Mig hefur dreymt um þetta lengi Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. ágúst 2015 06:00 Afmælisbörn gærdagsins. Mynd/KKÍ/Kristinn Geir „Það er auðvitað komin töluverð spenna en reynslumiklu leikmenn liðsins eru að halda okkur niðri á jörðinni og minna okkur á að halda einbeitingu,“ sagði Ragnar Nathanaelsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans í Póllandi í gær. Lokaundirbúningur íslenska liðsins fyrir Eurobasket hefst á morgun á æfingarmóti í Póllandi en fyrsti leikur á mótinu er gegn Þýskalandi eftir rúma viku. „Þótt að við séum að spila gegn sterkustu þjóðum heims vitum við að við þurfum að mæta og spila körfubolta. Þegar við lendum í Berlín þá held ég að kjaftshöggið komi sem minni okkur á hvað við erum að fara að gera.“ Ragnar gæti reynst liðinu gríðarlega mikilvægur á mótinu en hann er eini leikmaður liðsins sem er hærri en 2 metrar. Gætu allir 218 sentímetrarnir hans reynst liðinu mikilvægur inn í teignum. „Við erum búnir að æfa mikið hvar ég á að staðsetja mig ásamt því að æfa vagg og veltu (e. pick and roll) í sóknarleiknum því ég er nokkuð snöggur í fótunum miðað við stærð. Við munum reyna að nota það eitthvað og svo mun ég einblína á stærstu mennina í vörninni,“ sagði Ragnar sem fær að kljást við hluta af bestu körfuboltamönnum í heimi í sinni stöðu. „Ég er gríðarlega spenntur fyrir því að spila gegn liði með jafn stórum leikmönnum og við erum að fara að spila við. Þetta verður góð prófraun á mig sem leikmann og ég mun gefa allt mitt á þessum mínútum sem ég fæ.“ Ragnar sagði að undirbúningurinn fyrir mótið hefði gengið vel en liðið hefur æft töluvert saman í sumar. „Sá sem fer inn á í hvert sinn mun gera hvað sem hann getur til þess að þóknast liðinu sem best. Við erum að reyna að koma því hugarfari að liðinu að spila sem lið í öllum leikjum. Við höfum eytt töluverðum tíma saman utan vallar og erum orðinn mjög samheldinn hópur,“ sagði Ragnar sem sagði að æfingarleikir liðsins hefðu aðstoðað við undirbúninginn. „Við erum búnir að spila mun fleiri leiki í ár heldur en í fyrra og fyrir vikið komið mun betra flæði í leik liðsins. Í fyrra vorum við örlítið að fela okkur fyrir Bretum og Bosníumönnum en í ár gátum við tekið æfingarleiki til þess að spila okkur betur saman.“ „Við þekkjum kerfin öll mun betur og hvorn annan mun betur fyrir vikið og það er mun betra. Þegar við vorum að æfa kerfin á æfingu vorum við að æfa gegn hvor öðrum sem þekktum kerfin og það var því engin prófraun á þetta sem Craig vill gera. “ Ragnar var valinn á dögunum í leikmannahóp liðsins þegar skorið var niður um þrjá leikmenn en hann sagði að þungu fargi hefði verið létt af sér um leið og hann heyrði tíðindin. „Það var þvílíkur léttir þegar Craig sagði mér að ég yrði hluti af hópnum enda búinn að eyða öllu sumrinu í þetta. Það er mikill heiður að fá að vera partur af þessu liði, manni hefur dreymt um þetta lengi. Það verður gaman að sjá hvar við stöndum gegn þessum stóru þjóðum.“ Ragnar fagnaði óvenjulegum afmælisdegi í gær í æfingarbúðum í Póllandi hann og Helgi Már Magnússon áttu báðir afmæli í gær. „Þetta er töluvert öðruvísi en vanalega. Ég kom afmælispakka á Helga, eðal skegg olíu, en ég á eftir að fá gjöf á móti,“ sagði Ragnar, léttur í lund að lokum. EM 2015 í Berlín Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Sjá meira
