Lífið

Gummi Ben hefur slæma tilfinningu fyrir leiknum

Stefán Árni Pálsson skrifar
„Mér líst bara mjög vel á þetta og það er bara geggjað að fá að upplifa að stór hluti íslensku þjóðarinnar sé mætt hingað til þess að styðja landsliðið og við séum í þessari stöðu sem við erum í,“ segir Guðmundur Benediktsson, íþróttafréttamaður, í samtali við Kolbein Tuma Daðason á Dam torginu í Amsterdam.

Ísland mætir Hollandi í undankeppni EM 2016 í kvöld og er liðið í efsta sæti riðilsins.

„Mér líst vel á leikinn en mér finnst við býsna bjartsýn hér í Hollandi. Við erum að mæta einni af bestu knattspyrnuþjóðum heims. Þeir eru með nýjan þjálfara og það virðist vera mikil stemning í hollenska liðinu. Satt best að segja er ég skíthræddur við þennan leik.“

Guðmundur hefur vonda tilfinningu fyrir úrslitum leiksins.

„1-3 er einhvernvegin búið að vera í hausnum á mér núna í sólahring. Jafntefli væru bara geggjuð úrslit, því þetta er sennilega okkar erfiðasta prófraun sem býður okkar hér.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.