Eldvarnir í brennidepli á Skaganum Regína Ásvaldsdóttir og Garðar H. Guðjónsson skrifar 9. september 2015 10:00 Eldvarnir eru í brennidepli hjá Akraneskaupstað og starfsfólki hans um þessar mundir. Í samræmi við samkomulag Akraneskaupstaðar og Eldvarnabandalagsins um eflingu eldvarna fær allt starfsfólk bæjarins nú fræðslu um eldvarnir bæði á vinnustað og heima. Fyrir dyrum stendur jafnframt innleiðing eigin eldvarnaeftirlits hjá stofnunum bæjarins. Þar gegna eldvarnafulltrúar lykilhlutverki. Vaskur hópur karla og kvenna hefur þegar tekið að sér hlutverk eldvarnafulltrúa og munu Eldvarnabandalagið og Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar veita þeim nauðsynlega fræðslu og þjálfun. Í innleiðingu eigin eldvarnaeftirlits felst skýr yfirlýsing um að efla eldvarnir með reglulegu eftirliti og viðhaldi. Markmiðið er að auka öryggi starfsfólks, nemenda og viðskiptavina og draga úr líkum á tjóni á rekstri og eignum. Innleiðing eigin eldvarnaeftirlits hjá fyrirtækjum og stofnunum er eitt af áhersluverkefnum Eldvarnabandalagsins. Eldvarnabandalagið hefur útbúið fræðsluefni um eldvarnir heimilisins og eigið eldvarnaeftirlit og er stuðst við það í samstarfinu við Akraneskaupstað. Rannsóknir Eldvarnabandalagsins og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sýna að eldvarnir í leiguhúsnæði eru almennt lakari en hjá þeim sem búa í eigin húsnæði. Liður í samstarfi Akraneskaupstaðar og Eldvarnabandalagsins er að efla sérstaklega eldvarnir hjá þeim sem búa í leiguhúsnæði. Það verður gert með hvatningu og fræðslu í tengslum við umsóknir um húsaleigubætur hjá Akraneskaupstað í byrjun næsta árs. Megináhersla er í því sambandi lögð á að hafa nægilega marga virka reykskynjara svo íbúar geti sem fyrst orðið varir við eld og gert viðeigandi ráðstafanir til að vernda líf, heilsu og eignir. Eldvarnir hjá Akraneskaupstað verða ekki óaðfinnanlegar á einni nóttu. Við bindum hins vegar miklar vonir við að með réttu hugarfari og samstilltu átaki stjórnenda og starfsmanna Akraneskaupstaðar, Eldvarnabandalagsins og Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar megi efla eldvarnir til muna á næstu mánuðum og misserum. Jafnframt væntum við þess að reynslan af samstarfinu á Skaganum geti nýst öðrum sveitarfélögum og fyrirtækjum við innleiðingu eigin eldvarnaeftirlits og í því skyni að auka vitund starfsmanna og annarra um mikilvægi eldvarna á heimilum og vinnustöðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Regína Ásvaldsdóttir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Sjá meira
Eldvarnir eru í brennidepli hjá Akraneskaupstað og starfsfólki hans um þessar mundir. Í samræmi við samkomulag Akraneskaupstaðar og Eldvarnabandalagsins um eflingu eldvarna fær allt starfsfólk bæjarins nú fræðslu um eldvarnir bæði á vinnustað og heima. Fyrir dyrum stendur jafnframt innleiðing eigin eldvarnaeftirlits hjá stofnunum bæjarins. Þar gegna eldvarnafulltrúar lykilhlutverki. Vaskur hópur karla og kvenna hefur þegar tekið að sér hlutverk eldvarnafulltrúa og munu Eldvarnabandalagið og Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar veita þeim nauðsynlega fræðslu og þjálfun. Í innleiðingu eigin eldvarnaeftirlits felst skýr yfirlýsing um að efla eldvarnir með reglulegu eftirliti og viðhaldi. Markmiðið er að auka öryggi starfsfólks, nemenda og viðskiptavina og draga úr líkum á tjóni á rekstri og eignum. Innleiðing eigin eldvarnaeftirlits hjá fyrirtækjum og stofnunum er eitt af áhersluverkefnum Eldvarnabandalagsins. Eldvarnabandalagið hefur útbúið fræðsluefni um eldvarnir heimilisins og eigið eldvarnaeftirlit og er stuðst við það í samstarfinu við Akraneskaupstað. Rannsóknir Eldvarnabandalagsins og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sýna að eldvarnir í leiguhúsnæði eru almennt lakari en hjá þeim sem búa í eigin húsnæði. Liður í samstarfi Akraneskaupstaðar og Eldvarnabandalagsins er að efla sérstaklega eldvarnir hjá þeim sem búa í leiguhúsnæði. Það verður gert með hvatningu og fræðslu í tengslum við umsóknir um húsaleigubætur hjá Akraneskaupstað í byrjun næsta árs. Megináhersla er í því sambandi lögð á að hafa nægilega marga virka reykskynjara svo íbúar geti sem fyrst orðið varir við eld og gert viðeigandi ráðstafanir til að vernda líf, heilsu og eignir. Eldvarnir hjá Akraneskaupstað verða ekki óaðfinnanlegar á einni nóttu. Við bindum hins vegar miklar vonir við að með réttu hugarfari og samstilltu átaki stjórnenda og starfsmanna Akraneskaupstaðar, Eldvarnabandalagsins og Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar megi efla eldvarnir til muna á næstu mánuðum og misserum. Jafnframt væntum við þess að reynslan af samstarfinu á Skaganum geti nýst öðrum sveitarfélögum og fyrirtækjum við innleiðingu eigin eldvarnaeftirlits og í því skyni að auka vitund starfsmanna og annarra um mikilvægi eldvarna á heimilum og vinnustöðum.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar