Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á norðanverðum Vestfjörðum voru kallaðar út fyrir stundu til leitar að göngumanni á Hornströndum.
Maðurinn hafði samband við Neyðarlínu, sagðist villtur upp af Lónafirði á milli Jökulfjarða og Hornstranda.
Fram kemur í tilkynningu að lítið skyggni sé á svæðinu og maðurinn sem er frá Frakklandi gat illa lýst aðstæðum.
Farsími mannsins er að verða rafhlöðulaus.
Sigla þarf björgunarmönnum á björgunarskipi og bátum á svæðið og eru þeir á leið þangað núna.
Uppfært 22:20
Maðurinn er fundinn.
Franskur ferðamaðurinn fundinn
Stefán Ó. Jónsson skrifar

Mest lesið




Banaslys varð í Vík í Mýrdal
Innlent


Hvernig skiptast fylkingarnar?
Innlent




„Við gefumst ekki upp á ykkur“
Innlent