Ekki viss um að öll lið myndu komast upp með þetta Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. ágúst 2015 07:29 Forráðamenn ÍBV voru mjög svekktir út í KR í gær og fóru fram á að fá dæmdan sigur í leiknum sem þeir áttu að spila gegn KR í gær. Aðeins hluti KR-liðsins komst til Eyja þar sem ekki var hægt að lenda vegna þoku. Leiknum var því frestað. Eyjamenn voru mjög súrir enda voru samgöngur til Eyja í gegnum Landeyjahöfn opnar allan gærdaginn en KR-ingar tóku áhættuna og flugu. Því fór sem fór. „Menn eru mjög svekktir. Okkur þykir KR taka mikinn séns með því að bóka flug, að hausti til, til Vestmannaeyja með tveggja tíma fyrirvara. Þetta er dýrt spaug. Ég er ekki viss um að öll lið myndu komast upp með þetta," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari ÍBv, svekktur. „Þessi veðurspá var komin í gær. Það er fært núna og þeir hefðu komist ef þeir hefðu beðið aðeins út á velli," sagði Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV.Bréfið sem ÍBV sendi KSÍ.Seint í gærkvöldi sendi ÍBV síðan bréf til KSÍ þar sem lið fór fram á að fá dæmdan sigur í leiknum. Svona er bréfið.Knattspyrnuráð ÍBV mótmælir harðlega þeirri niðurstöðu mótanefndar KSÍ að fresta leik ÍBV gegn KR í 16. umferð Pepsi-deildarinnar sem fara fram átti kl. 18.00 í dag á Hásteinsvelli.Það eru búnar að vera greiðar samgöngur milli lands og Eyja í allan dag og engin gild ástæða fyrir frestun leiksins.Allir sem tengjast leiknum, dómarar, fjölmiðlamenn, áhöfn útsendingarbíls, lýsendur og fleiri eru komnir á vettvang vandræðalaust. Allir, nema hluti KR-hópsins, sem það félag ákvað að skyldi velja eina ferðamátann sem var vafasamur í dag vegna veðurspár.KR á að sjálfsögðu að bera hallann af því og vera dæmdur leikurinn tapaður ef þeir mæta ekki til hans.Knattspyrnuráð ÍBV krefst þess að mótanefnd KSÍ endurskoði þessa ákvörðun og að KR verði dæmdur leikurinn tapaður." Svo mörg voru þau orð. Pepsi-mörkunum var ekki frestað þrátt fyrir þessa uppákomu sem var eðlilega rædd í þættinum. „Mér finnst að KR-ingar hafi átt að fara fyrr til Eyja. Eyjamenn hafa ekki misst af útileik í 20 ár og komast alltaf upp á land. KR er greinilega að starfa eftir regluverki KSÍ en ef það er tæpt þá eiga lið bara að taka bátinn. Það liggur beint við," sagði Hjörtur Hjartarson, sérfræðingur Pepsi-markanna. Umræðuna um þessa uppákomu má sjá hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik ÍBV og KR frestað til morgundagsins Fresta þurfti leik ÍBV og KR í Pepsi-deild karla um einn dag vegna þoku en flugvél KR gat ekki lent á flugvellinum í Vestmannaeyjum. 20. ágúst 2015 16:58 Hvað segir Twitter um frestunina á leik KR og ÍBV? Sem kunnugt er hefur leik ÍBV og KR í 16. umferð Pepsi-deildar karla verið frestað til morguns vegna þoku í Vestmannaeyjum. 20. ágúst 2015 18:02 Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Sjá meira
Forráðamenn ÍBV voru mjög svekktir út í KR í gær og fóru fram á að fá dæmdan sigur í leiknum sem þeir áttu að spila gegn KR í gær. Aðeins hluti KR-liðsins komst til Eyja þar sem ekki var hægt að lenda vegna þoku. Leiknum var því frestað. Eyjamenn voru mjög súrir enda voru samgöngur til Eyja í gegnum Landeyjahöfn opnar allan gærdaginn en KR-ingar tóku áhættuna og flugu. Því fór sem fór. „Menn eru mjög svekktir. Okkur þykir KR taka mikinn séns með því að bóka flug, að hausti til, til Vestmannaeyja með tveggja tíma fyrirvara. Þetta er dýrt spaug. Ég er ekki viss um að öll lið myndu komast upp með þetta," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari ÍBv, svekktur. „Þessi veðurspá var komin í gær. Það er fært núna og þeir hefðu komist ef þeir hefðu beðið aðeins út á velli," sagði Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV.Bréfið sem ÍBV sendi KSÍ.Seint í gærkvöldi sendi ÍBV síðan bréf til KSÍ þar sem lið fór fram á að fá dæmdan sigur í leiknum. Svona er bréfið.Knattspyrnuráð ÍBV mótmælir harðlega þeirri niðurstöðu mótanefndar KSÍ að fresta leik ÍBV gegn KR í 16. umferð Pepsi-deildarinnar sem fara fram átti kl. 18.00 í dag á Hásteinsvelli.Það eru búnar að vera greiðar samgöngur milli lands og Eyja í allan dag og engin gild ástæða fyrir frestun leiksins.Allir sem tengjast leiknum, dómarar, fjölmiðlamenn, áhöfn útsendingarbíls, lýsendur og fleiri eru komnir á vettvang vandræðalaust. Allir, nema hluti KR-hópsins, sem það félag ákvað að skyldi velja eina ferðamátann sem var vafasamur í dag vegna veðurspár.KR á að sjálfsögðu að bera hallann af því og vera dæmdur leikurinn tapaður ef þeir mæta ekki til hans.Knattspyrnuráð ÍBV krefst þess að mótanefnd KSÍ endurskoði þessa ákvörðun og að KR verði dæmdur leikurinn tapaður." Svo mörg voru þau orð. Pepsi-mörkunum var ekki frestað þrátt fyrir þessa uppákomu sem var eðlilega rædd í þættinum. „Mér finnst að KR-ingar hafi átt að fara fyrr til Eyja. Eyjamenn hafa ekki misst af útileik í 20 ár og komast alltaf upp á land. KR er greinilega að starfa eftir regluverki KSÍ en ef það er tæpt þá eiga lið bara að taka bátinn. Það liggur beint við," sagði Hjörtur Hjartarson, sérfræðingur Pepsi-markanna. Umræðuna um þessa uppákomu má sjá hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik ÍBV og KR frestað til morgundagsins Fresta þurfti leik ÍBV og KR í Pepsi-deild karla um einn dag vegna þoku en flugvél KR gat ekki lent á flugvellinum í Vestmannaeyjum. 20. ágúst 2015 16:58 Hvað segir Twitter um frestunina á leik KR og ÍBV? Sem kunnugt er hefur leik ÍBV og KR í 16. umferð Pepsi-deildar karla verið frestað til morguns vegna þoku í Vestmannaeyjum. 20. ágúst 2015 18:02 Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Sjá meira
Leik ÍBV og KR frestað til morgundagsins Fresta þurfti leik ÍBV og KR í Pepsi-deild karla um einn dag vegna þoku en flugvél KR gat ekki lent á flugvellinum í Vestmannaeyjum. 20. ágúst 2015 16:58
Hvað segir Twitter um frestunina á leik KR og ÍBV? Sem kunnugt er hefur leik ÍBV og KR í 16. umferð Pepsi-deildar karla verið frestað til morguns vegna þoku í Vestmannaeyjum. 20. ágúst 2015 18:02