Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Spánn 73-99 | Frábær kafli í fyrri en 26 stiga tap Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2015 20:30 Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 26 stiga mun á móti Spánverjum í kvöld, 99-73, í fjórða leik sínum á Evrópumótinu í körfubolta. Frábær kafli íslenska liðsins í öðrum leikhluta skilaði íslenska liðinu 34-30 forystu en þá gáfu Spánverjar í, voru 41-36 yfir í hálfleik og náðu mest 23 stiga forskoti í þriðja leikhlutanum. Íslenska liðið náði aðeins að laga stöðuna í lok leiksins og gerðu þar með betur en á erfiðum lokakafla á móti Serbum í gær en munurinn varð samt 26 stig á endanum. Jón Arnór Stefánsson átti sinn besta leik síðan á móti Þjóðverjum í fyrsta leik og var með 17 stig og 6 stoðsendingar. Haukur Helgi Pálsson skoraði 14 stig og Pavel Ermolinskij átti líka sinn besta leik í sókninni og skoraði meðal annars fjóra þrista. Haukur Helgi Pálsson skoraði fyrstu körfu leiksins en svo var komið að Nikola Mirotic sem átti hreinlega fyrstu mínútur leiksins. Mirotic skoraði alls 13 stig á fyrstu sjö og hálfri mínútu leiksins og hjálpaði Spáni að ná 17-8 forystu í upphafi leiks. Pavel Ermolinskij setti niður tvo þrista í leikhlutanum þegar aðrir voru ekkert að hitta (aðrir 8/0 í þristum í 1. leikhluta) og hann átti mikinn þátt í að minnka muninn í þrjú stig, 19-16. Spánn var síðan 20-16 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Jón Arnór Stefánsson keyrði tvisvar á Pau Gasol í fyrri hálfleiknum og skoraði í bæði skiptin en í seinna skiptið minnkaði hann muninn í 20-18. Spánverjar náðu þá að svara með 6-0 sprett og voru því komnir átta stigum yfir 26-18 þegar Ísland tók leikhlé og 8:05 voru eftir af öðrum leikhluta. Næstu mínútur voru stórkosleg skemmtun fyrir þá fjölmörgu Íslendinga sem voru mættir í höllina í Berlín. Jón Arnór Stefánsson fór fyrir leik íslenska liðsins sem vann næstu rúmu fjórar mínútur 16-4 og komst fjórum stigum yfir 34-30. Íslenska liðið stoppaði hvað eftir annað í vörninni og í sókninni voru menn að láta boltann ganga vel og finna menn í góðum skotfærum. Íslenska liðið náði ekki þó að halda út hálfleikinn eða að vinna annan leikhlutann.Spánverjar unnu síðustu 96 sekúndurnar 8-0 og þar með leikhlutann 21-20. Pau Gasol skoraði lokakörfu fyrri hálfleiks kom Spánverjum fimm stigum yfir fyrir hálfleik, 41-36. Þriðji leikhlutinn var íslenska liðinu erfiður enda héldu Spánverjar áfram á þeirri siglingu sem þeir voru á við lok fyrri hálfleiksins. Þeir náðu að skora þrettán stig í röð í kringum hálfleikinn og taka endanlega frumkvæðið í leiknum. Spánverjarnir fóru hvað eftir annað inn á þá Pau Gasol og Nikola Mirotic sem voru illviðráðanlegir inn í teig. Spænska liðið komst mest 23 stigum yfir í 3. leikhlutanum og vann hann á endanum 33-19. Pau Gasol og Nikola Mirotic voru saman með 43 stig í fyrstu þremur leikhlutunum. Íslenska liðið var komið með tíu þriggja stiga körfur í þriðja leikhlutanum eftir að Haukur Helgi Pálsson setti niður þrjá þrista á stuttum tíma. Hlynur Bæringsson minnkaði muninn í 17 stig, 74-57, með því að blaka sóknarfrákasti í körfuna rétt áður en leikhlutinn rann út. Spánverjar voru með öll tök á leiknum í lokaleikhlutanum og gátu leyft sér að láta bekkinn klára leikinn. Íslensku strákarnir hættu ekkert og börðust fyrir öllum boltum út leikinn en munurinn fór aftur yfir tuttugu stigin.Hlynur Bæringsson.Vísir/ValliHlynur: Ekki vanur því að spila svona seint á kvöldin Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, gaf allt sitt að venju í kvöld þegar Ísland tapaði 99-73 á móti Spánverjum