Ráðherra útilokar ekki gjaldtöku á Laugaveginum Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. júlí 2015 10:34 Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, segist ekki vera mótfallin því að rukka þá sem ganga Laugaveginn frá Landamannalaugum til Þórsmerkur. Þá segir hún „vel geta verið“ að göngufólk verði skikkað til að vera með leiðsögumann þegar það hyggst ganga leiðina. Þetta kom fram í Bítinu í morgun þar sem Ragnheiður var gestur þeirra Sigurjóns M. Egilssonar og Gulla Helga. Þar ræddi hún stöðuna sem upp er komin vegna hins mikla fjölda ferðamanna hér á landi, hvernig best skuli varðveita ímynd Íslands sem áfangastaðar og gagnrýnina sem hún hefur mátt sæta vegna meints aðgerðaleysis í málaflokknum. Ragnheiður vísaði gagnrýninni til föðurhúsanna og reifaði þá vinnu sem hefur átt sér stað innan ráðuneytisins - til að mynda þá stefnumótun sem sé í gangi í málefnum ferðamanna.Þarfa að huga að tærleika vörunnar Ísland Ráðherrann sagði að við stefnumótunarvinnuna væri mikið litið til fordæma utan úr heimi, svo sem til Nýja-Sjálands en Nýsjálendingar eru eins og Íslendingar, „með svona vinsælar leiðir eins og Laugaveginn.“ „Hvað gera þeir, þeir eru bara með betra skipulag heldur en við erum með. Þeir segja það er bara leyfilegt labba úr þessari átt og þangað, það eru bara ákveðin slott, það eru ákveðnir göngustígar og það eru bara viðurlög við því að víkja frá þeim og ef að einhver myndi voga sér að skilja eftir rusl þar þá er það bara refsivert. Þetta eitthvað sem við eigum bara að gera,“ sagði ráðherrann. Talið barst þá að gjaldtöku.Af hverju má ekki kosta að ganga Laugaveginn?„Nákvæmlega,“ sagði Ragnheiður. „Ég er ekkert á móti því. Og þurfum við að skikka að vera með leiðsögumann? Það getur bara vel verið.“ Til þess að tryggja þær náttúruauðlindir sem farið sé að ganga á með auknum straumi ferðamanna taldi ráðherrann að nauðsynlegt sé að leita leiða sem þessa til að tryggja að varan Íslands sé sem tærust og sem fallegust. Spjall þeirra Ragnheiðar, Sigurjóns og Gulla má heyra í heild sinni hér að ofan. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, segist ekki vera mótfallin því að rukka þá sem ganga Laugaveginn frá Landamannalaugum til Þórsmerkur. Þá segir hún „vel geta verið“ að göngufólk verði skikkað til að vera með leiðsögumann þegar það hyggst ganga leiðina. Þetta kom fram í Bítinu í morgun þar sem Ragnheiður var gestur þeirra Sigurjóns M. Egilssonar og Gulla Helga. Þar ræddi hún stöðuna sem upp er komin vegna hins mikla fjölda ferðamanna hér á landi, hvernig best skuli varðveita ímynd Íslands sem áfangastaðar og gagnrýnina sem hún hefur mátt sæta vegna meints aðgerðaleysis í málaflokknum. Ragnheiður vísaði gagnrýninni til föðurhúsanna og reifaði þá vinnu sem hefur átt sér stað innan ráðuneytisins - til að mynda þá stefnumótun sem sé í gangi í málefnum ferðamanna.Þarfa að huga að tærleika vörunnar Ísland Ráðherrann sagði að við stefnumótunarvinnuna væri mikið litið til fordæma utan úr heimi, svo sem til Nýja-Sjálands en Nýsjálendingar eru eins og Íslendingar, „með svona vinsælar leiðir eins og Laugaveginn.“ „Hvað gera þeir, þeir eru bara með betra skipulag heldur en við erum með. Þeir segja það er bara leyfilegt labba úr þessari átt og þangað, það eru bara ákveðin slott, það eru ákveðnir göngustígar og það eru bara viðurlög við því að víkja frá þeim og ef að einhver myndi voga sér að skilja eftir rusl þar þá er það bara refsivert. Þetta eitthvað sem við eigum bara að gera,“ sagði ráðherrann. Talið barst þá að gjaldtöku.Af hverju má ekki kosta að ganga Laugaveginn?„Nákvæmlega,“ sagði Ragnheiður. „Ég er ekkert á móti því. Og þurfum við að skikka að vera með leiðsögumann? Það getur bara vel verið.“ Til þess að tryggja þær náttúruauðlindir sem farið sé að ganga á með auknum straumi ferðamanna taldi ráðherrann að nauðsynlegt sé að leita leiða sem þessa til að tryggja að varan Íslands sé sem tærust og sem fallegust. Spjall þeirra Ragnheiðar, Sigurjóns og Gulla má heyra í heild sinni hér að ofan.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira