Hlynur: Þeir labba ekki á vatni frekar en við hinir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2015 10:00 Hlynur Bæringsson. Vísir/Valli Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðið mun leiða sitt lið inn í sögulegan leik á morgun þegar Ísland mætir Þýskalandi í fyrsta leik liðsins á Eurobasket. „Ég veit ekki alveg ennþá hvernig þetta lítur út. Það verður bara að koma í ljós því þetta er eitthvað sem ég hef ekki upplifað áður. Ég hlakka mikið til að sjá þetta," segir Hlynur í samtali við Vísi. „Við þurfum núna að reyna að koma huganum á rétt ról þannig að allir nái sínu besta fram. Það skiptir rosalega miklu máli þegar maður er ekki vanur að vera í þessari stöðu að hafa hugarfarið rétt. Ég held að það getir verið stór munur hjá mönnum," segir Hlynur. Hann og leikmenn íslenska liðsins eru á sama hóteli og hin liðin og eru því að mæta NBA-stjörnunum í matsalnum sem og annars staðar á hótelinu.Hér eru mun stærri stjörnur „Yfirleitt truflar það mann ekki að vera í kringum stjörnuleikmenn en þó verður maður að sjálfsögðu að viðurkenna það að þetta er sérstakara en önnur mót. Hér eru mun stærri stjörnur og allt miklu stærra. Ég viðurkenni það alveg að það var mjög sérstakt að mæta Dirk Nowitzki. Þetta er auðvitað spes en það var ágætt að við komum snemma þannig að maður er kannski búinn að venjast þessu smá núna," segir Hlynur. Hvað þarf að ganga upp á móti Þjóðverjum í dag? „Ég vona að við náum okkar allra besta leik og að við getum nýtt okkur nokkra veikleika í þeirra leik. Það er annað sem við megum hugsa um. Þótt að við séum lægst settir í þessum riðli af öllum sem er að fjalla um þetta þá megum við ekki gleyma því að öll hin liðin hafa veikleika þótt að þau séu með stórar stjörnur," sagði Hlynur. „Við berum mikla virðingu fyrir þeirra ferli og öllu sem þeir hafa gert. Þeir labba ekki á vatni frekar en við hinir," sagði Hlynur.Alveg örugglega stærsta stundin á ferlinum „Til þess að við náum sigri á þessu móti þá þarf allt að ganga upp. Það er draumurinn. Við þurfum að hitta mjög vel á móti Þjóðverjum og þurfum helst að geta dregið stóru mennina þeirra út úr teignum. Við þurfum líka að hitta vel úr vítum, ekki gefa þeim auðveldar körfur úr hraðaupphlaupum og vera agaðir þegar það á við. Það er margt sem þarf að ganga upp,“ segir Hlynur og hann er tilbúinn fyrir sögulegan leik á morgun. „Þetta er alveg örugglega stærsta stundin á mínum ferli og það er mikil tilhlökkun. Þetta verður fjör,“ segir Hlynur. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Jón Arnór: Það er mikið af andlitum hérna sem ég þekki Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu spila sinn fyrsta leik á Eurobasket á morgun þegar íslenska liðið mætir heimamönnum í Þýskalandi. 4. september 2015 16:00 Hörður: Allt mér að þakka að Haukur er hér í dag Fréttamaður Vísis í Berlín hitti á landsliðsmennina Hauk Helga og Hörð Axel fyrir leik liðsins gegn Þýskalandi á morgun. Strákarnir voru léttir í lund og rifjuðu meðal annars upp þegar Hörður var þjálfari Hauks í Fjölni. 4. september 2015 22:15 Pavel: Við unnum ekkert lottó til að vera hérna Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi íslenska körfuboltalandsliðsins, er klár í slaginn á Evrópumótinu og segir að íslenska liðið eigi fyllilega skilið að keppa við þá bestu í ár. 4. september 2015 17:00 Ljóðskáldið Axel Kárason Ísland hefur leik á EM í körfubolta á morgun þegar liðið mætir Þýskalandi í Mercedes Benz-höllinni í Berlín. 4. september 2015 09:41 Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Sjá meira
Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðið mun leiða sitt lið inn í sögulegan leik á morgun þegar Ísland mætir Þýskalandi í fyrsta leik liðsins á Eurobasket. „Ég veit ekki alveg ennþá hvernig þetta lítur út. Það verður bara að koma í ljós því þetta er eitthvað sem ég hef ekki upplifað áður. Ég hlakka mikið til að sjá þetta," segir Hlynur í samtali við Vísi. „Við þurfum núna að reyna að koma huganum á rétt ról þannig að allir nái sínu besta fram. Það skiptir rosalega miklu máli þegar maður er ekki vanur að vera í þessari stöðu að hafa hugarfarið rétt. Ég held að það getir verið stór munur hjá mönnum," segir Hlynur. Hann og leikmenn íslenska liðsins eru á sama hóteli og hin liðin og eru því að mæta NBA-stjörnunum í matsalnum sem og annars staðar á hótelinu.Hér eru mun stærri stjörnur „Yfirleitt truflar það mann ekki að vera í kringum stjörnuleikmenn en þó verður maður að sjálfsögðu að viðurkenna það að þetta er sérstakara en önnur mót. Hér eru mun stærri stjörnur og allt miklu stærra. Ég viðurkenni það alveg að það var mjög sérstakt að mæta Dirk Nowitzki. Þetta er auðvitað spes en það var ágætt að við komum snemma þannig að maður er kannski búinn að venjast þessu smá núna," segir Hlynur. Hvað þarf að ganga upp á móti Þjóðverjum í dag? „Ég vona að við náum okkar allra besta leik og að við getum nýtt okkur nokkra veikleika í þeirra leik. Það er annað sem við megum hugsa um. Þótt að við séum lægst settir í þessum riðli af öllum sem er að fjalla um þetta þá megum við ekki gleyma því að öll hin liðin hafa veikleika þótt að þau séu með stórar stjörnur," sagði Hlynur. „Við berum mikla virðingu fyrir þeirra ferli og öllu sem þeir hafa gert. Þeir labba ekki á vatni frekar en við hinir," sagði Hlynur.Alveg örugglega stærsta stundin á ferlinum „Til þess að við náum sigri á þessu móti þá þarf allt að ganga upp. Það er draumurinn. Við þurfum að hitta mjög vel á móti Þjóðverjum og þurfum helst að geta dregið stóru mennina þeirra út úr teignum. Við þurfum líka að hitta vel úr vítum, ekki gefa þeim auðveldar körfur úr hraðaupphlaupum og vera agaðir þegar það á við. Það er margt sem þarf að ganga upp,“ segir Hlynur og hann er tilbúinn fyrir sögulegan leik á morgun. „Þetta er alveg örugglega stærsta stundin á mínum ferli og það er mikil tilhlökkun. Þetta verður fjör,“ segir Hlynur.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Jón Arnór: Það er mikið af andlitum hérna sem ég þekki Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu spila sinn fyrsta leik á Eurobasket á morgun þegar íslenska liðið mætir heimamönnum í Þýskalandi. 4. september 2015 16:00 Hörður: Allt mér að þakka að Haukur er hér í dag Fréttamaður Vísis í Berlín hitti á landsliðsmennina Hauk Helga og Hörð Axel fyrir leik liðsins gegn Þýskalandi á morgun. Strákarnir voru léttir í lund og rifjuðu meðal annars upp þegar Hörður var þjálfari Hauks í Fjölni. 4. september 2015 22:15 Pavel: Við unnum ekkert lottó til að vera hérna Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi íslenska körfuboltalandsliðsins, er klár í slaginn á Evrópumótinu og segir að íslenska liðið eigi fyllilega skilið að keppa við þá bestu í ár. 4. september 2015 17:00 Ljóðskáldið Axel Kárason Ísland hefur leik á EM í körfubolta á morgun þegar liðið mætir Þýskalandi í Mercedes Benz-höllinni í Berlín. 4. september 2015 09:41 Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Sjá meira
Jón Arnór: Það er mikið af andlitum hérna sem ég þekki Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu spila sinn fyrsta leik á Eurobasket á morgun þegar íslenska liðið mætir heimamönnum í Þýskalandi. 4. september 2015 16:00
Hörður: Allt mér að þakka að Haukur er hér í dag Fréttamaður Vísis í Berlín hitti á landsliðsmennina Hauk Helga og Hörð Axel fyrir leik liðsins gegn Þýskalandi á morgun. Strákarnir voru léttir í lund og rifjuðu meðal annars upp þegar Hörður var þjálfari Hauks í Fjölni. 4. september 2015 22:15
Pavel: Við unnum ekkert lottó til að vera hérna Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi íslenska körfuboltalandsliðsins, er klár í slaginn á Evrópumótinu og segir að íslenska liðið eigi fyllilega skilið að keppa við þá bestu í ár. 4. september 2015 17:00
Ljóðskáldið Axel Kárason Ísland hefur leik á EM í körfubolta á morgun þegar liðið mætir Þýskalandi í Mercedes Benz-höllinni í Berlín. 4. september 2015 09:41