á Evrópumótinu í körfubolta í Berlín. „Það var rosalega gaman að fá að glíma við þessa karla. Langan hluta í leiknum þá vorum við bara yfir eða í jöfnum leik eða þangað til síðustu mínúturnar í þriðja leikhluta þegar þeir fóru framúr okkur," sagði Hlynur. Hlynur var með 8 stig og 8 fráköst í baráttunni við NBA-stjörnurnar í spænska liðinu. „Þeir voru bara með aðeins meiri orku en við og auðvitað rosa hæfileikaríkir líka. Þetta var rosa gaman og fjör en því miður varð munurinn of mikill í restina," sagði Hlynur. „Það var margt mjög jákvætt í þessu og mér fannst þetta vera góður leikur hjá okkur og þá sérstaklega framan af," sagði Hlynur. „Þetta var líka rosalega skrýtið því ég er ekki vanur því að spila svona seint á kvöldin. Það var svolítið sérstakt og líkamsklukkan var í fönki til að byrja með," sagði Hlynur en leikurinn hófst klukkan níu að staðartíma í Berlín. Íslenska liðið spilar lokaleik sinn á mótinu á móti Tyrkjum á morgun en sá leikur fer líka fram klukkan níu um kvöld. „Nú er bara einn leikur og við ætlum bara að klára þessa hátið með stæl. Klára þetta með fólkinu okkar og það verður bara gaman líka á móti Tyrkjunum á morgun," sagði Hlynur.Haukur Helgi Pálsson. Vísir/ValliHaukur: Vorum hrikalega flottir í 20 til 30 mínútur Haukur Helgi Pálsson var næststigahæstur hjá íslenska körfuboltalandsliðinu í kvöld þegar liðið tapaði með 26 stigum á móti stjörnuprýddu spænsku landsliðinu í fjórða leik sínum í úrslitakeppni Evrópumótsins í Berlín. „Þetta er erfitt," sagði Haukur Helgi Pálsson þegar hann mætti allur vafinn í viðtöl við blaðamenn eftir leikinn. „Þetta er svona þegar maður er búinn að vera í baráttunni allan leikinn á móti stærri mönnum sem virka vera svona 20 kílóum þyngri. Þetta er bara búin að vera keyrsla sem fylgir þessu," sagði Haukur sem skoraði 14 stig og hitti úr 3 af 4 þriggja stiga skotum sínum. Spánverjarnir fóru mikið inn á þá Pau Gasol og Nikola Mirotic sem voru íslensku strákunum erfiðir enda miklu stærri. „Stóru mennirnir þeirra eru báðir með yfir 20 stig og það var mjög erfitt fyrir Hlyn að ráða við Pau Gasol eða þá fyrir bakverðina okkar að dekka þá ef við urðum að skipta. Það er bara of erfitt að verjast honum því hann er of stór og of hæfileikaríkur," sagði Haukur um Pau Gasol sem var með 21 stig á 23 mínútum í kvöld. „Það er heldur ekki hægt að falla að honum því hann er svo hrikalega góður sendingamaður. Þeir gerðu akkurat það sem þeir þurftu að gera," sagði Haukur. Íslenska liðið náði svakalega flottum 16-4 spretti í öðrum leikhluta sem skilaði liðinu fjögurra stiga forystu. „Því miður eru þetta ekki tuttugu mínútna leikir heldur 40 mínútur. Mér fannst við vera hrikalega flottir í 20 til 30 mínútur. Síðan halda þeir áfram, við verðum þreyttir og þeir eru áfram í því að gera það sem þeir eru vanir," sagði Haukur. „Það er einn leikur eftir og hann verður bara barátta. Við verðum að vinna einn leik á þessu móti. Þetta verður gaman á morgun," sagði Haukur.Jón Arnór: Hamborgarinn svínvirkaði Jón Arnór Stefánsson var að mörgu leyti sáttur með spilamennsku íslenska landsliðsins gegn því spænska, þrátt fyrir 26 stiga tap, 73-99. Ísland spilaði frábærlega í fyrri hálfleik og komst m.a. fjórum stigum yfir eftir góðan sprett. Í seinni hálfleik dró svo af íslensku strákunum, ekki ósvipað og gegn Serbíu í gær. „Já, það fer mikil orka í þetta. Við erum helvíti góðir í 20 mínútur. Við börðumst eins og ljón. Þriðji fjórðungurinn var ekkert alslæmur en það var erfitt að koma inn í seinni hálfleikinn og toppa þann fyrri þar sem við vorum mjög þéttir,“ sagði Jón Arnór sem var stigahæstur í íslenska liðinu með 17 stig. „Við spiluðum góða vörn, vorum að stríða þeim og vorum yfir á tímabili. Við vorum með sjálfstraustið í botni og spiluðum sem ein heild.“ Jón Arnór er ánægður með hugarfar íslenska liðsins sem mætir alltaf tilbúið til leiks þótt leikirnir á undan hafi tapast. „Það segir svolítið um hugarfarið hjá okkur og hvað við erum sterkir andlega. Við sýnum þetta óútskýranlega íslenska hjarta í þessum leikjum. „Þetta er eitthvað undur, það er ótrúlega erfitt að útskýra það. Það skiptir engu máli hvað lið gera á móti okkur, við komum alltaf til baka og erum á réttri leið. Það er ótrúlega gott að fá stuðninginn frá fólkinu, það gefur okkur rosalega mikið. Án þess værum við í verri málum, myndi ég halda, og ég vil bara enn og aftur þakka þeim fyrir.“ Jón Arnór hefur verið að glíma við hnémeiðsli og spilaði af þeim sökum ekki mikið gegn Serbíu. Hann lét hins vegar tappa af hnénu í gær og leið miklu betur í dag. „Mér leið bara eins og ég væri ungur aftur í dag. Við töppuðum af hnénu í gær og mér leið miklu betur í dag. Ég var svolítið mikið bólginn í gær og ég átti erfitt með að hita upp og komast í gírinn. Ég var stífur og aumur í hnénu og treysti því ekki 100%,“ sagði Jón Arnór sem er enn samningslaus. Stoppar síminn ekki hjá umboðsmanninum hans? „Það var eitthvað í gangi, ég var að spá í að auglýsa á Twitter hvort einhvern vantaði skotbakvörð. Það er eitthvað að koma inn en ég reyndi ekkert að svara honum (umboðsmanninum), ég var bara að einbeita mér að leiknum og ætla að halda því áfram. „Það er einn leikur eftir og svo kemur þetta bara í ljós. Ég ætla svo að fara heim og nýta mér það. Ef ég sem í dag eða á morgun þarf ég að fara strax út. Maður er orðinn svo reyndur að ég ætla að reyna að kreista út nokkra daga heima,“ sagði Jón Arnór sem sér fríið á Íslandi í hillingum. Íslensku strákarnir eiga einn leik eftir í B-riðli, gegn Tyrklandi á morgun. Jón Arnór segir að Ísland sé klárt í þann leik. „Ekki spurning. Við þurfum að jafna okkur fyrir næsta leik, það er bara ísbað og hugleiðsla og beint upp á herbergi. Ég fékk mér reyndar hamborgara í gærkvöldi og það svínvirkaði,“ sagði Jón Arnór og bætti því við að undirbúningurinn fyrir þann leik yrði svipaður og fyrir hina fjóra. „Við gerum þetta svipað, verðum léttir og jákvæðir. Þetta er rosalega góður hópur og gaman að vera í kringum leikmennina og starfsliðið. Þetta er bara hátíð.“Pavel var léttur og léttklæddur eftir leik.vísir/kolbeinn tumiPavel: Þurfum eitthvað meira til að geta keppt við þessi lið í 40 mínútur Pavel Ermolinskij kveikti í íslenska liðinu gegn því spænska í kvöld þegar hann setti niður þrjár þriggja stiga körfur á stuttum tíma í fyrri hálfleik. Íslendingar spiluðu virkilega vel í fyrri hálfleik og náðu m.a. 11-0 spretti sem skilaði fjögurra stiga forystu þegar tæpar fjórar mínútur voru til hálfleiks. Spánverjarnir áttu góðan endasprett í fyrri hálfleik og tóku svo leikinn algjörlega í sínar hendur í seinni hálfleiknum og unnu að lokum 26 stiga sigur, 73-99. „Þeir eru kannski einu númeri of stórir fyrir okkur,“ sagði Pavel í samtali við blaðamann Vísis eftir leikinn í kvöld. „Þeir eru stórir og sterkir og það útheimtir mikla orku að berjast við þá. En bæði í dag, og í leiknum í gær (gegn Serbíu), þá erum við með þeim fyrstu 20 mínúturnar en svo dettum við niður í seinni hálfleik. Við gerum mistök og þeir fá auðveldar körfur. „Það er margt jákvætt í þessu en við sjáum jafnframt að við þurfum eitthvað aðeins meira til að geta keppt við þessi lið í 40 mínútur.