Milljarða tekjur af skemmtiferðaskipum Linda Blöndal skrifar 22. júlí 2015 19:00 Tekjur vegna komu erlendra ferðamanna sem koma með skemmtiferðaskipum til Reykjavíkur eru miklar og aukast sífellt en gera þarf betur til að fá fólk frá borði og til að kaupa vörur og þjónustu í borginni. Þetta segir Katrín Sif Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Atlantik og umboðsmaður skemmtiferðaskipa hér á landi. Eyða langt fyrir milljarði krónaÁætlað er að hver ferðamaður eyði að minnsta kosti tólf þúsund krónum í borginni samkvæmt upplýsingum Faxaflóahafna. Tæplega 105 þúsund ferðamenn komu í fyrra með skemmtiferðaskipi til Reykjavíkur og eyddu því tæplega 1,3 milljörðum króna. Hafnargjöld sem skipin greiddu til Faxaflóahafna námu 240 milljónum króna. Hagnaðurinn almennt af komu þessara ferðamanna er þó miklu meiri en þessar tölur segja til um. Fyrirtækið Atlantic hefur í 37 ár verið umboðsaðili fyrir skemmtiferðaskip um allt land. Þar verður vart breytinga á tilhögun skipaferðanna en í ár stoppa fleiri skip yfir nótt. „Flestir fara í rútuferðir en svo eru alltaf fleiri og fleiri sem kaupa sér dýrari skoðunarferðir, eins og útsýnisflug og jafnvel þyrluflug og aðra nýja afþreyingu,“ sagði Katrín í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Margskonar tekjulindTekjur vegna komu skipanna verða til á mörgum stöðum, eins og vegna eldsneytiskaupa, og kostur er keyptur hjá heildsölum í borginni. Samkvæmt könnun Sjávarklasans haustið 2012 er áætlaður matarkostnaður skemmtiferðaskipa hátt í þrír milljarðar á öllu landinu. Reykvísk fyrirtæki fá einnig tekjur af skipulögðum ferðum út á land svo ekki fer allur gjaldeyririnn bara í gullna hringinn, þótt það gagnist líka fyrirtækjum í borginni þegar allt kemur til alls. „Þó ferðamennirnir fari út úr borginni, þá eru þeir að kaupa þjónustu sem er starfrækt hér í Reykjavík, þannig að ef við tökum hinn dæmigerða farþega skemmtiferðaskips sem fer gullhringinn, þá er hann kannski í rútu sem gerð er út frá Reykjavík og með farastjóra þaðan, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Kristín.Oftar sem skip skipta um áhöfnSkipin skipta einnig oftar um áhöfn og þá framlengja flestir dvölina hér á landi. „Síðustu ár er orðið algengara að skipaferðirnar byrji og endi hér á Íslandi. Í stað þess að nota Ísland sem viðkomuhöfn, þá er aðalstaðurinn hér og farið er hringinn kringum landið. Svo skipta þeir alfarið um alla farþegana eftir það og taka nýja um borð,“ útskýrir Kristín. Þarf fríar skutluferðirEnn er til mikils að vinna segir Kristín, en í sumum skipum fara allt að fjörutíu prósent farþeganna aldrei frá borði og þess virði að fá þá til að koma inn í borgina til að versla eða kaupa veitingar. „Það þarf að ná til þeirra farþega sem ekki fara í skipulagðar skoðunarferðir og auka aðgengi þeirra að miðborginni. Flest skipin leggjast að Skarfabakka, sem ekki er í göngufæri frá miðbænum nema fyrir þá allra frískustu. Margar erlendar borgir bjóða upp á fríar skutluferðir milli hafnarinnar og miðbæjarins til þess að draga fólk frá borði og inn í bæ.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Tekjur vegna komu erlendra ferðamanna sem koma með skemmtiferðaskipum til Reykjavíkur eru miklar og aukast sífellt en gera þarf betur til að fá fólk frá borði og til að kaupa vörur og þjónustu í borginni. Þetta segir Katrín Sif Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Atlantik og umboðsmaður skemmtiferðaskipa hér á landi. Eyða langt fyrir milljarði krónaÁætlað er að hver ferðamaður eyði að minnsta kosti tólf þúsund krónum í borginni samkvæmt upplýsingum Faxaflóahafna. Tæplega 105 þúsund ferðamenn komu í fyrra með skemmtiferðaskipi til Reykjavíkur og eyddu því tæplega 1,3 milljörðum króna. Hafnargjöld sem skipin greiddu til Faxaflóahafna námu 240 milljónum króna. Hagnaðurinn almennt af komu þessara ferðamanna er þó miklu meiri en þessar tölur segja til um. Fyrirtækið Atlantic hefur í 37 ár verið umboðsaðili fyrir skemmtiferðaskip um allt land. Þar verður vart breytinga á tilhögun skipaferðanna en í ár stoppa fleiri skip yfir nótt. „Flestir fara í rútuferðir en svo eru alltaf fleiri og fleiri sem kaupa sér dýrari skoðunarferðir, eins og útsýnisflug og jafnvel þyrluflug og aðra nýja afþreyingu,“ sagði Katrín í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Margskonar tekjulindTekjur vegna komu skipanna verða til á mörgum stöðum, eins og vegna eldsneytiskaupa, og kostur er keyptur hjá heildsölum í borginni. Samkvæmt könnun Sjávarklasans haustið 2012 er áætlaður matarkostnaður skemmtiferðaskipa hátt í þrír milljarðar á öllu landinu. Reykvísk fyrirtæki fá einnig tekjur af skipulögðum ferðum út á land svo ekki fer allur gjaldeyririnn bara í gullna hringinn, þótt það gagnist líka fyrirtækjum í borginni þegar allt kemur til alls. „Þó ferðamennirnir fari út úr borginni, þá eru þeir að kaupa þjónustu sem er starfrækt hér í Reykjavík, þannig að ef við tökum hinn dæmigerða farþega skemmtiferðaskips sem fer gullhringinn, þá er hann kannski í rútu sem gerð er út frá Reykjavík og með farastjóra þaðan, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Kristín.Oftar sem skip skipta um áhöfnSkipin skipta einnig oftar um áhöfn og þá framlengja flestir dvölina hér á landi. „Síðustu ár er orðið algengara að skipaferðirnar byrji og endi hér á Íslandi. Í stað þess að nota Ísland sem viðkomuhöfn, þá er aðalstaðurinn hér og farið er hringinn kringum landið. Svo skipta þeir alfarið um alla farþegana eftir það og taka nýja um borð,“ útskýrir Kristín. Þarf fríar skutluferðirEnn er til mikils að vinna segir Kristín, en í sumum skipum fara allt að fjörutíu prósent farþeganna aldrei frá borði og þess virði að fá þá til að koma inn í borgina til að versla eða kaupa veitingar. „Það þarf að ná til þeirra farþega sem ekki fara í skipulagðar skoðunarferðir og auka aðgengi þeirra að miðborginni. Flest skipin leggjast að Skarfabakka, sem ekki er í göngufæri frá miðbænum nema fyrir þá allra frískustu. Margar erlendar borgir bjóða upp á fríar skutluferðir milli hafnarinnar og miðbæjarins til þess að draga fólk frá borði og inn í bæ.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira