Andri Fannar hefur verið fastamaður í Valsliðinu á yfirstandandi leiktíð og fyrir utan að vera leikmaður meistarflokks þá er Andri Fannar einnig yfirþjálfari yngri flokka félagsins í knattspyrnu.
Andri Fannar er uppalinn KA-maður og lék sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2008. Andri kom til Vals 2011 og hefur á sínum ferli spilað 74 leiki með Val og skorað 3 mörk. Hann varð þó ekki hreinn byrjunarmaður í Valsliðinu fyrr en á þessu tímabili.
Andri Fannar hefur spilað bæði sem miðjumaður og hægri bakvörður í Valsliðinu í sumar. Hann er annar leikmaðurinn á stuttum tíma sem framlengir við Val.
Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Valsliðsins, framlengdi fyrr í vikunni sinn samning til ársins 2018.
