Óli Jó: Teljum stigin að móti loknu | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. ágúst 2015 19:00 Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, mætir í Kaplakrika á morgun í fyrsta skipti síðan hann hætti sem þjálfari FH árið 2007. Ólafur náði frábærum árangri með FH en undir hans stjórn varð liðið þrívegis Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari. „Það verður gaman að koma þangað. Mér hefur yfirleitt gengið vel í Krikanum og vonandi verður það svoleiðis áfram,“ sagði Ólafur í samtali við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2. Valsmenn hafa spilað vel undir stjórn Ólafs í sumar og eru í 3. sæti Pepsi-deildarinnar, aðeins þremur stigum frá toppliði FH sem þeir geta náð að stigum með sigri á morgun. Þá er Valur kominn í úrslit Borgunarbikarsins. En kemur þessi góði árangur Vals Ólafi á óvart? „Bæði og. En jú, ég verð að viðurkenna að ef einhver hefði boðið mér að vera rétt fyrir aftan FH og KR á þessum tímapunkti hefði ég þegið það,“ sagði Ólafur. „En eins og ég hef sagt áður erum við með fínt fótboltalið og höfum náð að búa til gott lið hérna,“ asgði Ólafur sem segir að leikurinn gegn FH sé stærsta próf Vals á tímabilinu. En hvað finnst Ólafi um frammistöðu síns gamla liðs á tímabilinu? „FH-liðið er skipað frábærum leikmönnum og er í efsta sæti deildarinnar. Ég held það sé ekki hægt að gera betur en þeir eru að gera núna. Þeir eru að spila mjög vel,“ sagði Ólafur kankvís en getur Valur farið alla leið og unnið Íslandsmeistaratitilinn? „Við erum s.s. ekki farnir að velta því fyrir okkur en við erum í þessum efri pakka eins og staðan er núna og viljum vera þar sem lengst. Svo teljum við bara upp úr pokunum þegar mótið er búið.“ Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Körfubolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Fleiri fréttir ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Sjá meira
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, mætir í Kaplakrika á morgun í fyrsta skipti síðan hann hætti sem þjálfari FH árið 2007. Ólafur náði frábærum árangri með FH en undir hans stjórn varð liðið þrívegis Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari. „Það verður gaman að koma þangað. Mér hefur yfirleitt gengið vel í Krikanum og vonandi verður það svoleiðis áfram,“ sagði Ólafur í samtali við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2. Valsmenn hafa spilað vel undir stjórn Ólafs í sumar og eru í 3. sæti Pepsi-deildarinnar, aðeins þremur stigum frá toppliði FH sem þeir geta náð að stigum með sigri á morgun. Þá er Valur kominn í úrslit Borgunarbikarsins. En kemur þessi góði árangur Vals Ólafi á óvart? „Bæði og. En jú, ég verð að viðurkenna að ef einhver hefði boðið mér að vera rétt fyrir aftan FH og KR á þessum tímapunkti hefði ég þegið það,“ sagði Ólafur. „En eins og ég hef sagt áður erum við með fínt fótboltalið og höfum náð að búa til gott lið hérna,“ asgði Ólafur sem segir að leikurinn gegn FH sé stærsta próf Vals á tímabilinu. En hvað finnst Ólafi um frammistöðu síns gamla liðs á tímabilinu? „FH-liðið er skipað frábærum leikmönnum og er í efsta sæti deildarinnar. Ég held það sé ekki hægt að gera betur en þeir eru að gera núna. Þeir eru að spila mjög vel,“ sagði Ólafur kankvís en getur Valur farið alla leið og unnið Íslandsmeistaratitilinn? „Við erum s.s. ekki farnir að velta því fyrir okkur en við erum í þessum efri pakka eins og staðan er núna og viljum vera þar sem lengst. Svo teljum við bara upp úr pokunum þegar mótið er búið.“ Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Körfubolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Fleiri fréttir ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Sjá meira