„Það er auðvitað komin töluverð spenna en reynslumiklu leikmenn liðsins eru að halda okkur niðri á jörðinni og minna okkur á að halda einbeitingu,“ sagði Ragnar Nathanaelsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans í Póllandi í gær. Lokaundirbúningur íslenska liðsins fyrir Eurobasket hefst á morgun á æfingarmóti í Póllandi en fyrsti leikur á mótinu er gegn Þýskalandi eftir rúma viku. „Þótt að við séum að spila gegn sterkustu þjóðum heims vitum við að við þurfum að mæta og spila körfubolta. Þegar við lendum í Berlín þá held ég að kjaftshöggið komi sem minni okkur á hvað við erum að fara að gera.“ Ragnar gæti reynst liðinu gríðarlega mikilvægur á mótinu en hann er eini leikmaður liðsins sem er hærri en 2 metrar. Gætu allir 218 sentímetrarnir hans reynst liðinu mikilvægur inn í teignum. „Við erum búnir að æfa mikið hvar ég á að staðsetja mig ásamt því að æfa vagg og veltu (e. pick and roll) í sóknarleiknum því ég er nokkuð snöggur í fótunum miðað við stærð. Við munum reyna að nota það eitthvað og svo mun ég einblína á stærstu mennina í vörninni,“ sagði Ragnar sem fær að kljást við hluta af bestu körfuboltamönnum í heimi í sinni stöðu. „Ég er gríðarlega spenntur fyrir því að spila gegn liði með jafn stórum leikmönnum og við erum að fara að spila við. Þetta verður góð prófraun á mig sem leikmann og ég mun gefa allt mitt á þessum mínútum sem ég fæ.“ Ragnar sagði að undirbúningurinn fyrir mótið hefði gengið vel en liðið hefur æft töluvert saman í sumar. „Sá sem fer inn á í hvert sinn mun gera hvað sem hann getur til þess að þóknast liðinu sem best. Við erum að reyna að koma því hugarfari að liðinu að spila sem lið í öllum leikjum. Við höfum eytt töluverðum tíma saman utan vallar og erum orðinn mjög samheldinn hópur,“ sagði Ragnar sem sagði að æfingarleikir liðsins hefðu aðstoðað við undirbúninginn. „Við erum búnir að spila mun fleiri leiki í ár heldur en í fyrra og fyrir vikið komið mun betra flæði í leik liðsins. Í fyrra vorum við örlítið að fela okkur fyrir Bretum og Bosníumönnum en í ár gátum við tekið æfingarleiki til þess að spila okkur betur saman.“ „Við þekkjum kerfin öll mun betur og hvorn annan mun betur fyrir vikið og það er mun betra. Þegar við vorum að æfa kerfin á æfingu vorum við að æfa gegn hvor öðrum sem þekktum kerfin og það var því engin prófraun á þetta sem Craig vill gera. “ Ragnar var valinn á dögunum í leikmannahóp liðsins þegar skorið var niður um þrjá leikmenn en hann sagði að þungu fargi hefði verið létt af sér um leið og hann heyrði tíðindin. „Það var þvílíkur léttir þegar Craig sagði mér að ég yrði hluti af hópnum enda búinn að eyða öllu sumrinu í þetta. Það er mikill heiður að fá að vera partur af þessu liði, manni hefur dreymt um þetta lengi. Það verður gaman að sjá hvar við stöndum gegn þessum stóru þjóðum.“ Ragnar fagnaði óvenjulegum afmælisdegi í gær í æfingarbúðum í Póllandi hann og Helgi Már Magnússon áttu báðir afmæli í gær. „Þetta er töluvert öðruvísi en vanalega. Ég kom afmælispakka á Helga, eðal skegg olíu, en ég á eftir að fá gjöf á móti,“ sagði Ragnar, léttur í lund að lokum.
EM 2015 í Berlín Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Sjá meira