Gekk nakinn eftir Laugaveginum Birgir Olgeirsson skrifar 6. ágúst 2015 11:53 Fjöldi fólks fer um Laugaveginn á degi hverjum. Vísir Laugavegurinn státar jafnan af fjölbreyttu mannlífi og ekki síst nú í sumar þar sem fjöldi ferðamanna er vanalega þar á ferð á hverjum degi. Nú í morgun blasti við óvenjuleg sjón því nakinn karlmaður sást ganga eftir götunni. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til og hafði afskipti af manninum. Þess ber að geta að ekkert ákvæði í hegningar- eða lögreglulögum leggur blátt bann við nekt á almannafæri. Á Vísindavef Háskóla Íslands er tekið fram að í 209. grein hegningarlaga sé að finna bann við því að særa blygðunarkennd manna með lostugu athæfi en sennilega þyrfti meira til en bara nekt á almannafæri til að brotið yrði fellt undir það ákvæði. Á Vísindavefnum er þó tekið fram að í lögreglusamþykktum margra sveitarfélaga sé að finna ákvæði sem fela í sér bann við ósæmilegri háttsemi eða hegðun og getur nekt á almannafæri fallið þar undir. Ef nektin er til þess fallin að ögra fólki eða valda ónæði þá er líklegt að hún bryti gegn ákvæðum lögreglusamþykktar og nefnir Vísindavefurinn sem dæmi mann sem gengur nakinn niður Laugaveginn án sýnilegrar ástæðu. Þessi uppákoma í morgun vakti því athygli viðstaddra og þá sér í lagi ferðamanna sem sáu manninn en samkvæmt sjónarvottum spurðu nokkrir: „Er þetta alltaf svona hérna?“Uppfært klukkan 13:25:Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var maðurinn færður undir hendur lækna á geðheilbrigðissviði. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Laugavegurinn státar jafnan af fjölbreyttu mannlífi og ekki síst nú í sumar þar sem fjöldi ferðamanna er vanalega þar á ferð á hverjum degi. Nú í morgun blasti við óvenjuleg sjón því nakinn karlmaður sást ganga eftir götunni. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til og hafði afskipti af manninum. Þess ber að geta að ekkert ákvæði í hegningar- eða lögreglulögum leggur blátt bann við nekt á almannafæri. Á Vísindavef Háskóla Íslands er tekið fram að í 209. grein hegningarlaga sé að finna bann við því að særa blygðunarkennd manna með lostugu athæfi en sennilega þyrfti meira til en bara nekt á almannafæri til að brotið yrði fellt undir það ákvæði. Á Vísindavefnum er þó tekið fram að í lögreglusamþykktum margra sveitarfélaga sé að finna ákvæði sem fela í sér bann við ósæmilegri háttsemi eða hegðun og getur nekt á almannafæri fallið þar undir. Ef nektin er til þess fallin að ögra fólki eða valda ónæði þá er líklegt að hún bryti gegn ákvæðum lögreglusamþykktar og nefnir Vísindavefurinn sem dæmi mann sem gengur nakinn niður Laugaveginn án sýnilegrar ástæðu. Þessi uppákoma í morgun vakti því athygli viðstaddra og þá sér í lagi ferðamanna sem sáu manninn en samkvæmt sjónarvottum spurðu nokkrir: „Er þetta alltaf svona hérna?“Uppfært klukkan 13:25:Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var maðurinn færður undir hendur lækna á geðheilbrigðissviði.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira