Sigurmark Steven Lennon kom í uppbótartíma leiksins þegar allt leit út fyrir að FH-ingar væru að tapa tveimur mikilvægum stigum.
Lennon hafði komið inná sem varamaður fyrir Atli Viðar Björnsson en Atli Viðar hafði fengið færi til þess að skora í þessum leik.
Steven Lennon skoraði markið sitt eftir stoðsendingu frá Atla Guðnasyni en þetta er ekki fyrsta markið sem þeir búa til saman.
Steven Lennon fór annars illa með Leiknismenn í Pepsi-deildinni í sumar því hann skoraði þrennu í fyrri leiknum. Ef þessara marka hefði ekki notið við þá væri Leiknisliðið með fjögur fleiri stig en það er með í dag.
Hér fyrir neðan má sjá sigurmarkið hjá Steven Lennon á Leiknisvellinum í kvöld.