Hörður Axel: Við erum engir túristar í Berlín Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2015 16:01 Hörður Axel Vilhjálmsson reynir hér að troða boltanum í körfu Þjóðverja í leiknum í dag. Vísir/Valli Hörður Axel Vilhjálmsson átti frábæran leik í vörninni þegar Íslands tapaði naumlega með sex stigum á móti Þjðoðverjum í fyrsta leik sínum á Eurobasket 2015. Auk þess að skora 11 stig þá tók Hörður Axel 6 fráköst og stal 2 boltum af leikmönnum þýska liðsins. „Það svíður að hafa klikkað svona mikið á vítalínunni. Við komum okkur í góða stöðu til að hugsanlega vinna leikinn og við erum sáttir með það," sagði Hörður Axel. „Við gerðum ekki nóg og það er drullufúlt af því að okkur finnst við hafa átt skilið að vinna leikinn," sagði Hörður en íslenska liðið vann fjórða leikhlutann með tíu stigum og var næstum því búið að vinna upp forskot Þjóðverjanna. „Við sýndum seiglu og það að við munum halda áfram sama hvað. Við erum komnir á mótið til þess að láta hafa fyrir okkur og ætlum að gera eitthvað hérna. Við erum ekki komnir hingað bara til að vera með. Við erum engir túristar í Berlín," sagði Hörður Axel. „Auðvitað erum við sáttir með að sýna öllum það að við erum mættir en við erum dullufúlir með að hafa ekki unnið leikinn," sagði Hörður Axel. Hann var frábær í vörninni og grimmur í öllum sínum aðgerðum. „Já ég var alveg ánægður með minn leik. Ég er í stóru varnarhlutverki hér og það er mitt að setja svolítið tóninn. Ég er sáttur með vörnina mína en hún er yfirleitt alltaf til staðar. Ég hefði sem dæmi mátt skjóta betur á vítalínunni," sagði Hörður Axel. Hörður Axel klikkaði á 4 af 7 vítum sínum og íslenska liðið klikkaði alls á tíu vítum í leiknum. „Ég hugsa um þessi víti sem klikkuðu á leiðinni inn í klefa en svo ætla ég að gleyma þeim," sagði Hörður. En hvernig er orkan eftir erfiðan fyrsta leik. „Ég er góður enda búinn að vera í stanslausri meðhöndlun hjá frábærum sjúkraþjálfurum. Ég hef oft verið þreyttari en þetta. Nú er bara áfram gakk og næsti leikur á morgun," sagði Hörður Axel að lokum. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þýskaland - Ísland 71-65 | Mögnuð frammistaða dugði næstum því Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði sínum fyrsta leik á Eurobasket í Berlín, en liðið beið lægri hlut fyrir Þýskalandi, 71-65. 5. september 2015 14:45 Logi Gunnarsson: Hefðum alveg getað stolið þessum leik Logi Gunnarsson hitti ekki vel á afmælisdaginn og varð að sætta sig við naumt tap á móti Þjóðverjum en hann gaf engu að síður allt sitt inn á vellinum og allir í íslenska liðinu. 5. september 2015 15:42 Haukur Helgi: Hugsaði að við værum að fara taka þennan leik Haukur Helgi Pálssn, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, var svekktur, en stoltur af strákunum okkar í leikslok. Ísland tapaði fyrir Þýskalandi 71-65 í fyrsta leik Ísland á Eurobasket. 5. september 2015 15:19 Jón Arnór: Aldrei verið jafn stressaður fyrir leik á ævinni Jón Arnór Stefánsson, stórstjarna íslenska körfuboltalandsliðsins, var svekktur í lokin á leik Íslands og Þýskalands. Ísland tapaði með sex stiga mun, 71-65, í hörkuleik, en þetta var fyrsti leikur Íslands á Eurobasket. 5. september 2015 15:35 Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Sjá meira