“ Pavel var sem áður sagði heitur fyrir utan þriggja stiga línuna í kvöld og setti niður fjórar þriggja stiga körfur í sex tilraunum. „Já, það var bara komið mér,“ sagði leikstjórnandinn. „Strákarnir hafa haldið þessu gangandi fyrir mig en ég kom inn í þetta í dag og vonandi heldur það áfram á morgun og við hittum á leik þar sem allir eru heitir og allt gengur upp,“ bætti Pavel við en Ísland mætir Tyrklandi á morgun í lokaleik sínum í B-riðli. Pavel var ber að ofan þegar viðtalið var tekið en hann hafði gefið áhorfendum treyjuna sína. „Hún er hjá einhverjum áhorfendum,“ sagði Pavel aðspurður hvar treyjan væri. „Ég veit ekki hvort ég mátti gefa þessa treyju? Við erum að spila á morgun,“ bætti Pavel léttur við. „Ég var bara að þakka áhorfendum fyrir stuðninginn sem þeir hafa gefið okkur.“Hörður Axel: Lenti á vegg í byrjun leiks Hörður Axel Vilhjálmsson hitti ekki vel á móti Spánverjum í kvöld og viðkenndi það eftir leikinn að hann hafi lent á vegg í leiknum sem Spánverjar unnu með 26 stigum. „Þó að pústið sé rosalega mikið hjá okkur þá er það ekki endalaust. Ég persónulega lenti á vegg í byrjun leiks og verð að reyna að finna mér einhverja aukaorku fyrir morgundaginn," sagði Hörður Axel. Hörður Axel var með 2 stig og 3 stoðsendingar á tæpum 20 mínútum í leiknum en hann hitti bara úr 1 af 8 skotum sínum utan af velli í leiknum. „Þetta er svakalega törn en við verðum bara að halda áfram," sagði Hörður Axel sem hefur spilað af ótrúlegum krafti í fyrstu þremur leikjunum en nú kom kannski að skuldadögum hjá stráknum. „Þetta er eitt besta lið í heimi og að við skulum halda í við þá og gera leik úr þessu, sérstaklega í fyrri hálfleik, er gott og eitthvað sem við getum byggt á," sagði Hörður Axel. „Þeir komu ansi sterki inn í þriðja leikhlutann og kláruðu eiginlega leikinn á fyrstu fimm mínútunum. Það sýnir kannski þeirra gæði og þeir voru bara ofjarlar okkar í seinni hálfleiknum," sagði Hörður Axel en þá breyttist staðan úr 41-36 í 53-38 á augabragði. Eftir þriðja leikhlutann voru úrslitin nánast ráðin og bæði lið hvíldu lykilmenn sína í fjórða og síðasta leikhlutanum. Hörður Axel spilaði því í minna en 20 mínútur sem kemur sér vonandi vel í lokaleiknum á móti Tyrkjum á morgun.Tweets by @VisirEM2015 Jón Arnór skoraði 17 stig í kvöld.vísir/valliVísir/Vallivísir/vallivísir/vallivísir/vallivísir/valliHerði og Pau Gasol, stórstjörnu Spánverja, lenti saman í seinni hálfleik.vísir/vallivísir/vallivísir/vallivísir/vallivísir/vallivísir/valli EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland- Serbía 93-64 | Serbarnir of sterkir fyrir strákana Íslenska körfuboltalandsliðið fékk sinn fyrsta skell á Evrópumótinu í Berlín í dag þegar liðið tapaði með 29 stiga mun á móti gríðarlega sterku liði Serbíu, 93-64. 8. september 2015 14:15 Umfjöllun og viðtöl: Þýskaland - Ísland 71-65 | Mögnuð frammistaða dugði næstum því Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði sínum fyrsta leik á Eurobasket í Berlín, en liðið beið lægri hlut fyrir Þýskalandi, 71-65. 5. september 2015 14:45 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Ísland - Ítalía 64-70 | Frábær leikur strákanna en aftur naumt tap Ísland tapaði sínum öðrum leik á Eurobasket í Berlín, en Ísland tapaði með sex stiga mun gegn Ítalíu, 70-64. Slæmur lokakafli gerði út um vonir íslenska liðsins um sigur. 6. september 2015 00:18 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 26 stiga mun á móti Spánverjum í kvöld, 99-73, í fjórða leik sínum á Evrópumótinu í körfubolta. Frábær kafli íslenska liðsins í öðrum leikhluta skilaði íslenska liðinu 34-30 forystu en þá gáfu Spánverjar í, voru 41-36 yfir í hálfleik og náðu mest 23 stiga forskoti í þriðja leikhlutanum. Íslenska liðið náði aðeins að laga stöðuna í lok leiksins og gerðu þar með betur en á erfiðum lokakafla á móti Serbum í gær en munurinn varð samt 26 stig á endanum. Jón Arnór Stefánsson átti sinn besta leik síðan á móti Þjóðverjum í fyrsta leik og var með 17 stig og 6 stoðsendingar. Haukur Helgi Pálsson skoraði 14 stig og Pavel Ermolinskij átti líka sinn besta leik í sókninni og skoraði meðal annars fjóra þrista. Haukur Helgi Pálsson skoraði fyrstu körfu leiksins en svo var komið að Nikola Mirotic sem átti hreinlega fyrstu mínútur leiksins. Mirotic skoraði alls 13 stig á fyrstu sjö og hálfri mínútu leiksins og hjálpaði Spáni að ná 17-8 forystu í upphafi leiks. Pavel Ermolinskij setti niður tvo þrista í leikhlutanum þegar aðrir voru ekkert að hitta (aðrir 8/0 í þristum í 1. leikhluta) og hann átti mikinn þátt í að minnka muninn í þrjú stig, 19-16. Spánn var síðan 20-16 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Jón Arnór Stefánsson keyrði tvisvar á Pau Gasol í fyrri hálfleiknum og skoraði í bæði skiptin en í seinna skiptið minnkaði hann muninn í 20-18. Spánverjar náðu þá að svara með 6-0 sprett og voru því komnir átta stigum yfir 26-18 þegar Ísland tók leikhlé og 8:05 voru eftir af öðrum leikhluta. Næstu mínútur voru stórkosleg skemmtun fyrir þá fjölmörgu Íslendinga sem voru mættir í höllina í Berlín. Jón Arnór Stefánsson fór fyrir leik íslenska liðsins sem vann næstu rúmu fjórar mínútur 16-4 og komst fjórum stigum yfir 34-30. Íslenska liðið stoppaði hvað eftir annað í vörninni og í sókninni voru menn að láta boltann ganga vel og finna menn í góðum skotfærum. Íslenska liðið náði ekki þó að halda út hálfleikinn eða að vinna annan leikhlutann.Spánverjar unnu síðustu 96 sekúndurnar 8-0 og þar með leikhlutann 21-20. Pau Gasol skoraði lokakörfu fyrri hálfleiks kom Spánverjum fimm stigum yfir fyrir hálfleik, 41-36. Þriðji leikhlutinn var íslenska liðinu erfiður enda héldu Spánverjar áfram á þeirri siglingu sem þeir voru á við lok fyrri hálfleiksins. Þeir náðu að skora þrettán stig í röð í kringum hálfleikinn og taka endanlega frumkvæðið í leiknum. Spánverjarnir fóru hvað eftir annað inn á þá Pau Gasol og Nikola Mirotic sem voru illviðráðanlegir inn í teig. Spænska liðið komst mest 23 stigum yfir í 3. leikhlutanum og vann hann á endanum 33-19. Pau Gasol og Nikola Mirotic voru saman með 43 stig í fyrstu þremur leikhlutunum. Íslenska liðið var komið með tíu þriggja stiga körfur í þriðja leikhlutanum eftir að Haukur Helgi Pálsson setti niður þrjá þrista á stuttum tíma. Hlynur Bæringsson minnkaði muninn í 17 stig, 74-57, með því að blaka sóknarfrákasti í körfuna rétt áður en leikhlutinn rann út. Spánverjar voru með öll tök á leiknum í lokaleikhlutanum og gátu leyft sér að láta bekkinn klára leikinn. Íslensku strákarnir hættu ekkert og börðust fyrir öllum boltum út leikinn en munurinn fór aftur yfir tuttugu stigin.Hlynur Bæringsson.Vísir/ValliHlynur: Ekki vanur því að spila svona seint á kvöldin Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, gaf allt sitt að venju í kvöld þegar Ísland tapaði 99-73 á móti Spánverjum á Evrópumótinu í körfubolta í Berlín. „Það var rosalega gaman að fá að glíma við þessa karla. Langan hluta í leiknum þá vorum við bara yfir eða í jöfnum leik eða þangað til síðustu mínúturnar í þriðja leikhluta þegar þeir fóru framúr okkur," sagði Hlynur. Hlynur var með 8 stig og 8 fráköst í baráttunni við NBA-stjörnurnar í spænska liðinu. „Þeir voru bara með aðeins meiri orku en við og auðvitað rosa hæfileikaríkir líka. Þetta var rosa gaman og fjör en því miður varð munurinn of mikill í restina," sagði Hlynur. „Það var margt mjög jákvætt í þessu og mér fannst þetta vera góður leikur hjá okkur og þá sérstaklega framan af," sagði Hlynur. „Þetta var líka rosalega skrýtið því ég er ekki vanur því að spila svona seint á kvöldin. Það var svolítið sérstakt og líkamsklukkan var í fönki til að byrja með," sagði Hlynur en leikurinn hófst klukkan níu að staðartíma í Berlín. Íslenska liðið spilar lokaleik sinn á mótinu á móti Tyrkjum á morgun en sá leikur fer líka fram klukkan níu um kvöld. „Nú er bara einn leikur og við ætlum bara að klára þessa hátið með stæl. Klára þetta með fólkinu okkar og það verður bara gaman líka á móti Tyrkjunum á morgun," sagði Hlynur.Haukur Helgi Pálsson. Vísir/ValliHaukur: Vorum hrikalega flottir í 20 til 30 mínútur Haukur Helgi Pálsson var næststigahæstur hjá íslenska körfuboltalandsliðinu í kvöld þegar liðið tapaði með 26 stigum á móti stjörnuprýddu spænsku landsliðinu í fjórða leik sínum í úrslitakeppni Evrópumótsins í Berlín. „Þetta er erfitt," sagði Haukur Helgi Pálsson þegar hann mætti allur vafinn í viðtöl við blaðamenn eftir leikinn. „Þetta er svona þegar maður er búinn að vera í baráttunni allan leikinn á móti stærri mönnum sem virka vera svona 20 kílóum þyngri. Þetta er bara búin að vera keyrsla sem fylgir þessu," sagði Haukur sem skoraði 14 stig og hitti úr 3 af 4 þriggja stiga skotum sínum. Spánverjarnir fóru mikið inn á þá Pau Gasol og Nikola Mirotic sem voru íslensku strákunum erfiðir enda miklu stærri. „Stóru mennirnir þeirra eru báðir með yfir 20 stig og það var mjög erfitt fyrir Hlyn að ráða við Pau Gasol eða þá fyrir bakverðina okkar að dekka þá ef við urðum að skipta. Það er bara of erfitt að verjast honum því hann er of stór og of hæfileikaríkur," sagði Haukur um Pau Gasol sem var með 21 stig á 23 mínútum í kvöld. „Það er heldur ekki hægt að falla að honum því hann er svo hrikalega góður sendingamaður. Þeir gerðu akkurat það sem þeir þurftu að gera," sagði Haukur. Íslenska liðið náði svakalega flottum 16-4 spretti í öðrum leikhluta sem skilaði liðinu fjögurra stiga forystu. „Því miður eru þetta ekki tuttugu mínútna leikir heldur 40 mínútur. Mér fannst við vera hrikalega flottir í 20 til 30 mínútur. Síðan halda þeir áfram, við verðum þreyttir og þeir eru áfram í því að gera það sem þeir eru vanir," sagði Haukur. „Það er einn leikur eftir og hann verður bara barátta. Við verðum að vinna einn leik á þessu móti. Þetta verður gaman á morgun," sagði Haukur.Jón Arnór: Hamborgarinn svínvirkaði Jón Arnór Stefánsson var að mörgu leyti sáttur með spilamennsku íslenska landsliðsins gegn því spænska, þrátt fyrir 26 stiga tap, 73-99. Ísland spilaði frábærlega í fyrri hálfleik og komst m.a. fjórum stigum yfir eftir góðan sprett. Í seinni hálfleik dró svo af íslensku strákunum, ekki ósvipað og gegn Serbíu í gær. „Já, það fer mikil orka í þetta. Við erum helvíti góðir í 20 mínútur. Við börðumst eins og ljón. Þriðji fjórðungurinn var ekkert alslæmur en það var erfitt að koma inn í seinni hálfleikinn og toppa þann fyrri þar sem við vorum mjög þéttir,“ sagði Jón Arnór sem var stigahæstur í íslenska liðinu með 17 stig. „Við spiluðum góða vörn, vorum að stríða þeim og vorum yfir á tímabili. Við vorum með sjálfstraustið í botni og spiluðum sem ein heild.“ Jón Arnór er ánægður með hugarfar íslenska liðsins sem mætir alltaf tilbúið til leiks þótt leikirnir á undan hafi tapast. „Það segir svolítið um hugarfarið hjá okkur og hvað við erum sterkir andlega. Við sýnum þetta óútskýranlega íslenska hjarta í þessum leikjum. „Þetta er eitthvað undur, það er ótrúlega erfitt að útskýra það. Það skiptir engu máli hvað lið gera á móti okkur, við komum alltaf til baka og erum á réttri leið. Það er ótrúlega gott að fá stuðninginn frá fólkinu, það gefur okkur rosalega mikið. Án þess værum við í verri málum, myndi ég halda, og ég vil bara enn og aftur þakka þeim fyrir.