Matthías gulltryggði sæti Rosenborg í næstu umferð | Hjálmar kom ekkert við sögu Kristinn Páll Teitsson skrifar 6. ágúst 2015 19:15 Leikmenn Rosenborg fagna marki. Vísir/getty Matthías Vilhjálmsson gulltryggði sæti Rosenborg í 4. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar með fyrsta marki sínu fyrir félagið er hann skoraði síðasta mark leiksins í 3-1 sigri Rosenborg á ungverska félaginu Debrecen. Mattías kom stuttu áður inná fyrir fyrrum liðsfélaga sinn hjá FH, Alexander Söderlund. Hólmar Örn Eyjólfsson var að vanda í byrjunarliði Rosenborg sem vann fyrri leik liðanna í Ungverjalandi 3-1. Norska félagið komst 2-0 yfir með mörkum frá Alexander Söderlund og Mike Jensen en stuttu fyrir lok fyrri hálfleiks náði ungverska félagið að minnka muninn. Róðurinn varð þyngri fyrir gestina frá Ungverjalandi þegar Peter Mate fékk sitt annað gula spjald í upphafi seinni hálfleiksins. Matthías kom inná fyrir Söderlund þegar korter var til leiksloka og gerði endanlega út um leikinn með sínu fyrsta marki fyrir félagið og þriðja marki Rosenborg þegar tæpar fimm mínútur voru til leiksloka. Tókst hvorugu liðinu að bæta við mörkum og lauk leiknum með 3-1 sigri Rosenborg og samanlagt 6-3 fyrir norska félaginu. Í Gautaborg sat Hjálmar Jónsson á varamannabekknum allan leikinn í 0-0 jafntefli gegn portúgalska félaginu Belenenses sem Helgi Valur Daníelsson og Eggert Gunnþór Jónsson léku fyrir um tíma. Fyrri leik liðanna lauk með 2-1 sigri Belenenses en hvorugu liðinu tókst að skora í kvöld og komst portúgalska félagið því naumlega áfram í 4. umferð. Þá náðu FH-banarnir í Inter Baku óvæntu markalausu jafntefli gegn Athletic Bilbao á heimavelli en fyrri leik liðanna lauk með 2-0 sigri spænska félagsins.Úrslit dagsins: Gabala 1-0 Apollon (2-1 samanlagt, Gabala áfram) Inter Baku 0-0 Athletic Bilbao (0-2 samanlagt, Athletic Bilbao áfram) Omonia 2-2 Bröndby (2-2 samanlagt, Bröndby áfram á útivallarmarkareglunni)+ Rubin Kazar 1-1 Sturm Graz (3-2 samanlagt, Ruben Kazar áfram) Göteborg 0-0 Belenenses (1-2 samanlagt, Belenenses áfram) Odd 2-0 Elfsborg (3-2 samanalagt, Odd áfram) Rosenborg 3-1 Debrecen (6-3 samanlagt, Rosenborg áfram) Shmona 0-3 Liberec (1-5 samanalagt, Liberec áfram) Stromsgodset 0-2 Hajduk Split (0-4 samanlagt, Hajduk Split áfram) Evrópudeild UEFA Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Fleiri fréttir Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjá meira
Matthías Vilhjálmsson gulltryggði sæti Rosenborg í 4. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar með fyrsta marki sínu fyrir félagið er hann skoraði síðasta mark leiksins í 3-1 sigri Rosenborg á ungverska félaginu Debrecen. Mattías kom stuttu áður inná fyrir fyrrum liðsfélaga sinn hjá FH, Alexander Söderlund. Hólmar Örn Eyjólfsson var að vanda í byrjunarliði Rosenborg sem vann fyrri leik liðanna í Ungverjalandi 3-1. Norska félagið komst 2-0 yfir með mörkum frá Alexander Söderlund og Mike Jensen en stuttu fyrir lok fyrri hálfleiks náði ungverska félagið að minnka muninn. Róðurinn varð þyngri fyrir gestina frá Ungverjalandi þegar Peter Mate fékk sitt annað gula spjald í upphafi seinni hálfleiksins. Matthías kom inná fyrir Söderlund þegar korter var til leiksloka og gerði endanlega út um leikinn með sínu fyrsta marki fyrir félagið og þriðja marki Rosenborg þegar tæpar fimm mínútur voru til leiksloka. Tókst hvorugu liðinu að bæta við mörkum og lauk leiknum með 3-1 sigri Rosenborg og samanlagt 6-3 fyrir norska félaginu. Í Gautaborg sat Hjálmar Jónsson á varamannabekknum allan leikinn í 0-0 jafntefli gegn portúgalska félaginu Belenenses sem Helgi Valur Daníelsson og Eggert Gunnþór Jónsson léku fyrir um tíma. Fyrri leik liðanna lauk með 2-1 sigri Belenenses en hvorugu liðinu tókst að skora í kvöld og komst portúgalska félagið því naumlega áfram í 4. umferð. Þá náðu FH-banarnir í Inter Baku óvæntu markalausu jafntefli gegn Athletic Bilbao á heimavelli en fyrri leik liðanna lauk með 2-0 sigri spænska félagsins.Úrslit dagsins: Gabala 1-0 Apollon (2-1 samanlagt, Gabala áfram) Inter Baku 0-0 Athletic Bilbao (0-2 samanlagt, Athletic Bilbao áfram) Omonia 2-2 Bröndby (2-2 samanlagt, Bröndby áfram á útivallarmarkareglunni)+ Rubin Kazar 1-1 Sturm Graz (3-2 samanlagt, Ruben Kazar áfram) Göteborg 0-0 Belenenses (1-2 samanlagt, Belenenses áfram) Odd 2-0 Elfsborg (3-2 samanalagt, Odd áfram) Rosenborg 3-1 Debrecen (6-3 samanlagt, Rosenborg áfram) Shmona 0-3 Liberec (1-5 samanalagt, Liberec áfram) Stromsgodset 0-2 Hajduk Split (0-4 samanlagt, Hajduk Split áfram)
Evrópudeild UEFA Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Fleiri fréttir Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjá meira