Nauðlending í Súðavíkurhlíð: Var byrjaður að skrifa kveðjur til ættingja og vina Birgir Olgeirsson skrifar 14. ágúst 2015 10:59 Frá vettvangi í gær þar sem vélinni var nauðlent á veginum um Súðavíkurhlíð. Vísir/Þórður Kr. Sigurðsson. „Þetta var bara þvílík heppni,“ segir Steinþór Jón Gunnarsson sem var farþegi í flugvél sem yngri bróðir hans, Egill Ari Gunnarsson, nauðlenti á veginum um Súðavíkurhlíð um hádegisbilið í gær. Flugvélin hafði tekið á loft skömmu áður á Ísafjarðarflugvelli en lenti í vandræðum sem varð til þess að nauðlenda þurfti vélinni á veginum. Atvikið er nú til rannsóknar hjá flugslysasviði Rannsóknarnefndar samgönguslysa en fulltrúar þeirra nefndar mættu vestur í gær til að kanna vettvang. Tildrög nauðlendingarinnar eru ókunn á þessari stundu en samkvæmt heimildum Vísis missti vélin afl með fyrrgreindum afleiðingum. Steinþóri er óheimilt að tjá sig um aðdragandann á meðan málið er í rannsókn en segir þá bræður fegna að vera á lífi.Steinþór Jón Gunnarsson segir þá bræður hafa fagnað eins og þeir hefðu orðið heimsmeistarar í fótbolta þegar flugvélin var stöðvuð.Vísir/Facebook.„Það voru andartök á milli lífs og dauða þarna. Við fögnuðum eins og við værum orðnir heimsmeistarar í fótbolta eftir að vélin var stöðvuð,“ segir Steinþór sem var byrjaður að skrifa kveðjur til ættingja og vina á meðan nauðlendingunni stóð. „Ég hélt á svona blaði þar sem þú skrifar niður tímann sem þú ferð í loftið og fleira í þeim dúr. Ég var byrjaður að skrifa skilaboð og kveðjur til ættingja og vina. Við héldum fyrst að við værum fara upp í klettana eða fjöruna,“ segir Steinþór en fyrir ofan veginn sem þeir lentu á er snarbrött Súðavíkurhlíð og fyrir neðan hann stórgrýtt fjara. Hann segir bróður sinn hafa staðið sig eins og hetju við að nauðlenda vélinni á þessum stað. „Það er náttúrlega ótrúlegt afrek að hafa náð að lenda henni svona, það segir sig sjálft, og á þessum stað.“ Báðir sluppu þeir ómeiddir en Steinþór segir mesta áfallið hafa komið yfir hann í seint gærkvöldi og í dag. „Maður gerir ekkert annað en að hugsa um þetta aftur og aftur,“ segir Steinþór sem segist þó ekki hræddur við að fara aftur upp í flugvél. „Nei, nei, við lentum heilir á höldnu og það slasaðist enginn. En þetta fór engu að síður betur en á horfðist.“Að neðan má sjá hvar bræðurnir lentu við Súðavíkurhlíð í gær.Vélin staðnæmdist nokkur hundruð metra frá Arnarneshamarsgatinu í Súðavíkurhlíð.Vísir/loftmyndir.is Fréttir af flugi Tengdar fréttir Lítil flugvél nauðlenti í Súðavíkurhlíð Tveir voru um borð og sluppu án meiðsla. 13. ágúst 2015 13:45 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Þetta var bara þvílík heppni,“ segir Steinþór Jón Gunnarsson sem var farþegi í flugvél sem yngri bróðir hans, Egill Ari Gunnarsson, nauðlenti á veginum um Súðavíkurhlíð um hádegisbilið í gær. Flugvélin hafði tekið á loft skömmu áður á Ísafjarðarflugvelli en lenti í vandræðum sem varð til þess að nauðlenda þurfti vélinni á veginum. Atvikið er nú til rannsóknar hjá flugslysasviði Rannsóknarnefndar samgönguslysa en fulltrúar þeirra nefndar mættu vestur í gær til að kanna vettvang. Tildrög nauðlendingarinnar eru ókunn á þessari stundu en samkvæmt heimildum Vísis missti vélin afl með fyrrgreindum afleiðingum. Steinþóri er óheimilt að tjá sig um aðdragandann á meðan málið er í rannsókn en segir þá bræður fegna að vera á lífi.Steinþór Jón Gunnarsson segir þá bræður hafa fagnað eins og þeir hefðu orðið heimsmeistarar í fótbolta þegar flugvélin var stöðvuð.Vísir/Facebook.„Það voru andartök á milli lífs og dauða þarna. Við fögnuðum eins og við værum orðnir heimsmeistarar í fótbolta eftir að vélin var stöðvuð,“ segir Steinþór sem var byrjaður að skrifa kveðjur til ættingja og vina á meðan nauðlendingunni stóð. „Ég hélt á svona blaði þar sem þú skrifar niður tímann sem þú ferð í loftið og fleira í þeim dúr. Ég var byrjaður að skrifa skilaboð og kveðjur til ættingja og vina. Við héldum fyrst að við værum fara upp í klettana eða fjöruna,“ segir Steinþór en fyrir ofan veginn sem þeir lentu á er snarbrött Súðavíkurhlíð og fyrir neðan hann stórgrýtt fjara. Hann segir bróður sinn hafa staðið sig eins og hetju við að nauðlenda vélinni á þessum stað. „Það er náttúrlega ótrúlegt afrek að hafa náð að lenda henni svona, það segir sig sjálft, og á þessum stað.“ Báðir sluppu þeir ómeiddir en Steinþór segir mesta áfallið hafa komið yfir hann í seint gærkvöldi og í dag. „Maður gerir ekkert annað en að hugsa um þetta aftur og aftur,“ segir Steinþór sem segist þó ekki hræddur við að fara aftur upp í flugvél. „Nei, nei, við lentum heilir á höldnu og það slasaðist enginn. En þetta fór engu að síður betur en á horfðist.“Að neðan má sjá hvar bræðurnir lentu við Súðavíkurhlíð í gær.Vélin staðnæmdist nokkur hundruð metra frá Arnarneshamarsgatinu í Súðavíkurhlíð.Vísir/loftmyndir.is
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Lítil flugvél nauðlenti í Súðavíkurhlíð Tveir voru um borð og sluppu án meiðsla. 13. ágúst 2015 13:45 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Lítil flugvél nauðlenti í Súðavíkurhlíð Tveir voru um borð og sluppu án meiðsla. 13. ágúst 2015 13:45