Hörður Axel Vilhjálmsson átti frábæran leik í vörninni þegar Íslands tapaði naumlega með sex stigum á móti Þjðoðverjum í fyrsta leik sínum á Eurobasket 2015. Auk þess að skora 11 stig þá tók Hörður Axel 6 fráköst og stal 2 boltum af leikmönnum þýska liðsins. „Það svíður að hafa klikkað svona mikið á vítalínunni. Við komum okkur í góða stöðu til að hugsanlega vinna leikinn og við erum sáttir með það," sagði Hörður Axel. „Við gerðum ekki nóg og það er drullufúlt af því að okkur finnst við hafa átt skilið að vinna leikinn," sagði Hörður en íslenska liðið vann fjórða leikhlutann með tíu stigum og var næstum því búið að vinna upp forskot Þjóðverjanna. „Við sýndum seiglu og það að við munum halda áfram sama hvað. Við erum komnir á mótið til þess að láta hafa fyrir okkur og ætlum að gera eitthvað hérna. Við erum ekki komnir hingað bara til að vera með. Við erum engir túristar í Berlín," sagði Hörður Axel. „Auðvitað erum við sáttir með að sýna öllum það að við erum mættir en við erum dullufúlir með að hafa ekki unnið leikinn," sagði Hörður Axel. Hann var frábær í vörninni og grimmur í öllum sínum aðgerðum. „Já ég var alveg ánægður með minn leik. Ég er í stóru varnarhlutverki hér og það er mitt að setja svolítið tóninn. Ég er sáttur með vörnina mína en hún er yfirleitt alltaf til staðar. Ég hefði sem dæmi mátt skjóta betur á vítalínunni," sagði Hörður Axel. Hörður Axel klikkaði á 4 af 7 vítum sínum og íslenska liðið klikkaði alls á tíu vítum í leiknum. „Ég hugsa um þessi víti sem klikkuðu á leiðinni inn í klefa en svo ætla ég að gleyma þeim," sagði Hörður. En hvernig er orkan eftir erfiðan fyrsta leik. „Ég er góður enda búinn að vera í stanslausri meðhöndlun hjá frábærum sjúkraþjálfurum. Ég hef oft verið þreyttari en þetta. Nú er bara áfram gakk og næsti leikur á morgun," sagði Hörður Axel að lokum.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þýskaland - Ísland 71-65 | Mögnuð frammistaða dugði næstum því Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði sínum fyrsta leik á Eurobasket í Berlín, en liðið beið lægri hlut fyrir Þýskalandi, 71-65. 5. september 2015 14:45 Logi Gunnarsson: Hefðum alveg getað stolið þessum leik Logi Gunnarsson hitti ekki vel á afmælisdaginn og varð að sætta sig við naumt tap á móti Þjóðverjum en hann gaf engu að síður allt sitt inn á vellinum og allir í íslenska liðinu. 5. september 2015 15:42 Haukur Helgi: Hugsaði að við værum að fara taka þennan leik Haukur Helgi Pálssn, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, var svekktur, en stoltur af strákunum okkar í leikslok. Ísland tapaði fyrir Þýskalandi 71-65 í fyrsta leik Ísland á Eurobasket. 5. september 2015 15:19 Jón Arnór: Aldrei verið jafn stressaður fyrir leik á ævinni Jón Arnór Stefánsson, stórstjarna íslenska körfuboltalandsliðsins, var svekktur í lokin á leik Íslands og Þýskalands. Ísland tapaði með sex stiga mun, 71-65, í hörkuleik, en þetta var fyrsti leikur Íslands á Eurobasket. 5. september 2015 15:35 Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Þýskaland - Ísland 71-65 | Mögnuð frammistaða dugði næstum því Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði sínum fyrsta leik á Eurobasket í Berlín, en liðið beið lægri hlut fyrir Þýskalandi, 71-65. 5. september 2015 14:45
Logi Gunnarsson: Hefðum alveg getað stolið þessum leik Logi Gunnarsson hitti ekki vel á afmælisdaginn og varð að sætta sig við naumt tap á móti Þjóðverjum en hann gaf engu að síður allt sitt inn á vellinum og allir í íslenska liðinu. 5. september 2015 15:42
Haukur Helgi: Hugsaði að við værum að fara taka þennan leik Haukur Helgi Pálssn, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, var svekktur, en stoltur af strákunum okkar í leikslok. Ísland tapaði fyrir Þýskalandi 71-65 í fyrsta leik Ísland á Eurobasket. 5. september 2015 15:19
Jón Arnór: Aldrei verið jafn stressaður fyrir leik á ævinni Jón Arnór Stefánsson, stórstjarna íslenska körfuboltalandsliðsins, var svekktur í lokin á leik Íslands og Þýskalands. Ísland tapaði með sex stiga mun, 71-65, í hörkuleik, en þetta var fyrsti leikur Íslands á Eurobasket. 5. september 2015 15:35