu í skilning um að þetta væri mjög dónaleg hegðun. „Hún sagði að þetta væri í lagi af því að fuglarnir borða þetta.“Í Fréttablaðinu fyrr í sumar var fjallað um hversu algengt það er að ferðamenn hafi hægðir á Þingvöllum.Vísir/PjeturSpyr hvaða upplýsingar ferðamenn fá Ferðamaðurinn dreif því næst krakkana sína inn í bíl og brunaði á brott og skildi hægðir barna sinna eftir á mölinni við gangstéttina. „Mér finnst þetta svo skrýtið, ég skil ekki hvernig þeim dettur í hug að gera þetta. Það myndi engum Íslendingi detta í hug að kúka þarna. Ég var að spá hvort það hlyti ekki að vera þannig að þeim væri sagt að þetta væri allt í lagi.“ Mikil umræða hefur skapast að undanförnu um vöntun á salernum og tilhneigingu ferðamanna til þess að hafa hægðir á fjölförnum stöðum hér á landi. Ingunn Snædal, ljóðskáld, birti mynd á Facebook-síðu sinni um helgina af rútu ferðaþjónustufyrirtækis, en íslenskur fararstjóri hafði sent ferðamennina upp í garð til foreldra Ingunnar til að gera þarfir sínar. „Við vorum bara heima að horfa á sjónvarpið, horfum út á planið þar sem er bensínsjálfsali og sáum þá hvað var að gerast. Þá sá maður fólkið fara upp í og úr garðinum. Pabbi fór þá út og talaði við fararstjórann sem var íslensk kona. Pabbi var skiljanlega heldur óhress með þetta allt, eiginlega alveg brjálaður. Fararstjórinn var þá svakalega frek, ekki með nein svör og dónaleg á móti,“ sagði Ingunn í samtali við Vísi. Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur, hefur talað fyrir því að komið verði upp fleiri salernum um landið og að ferðaþjónustu fyrirtæki komi ferðamönnum í skilning um að það sé ekki í lagi að hafa hægðir hvar sem er á Íslandi. Gestir á Þingvöllum hafa einnig orðið varir við að ferðamenn gangi örna sinna aftan við Þingvallakirkju og þjóðargrafreitinn þar sem skáldin Jónas Hallgrímsson og Einar Benediktsson hvíla. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Tvær konur stóðu ferðamenn á Húsavík að því í dag að kúka á Hafnarstéttina í bænum. Um tvo stálpaða krakka var að ræða en móðir þeirra stóð yfir þeim og skeindi. Hafnarstéttin er fyrir þá sem ekki þekkja til á Húsavík gata við höfnina á Húsavík, samkomustaður Húsvíkinga og ekki úr alfaraleið. Kristín Þorbergsdóttir deilir sögunni á Facebook en hún spyr hvort þetta sé í lagi? Jafnframt spyr hún hvort einhver salernisaðstaða sé fyrir ferðamenn annars staðar en á sjoppum og veitingahúsum. Gnægð er af veitingastöðum við Hafnarstéttina þar sem eflaust er hægt að fá að skjótast á salernið.Nú get ég bara ekki þagað lengur. Fjölskylda mín fór í gönguferð niður á Hafnarstétt í morgun sem er svo sem ekki í frás...Posted by Kristín Þorbergsdóttir on Thursday, July 23, 2015Tengdadóttir Kristínar sem var með í för gaf sig á tal við ferðamennina. „Já það var eiginlega ekki hægt að sleppa því að segja eitthvað við þau. Þetta var svo fáránlegt,“ segir hún. „Ég var svo kjaftstopp en spurði þau hvort þau notuðu ekki klósett? Þá varð hún voða flóttaleg og spurði hvort að það væru yfirhöfuð einhver klósett hérna. Ég svaraði því að hún gæti fundið klósett hérna út um allt.“ Konurnar reyndu að koma fólkinu í skilning um að þetta væri mjög dónaleg hegðun. „Hún sagði að þetta væri í lagi af því að fuglarnir borða þetta.“Í Fréttablaðinu fyrr í sumar var fjallað um hversu algengt það er að ferðamenn hafi hægðir á Þingvöllum.Vísir/PjeturSpyr hvaða upplýsingar ferðamenn fá Ferðamaðurinn dreif því næst krakkana sína inn í bíl og brunaði á brott og skildi hægðir barna sinna eftir á mölinni við gangstéttina. „Mér finnst þetta svo skrýtið, ég skil ekki hvernig þeim dettur í hug að gera þetta. Það myndi engum Íslendingi detta í hug að kúka þarna. Ég var að spá hvort það hlyti ekki að vera þannig að þeim væri sagt að þetta væri allt í lagi.“ Mikil umræða hefur skapast að undanförnu um vöntun á salernum og tilhneigingu ferðamanna til þess að hafa hægðir á fjölförnum stöðum hér á landi. Ingunn Snædal, ljóðskáld, birti mynd á Facebook-síðu sinni um helgina af rútu ferðaþjónustufyrirtækis, en íslenskur fararstjóri hafði sent ferðamennina upp í garð til foreldra Ingunnar til að gera þarfir sínar. „Við vorum bara heima að horfa á sjónvarpið, horfum út á planið þar sem er bensínsjálfsali og sáum þá hvað var að gerast. Þá sá maður fólkið fara upp í og úr garðinum. Pabbi fór þá út og talaði við fararstjórann sem var íslensk kona. Pabbi var skiljanlega heldur óhress með þetta allt, eiginlega alveg brjálaður. Fararstjórinn var þá svakalega frek, ekki með nein svör og dónaleg á móti,“ sagði Ingunn í samtali við Vísi. Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur, hefur talað fyrir því að komið verði upp fleiri salernum um landið og að ferðaþjónustu fyrirtæki komi ferðamönnum í skilning um að það sé ekki í lagi að hafa hægðir hvar sem er á Íslandi. Gestir á Þingvöllum hafa einnig orðið varir við að ferðamenn gangi örna sinna aftan við Þingvallakirkju og þjóðargrafreitinn þar sem skáldin Jónas Hallgrímsson og Einar Benediktsson hvíla.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira