Seyðisfjarðardeild Rauða krossins opnaði í gærkvöld fjöldahjálparstöð fyrir ferðamenn vegna úrhellisrigningar á Seyðisfirði.
Guðjón Sigurðsson, formaður Seyðisfjarðardeildar Rauða krossins, segir að um fimmtán ferðamenn hafi gist í hjálparmiðstöðinni í nótt. Einhverjir Íslendingar leituðu í miðstöðina eftir að hafa þurft að snúa frá tjaldstæðinu í bænum.
Það er búið að stytta upp og Norræna fer frá Seyðisfirði í kvöld sem þýðir að gistirými losnar en aðstoðin var hugsuð fyrir þá ferðamenn sem ætluðu að gista í tjöldum. Fjöldahjálparstöðin verður því ekki opin í nótt.
Sjálfboðaliðar Rauða krossins á Seyðisfirði mönnuðu fjöldahjálparstöðina.Samkvæmt vef Veðurstofu Íslands var rigningin 75,5 millimetrar á Seyðisfirði í gær. Hún var hins vegar 99 millimetrar á Dalatanga.
Fimmtán gistu í fjöldahjálparstöð á Seyðisfirði í nótt

Tengdar fréttir

Fjöldahjálparstöð opnuð vegna úrhellis á Seyðisfirði
„Tjöldin voru komin á flot og það má eiginlega segja að það voru komnar sundlaugar í þeim.“