“ Jón Arnór hefur verið að glíma við hnémeiðsli og spilaði af þeim sökum ekki mikið gegn Serbíu. Hann lét hins vegar tappa af hnénu í gær og leið miklu betur í dag. „Mér leið bara eins og ég væri ungur aftur í dag. Við töppuðum af hnénu í gær og mér leið miklu betur í dag. Ég var svolítið mikið bólginn í gær og ég átti erfitt með að hita upp og komast í gírinn. Ég var stífur og aumur í hnénu og treysti því ekki 100%,“ sagði Jón Arnór sem er enn samningslaus. Stoppar síminn ekki hjá umboðsmanninum hans? „Það var eitthvað í gangi, ég var að spá í að auglýsa á Twitter hvort einhvern vantaði skotbakvörð. Það er eitthvað að koma inn en ég reyndi ekkert að svara honum (umboðsmanninum), ég var bara að einbeita mér að leiknum og ætla að halda því áfram. „Það er einn leikur eftir og svo kemur þetta bara í ljós. Ég ætla svo að fara heim og nýta mér það. Ef ég sem í dag eða á morgun þarf ég að fara strax út. Maður er orðinn svo reyndur að ég ætla að reyna að kreista út nokkra daga heima,“ sagði Jón Arnór sem sér fríið á Íslandi í hillingum. Íslensku strákarnir eiga einn leik eftir í B-riðli, gegn Tyrklandi á morgun. Jón Arnór segir að Ísland sé klárt í þann leik. „Ekki spurning. Við þurfum að jafna okkur fyrir næsta leik, það er bara ísbað og hugleiðsla og beint upp á herbergi. Ég fékk mér reyndar hamborgara í gærkvöldi og það svínvirkaði,“ sagði Jón Arnór og bætti því við að undirbúningurinn fyrir þann leik yrði svipaður og fyrir hina fjóra. „Við gerum þetta svipað, verðum léttir og jákvæðir. Þetta er rosalega góður hópur og gaman að vera í kringum leikmennina og starfsliðið. Þetta er bara hátíð.“Pavel var léttur og léttklæddur eftir leik.vísir/kolbeinn tumiPavel: Þurfum eitthvað meira til að geta keppt við þessi lið í 40 mínútur Pavel Ermolinskij kveikti í íslenska liðinu gegn því spænska í kvöld þegar hann setti niður þrjár þriggja stiga körfur á stuttum tíma í fyrri hálfleik. Íslendingar spiluðu virkilega vel í fyrri hálfleik og náðu m.a. 11-0 spretti sem skilaði fjögurra stiga forystu þegar tæpar fjórar mínútur voru til hálfleiks. Spánverjarnir áttu góðan endasprett í fyrri hálfleik og tóku svo leikinn algjörlega í sínar hendur í seinni hálfleiknum og unnu að lokum 26 stiga sigur, 73-99. „Þeir eru kannski einu númeri of stórir fyrir okkur,“ sagði Pavel í samtali við blaðamann Vísis eftir leikinn í kvöld. „Þeir eru stórir og sterkir og það útheimtir mikla orku að berjast við þá. En bæði í dag, og í leiknum í gær (gegn Serbíu), þá erum við með þeim fyrstu 20 mínúturnar en svo dettum við niður í seinni hálfleik. Við gerum mistök og þeir fá auðveldar körfur. „Það er margt jákvætt í þessu en við sjáum jafnframt að við þurfum eitthvað aðeins meira til að geta keppt við þessi lið í 40 mínútur.“ Pavel var sem áður sagði heitur fyrir utan þriggja stiga línuna í kvöld og setti niður fjórar þriggja stiga körfur í sex tilraunum. „Já, það var bara komið mér,“ sagði leikstjórnandinn. „Strákarnir hafa haldið þessu gangandi fyrir mig en ég kom inn í þetta í dag og vonandi heldur það áfram á morgun og við hittum á leik þar sem allir eru heitir og allt gengur upp,“ bætti Pavel við en Ísland mætir Tyrklandi á morgun í lokaleik sínum í B-riðli. Pavel var ber að ofan þegar viðtalið var tekið en hann hafði gefið áhorfendum treyjuna sína. „Hún er hjá einhverjum áhorfendum,“ sagði Pavel aðspurður hvar treyjan væri. „Ég veit ekki hvort ég mátti gefa þessa treyju? Við erum að spila á morgun,“ bætti Pavel léttur við. „Ég var bara að þakka áhorfendum fyrir stuðninginn sem þeir hafa gefið okkur.“Hörður Axel: Lenti á vegg í byrjun leiks Hörður Axel Vilhjálmsson hitti ekki vel á móti Spánverjum í kvöld og viðkenndi það eftir leikinn að hann hafi lent á vegg í leiknum sem Spánverjar unnu með 26 stigum. „Þó að pústið sé rosalega mikið hjá okkur þá er það ekki endalaust. Ég persónulega lenti á vegg í byrjun leiks og verð að reyna að finna mér einhverja aukaorku fyrir morgundaginn," sagði Hörður Axel. Hörður Axel var með 2 stig og 3 stoðsendingar á tæpum 20 mínútum í leiknum en hann hitti bara úr 1 af 8 skotum sínum utan af velli í leiknum. „Þetta er svakalega törn en við verðum bara að halda áfram," sagði Hörður Axel sem hefur spilað af ótrúlegum krafti í fyrstu þremur leikjunum en nú kom kannski að skuldadögum hjá stráknum. „Þetta er eitt besta lið í heimi og að við skulum halda í við þá og gera leik úr þessu, sérstaklega í fyrri hálfleik, er gott og eitthvað sem við getum byggt á," sagði Hörður Axel. „Þeir komu ansi sterki inn í þriðja leikhlutann og kláruðu eiginlega leikinn á fyrstu fimm mínútunum. Það sýnir kannski þeirra gæði og þeir voru bara ofjarlar okkar í seinni hálfleiknum," sagði Hörður Axel en þá breyttist staðan úr 41-36 í 53-38 á augabragði. Eftir þriðja leikhlutann voru úrslitin nánast ráðin og bæði lið hvíldu lykilmenn sína í fjórða og síðasta leikhlutanum. Hörður Axel spilaði því í minna en 20 mínútur sem kemur sér vonandi vel í lokaleiknum á móti Tyrkjum á morgun.Tweets by @VisirEM2015 Jón Arnór skoraði 17 stig í kvöld.vísir/valliVísir/Vallivísir/vallivísir/vallivísir/vallivísir/valliHerði og Pau Gasol, stórstjörnu Spánverja, lenti saman í seinni hálfleik.vísir/vallivísir/vallivísir/vallivísir/vallivísir/vallivísir/valli
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland- Serbía 93-64 | Serbarnir of sterkir fyrir strákana Íslenska körfuboltalandsliðið fékk sinn fyrsta skell á Evrópumótinu í Berlín í dag þegar liðið tapaði með 29 stiga mun á móti gríðarlega sterku liði Serbíu, 93-64. 8. september 2015 14:15 Umfjöllun og viðtöl: Þýskaland - Ísland 71-65 | Mögnuð frammistaða dugði næstum því Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði sínum fyrsta leik á Eurobasket í Berlín, en liðið beið lægri hlut fyrir Þýskalandi, 71-65. 5. september 2015 14:45 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Ísland - Ítalía 64-70 | Frábær leikur strákanna en aftur naumt tap Ísland tapaði sínum öðrum leik á Eurobasket í Berlín, en Ísland tapaði með sex stiga mun gegn Ítalíu, 70-64. Slæmur lokakafli gerði út um vonir íslenska liðsins um sigur. 6. september 2015 00:18 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland- Serbía 93-64 | Serbarnir of sterkir fyrir strákana Íslenska körfuboltalandsliðið fékk sinn fyrsta skell á Evrópumótinu í Berlín í dag þegar liðið tapaði með 29 stiga mun á móti gríðarlega sterku liði Serbíu, 93-64. 8. september 2015 14:15
Umfjöllun og viðtöl: Þýskaland - Ísland 71-65 | Mögnuð frammistaða dugði næstum því Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði sínum fyrsta leik á Eurobasket í Berlín, en liðið beið lægri hlut fyrir Þýskalandi, 71-65. 5. september 2015 14:45
Umfjöllun, myndir og viðtöl: Ísland - Ítalía 64-70 | Frábær leikur strákanna en aftur naumt tap Ísland tapaði sínum öðrum leik á Eurobasket í Berlín, en Ísland tapaði með sex stiga mun gegn Ítalíu, 70-64. Slæmur lokakafli gerði út um vonir íslenska liðsins um sigur. 6. september 2015 00:18