Íslenska karlalandsliðið í körfubolta heldur utan til Eistlands á morgun þar sem liðið tekur þátt í fjögurra liða móti.
Þar munu strákarnir spila aftur við Holland sem og að spila við heimamenn og landslið Filipseyja. Þetta verður í fyrsta skipti sem Ísland og Filipseyjar mætast á körfuboltavellinum.
Leikirnir hjá okkar mönnum munu fara fram 20., 21. og 22. ágúst. Fyrst er leikið við Eista, svo Holland og loks Filipseyjar.
Fjórtán leikmenn fara utan að þessu sinni og Sigurður Þorvaldsson er hvíldur. Hann mun halda áfram að æfa með liðinu er það kemur til baka.
Hópurinn
Martin Hermannsson, LIU University
Axel Kárason, Svendborg Rabbits
Ragnar Nathanaelsson, Þór Þorlákshöfn
Jakob Örn Sigurðarson, Borås Basket
Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Solna Vikings
Hlynur Bæringsson, Sundsvall Dragons
Jón Arnór Stefánsson, Unicaja Malaga
Helgi Már Magnússon, KR
Hörður Axel Vilhjálmsson, Trikala BC
Logi Gunnarsson, Njarðvík
Pavel Ermolinskij, KR
Haukur Helgi Pálsson, LF Basket
Ægir Þór Steinarsson, Sundsvall Dragons
Brynjar Þór Björnsson, KR

