Vísbendingar um stórar olíulindir hvetja til leitar á Drekasvæðinu Kristján Már Unnarsson skrifar 2. september 2015 19:45 Dýrasta olíuleit við Ísland til þessa á vegum sérleyfishafa hefst í kvöld þegar rannsóknarleiðangur tveggja skipa heldur á Drekasvæðið frá Austfjörðum. Um eitt hundrað manns taka þátt í verkefninu. Rannsóknarskipið Oceanic Challenger sigldi inn til Reyðarfjarðar í Austfjarðaþokunni í morgun en um borð eru um 60 manns. Aðstoðarskip með 12 manns um borð kom síðdegis en saman halda þau svo í kvöld áleiðis á Drekasvæðið. Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC fer fyrir leitinni og eru fulltrúar þess komnir til Reyðarfjarðar til að taka þátt í verkefninu. Við komu skipanna til hafnar í dag mátti einnig sjá fulltrúa annarra handhafa sérleyfisins; norska ríkisolíufélagsins Petoro og íslenska félagsins Eykons. Fulltrúi Orkustofnunar og bæjarstjóri Fjarðabyggðar voru einnig viðstaddir. Fulltrúar CNOOC, Petoro og Eykons hittust á Reyðarfirði í dag við komu skipanna.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Athygli vekur að olíuleitin fer af stað á sama tíma og olíufélög halda að sér höndum um allan heim vegna verðfalls á olíu. „Þetta segir nefnilega dálítið margt um Drekasvæðið. Þar er möguleiki á að finna mjög stórar lindir,“ segir Heiðar Már Guðjónsson, stjórnarformaður Eykons, í viðtali við Stöð 2 á bryggjunni á Reyðarfirði. „Við erum staðfastari í trúnni en áður. Við erum náttúrlega að vinna með tveimur risafyrirtækjum, Petoro og CNOOC. Þeir þekkja þetta betur en við. Þau halda leitinni áfram ótrauð. Við erum mjög ánægð með það,“ segir Heiðar. Auk um sjötíu manns um borð í skipunum starfa um þrjátíu manns í landi við verkefnið, meðal annars við úrvinnslu gagna. Áætlað er að skipin verði 24 daga á Drekasvæðinu. Fyrirtækin eru þannig þegar farin að setja háar fjárhæðir í olíuleitina, bara þessi áfangi verkefnisins er talinn kosta um einn milljarð króna. Olíurannsóknarskipið Oceanic Challenger siglir inn Reyðarfjörð í morgun.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Skipin munu leita ummerkja olíu undir hafsbotni Drekasvæðisins með bergmálsmælingum en tilvist olíu þarf síðan að staðfesta með borunum. „Við erum með áætlun um að bora þrjár holur. Upprunalega ætluðum við bara að bora eina, - við erum komnir með það upp í þrjár. Þá fyrstu árið 2020, aðra 2022 og þá þriðju 2023. Þannig að við erum væntanlega upp úr 2018-2019 að fara að skipuleggja borunina,“ segir Heiðar Már Guðjónsson. Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Olíuleitin hagstæðari vegna verðfalls á olíu Enginn bilbugur er á sérleyfishöfum á Drekasvæðinu, þótt olíuverð hafi hrapað um helming. Talsmaður Eykons segir þvert á móti að nú verði olíuleitin ákjósanlegri og tilkostnaður töluvert lægri. 11. janúar 2015 07:48 Þriðja olíuleitarleyfið á Drekann veitt í dag Þriðja sérleyfinu til leitar og vinnslu olíu á Drekasvæðinu verður formlega úthlutað við athöfn sem hefst núna klukkan tvö í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík. 22. janúar 2014 13:30 Fyrsti olíurisinn kemur í leitina á Drekasvæði Þriðja sérleyfinu til leitar og vinnslu olíu á Drekasvæðinu verður formlega úthlutað við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík í næstu viku, þann 22. janúar. Þetta verður stærsta sérleyfið til þessa í íslenskri lögsögu. 17. janúar 2014 11:45 Reyðarfjörður valinn sem olíubær Íslands Eykon Energy hefur valið Reyðarfjörð sem þjónustumiðstöð fyrir bæði olíuleit og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir þetta skapa gríðarleg tækifæri. 11. maí 2014 19:15 Kínverjar mættir til að hefja olíuleitina Leyfishafar á Drekasvæðinu undir forystu kínverska félagsins CNOOC ákváðu á fundi í dag að hraðar yrði farið af stað í olíuleitina en áætlanir gerðu ráð fyrir. 20. október 2014 20:15 CNOOC vill flýta borun í Drekann Fulltrúar kínverska olíufélagsins CNOOC kynntu samstarfsaðilum sínum í dag verkáætlun sem miðar við að boranir hefjist á Drekasvæðinu mun fyrr en áður var gert ráð fyrir. 12. júní 2014 19:15 Er það von um "elefant" sem lokkar á Drekann? Olíumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, er í viðtali við Aftenbladet í Stavanger spurður um hvort hann telji að "elefant“ sé á Drekasvæðinu. Hugtakið "elefant“, eða fíll, er það sem norski olíugeirinn notar um risalindir, eftir stærsta landdýri jarðar, en það eru olíusvæði eins og Ekofisk, Statfjord, Troll, Gullfaks og Mjallhvít. Hugtakið "flóðhestur“ er svo notað um lindir af næstu stærð þar fyrir neðan. 5. janúar 2013 11:19 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Dýrasta olíuleit við Ísland til þessa á vegum sérleyfishafa hefst í kvöld þegar rannsóknarleiðangur tveggja skipa heldur á Drekasvæðið frá Austfjörðum. Um eitt hundrað manns taka þátt í verkefninu. Rannsóknarskipið Oceanic Challenger sigldi inn til Reyðarfjarðar í Austfjarðaþokunni í morgun en um borð eru um 60 manns. Aðstoðarskip með 12 manns um borð kom síðdegis en saman halda þau svo í kvöld áleiðis á Drekasvæðið. Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC fer fyrir leitinni og eru fulltrúar þess komnir til Reyðarfjarðar til að taka þátt í verkefninu. Við komu skipanna til hafnar í dag mátti einnig sjá fulltrúa annarra handhafa sérleyfisins; norska ríkisolíufélagsins Petoro og íslenska félagsins Eykons. Fulltrúi Orkustofnunar og bæjarstjóri Fjarðabyggðar voru einnig viðstaddir. Fulltrúar CNOOC, Petoro og Eykons hittust á Reyðarfirði í dag við komu skipanna.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Athygli vekur að olíuleitin fer af stað á sama tíma og olíufélög halda að sér höndum um allan heim vegna verðfalls á olíu. „Þetta segir nefnilega dálítið margt um Drekasvæðið. Þar er möguleiki á að finna mjög stórar lindir,“ segir Heiðar Már Guðjónsson, stjórnarformaður Eykons, í viðtali við Stöð 2 á bryggjunni á Reyðarfirði. „Við erum staðfastari í trúnni en áður. Við erum náttúrlega að vinna með tveimur risafyrirtækjum, Petoro og CNOOC. Þeir þekkja þetta betur en við. Þau halda leitinni áfram ótrauð. Við erum mjög ánægð með það,“ segir Heiðar. Auk um sjötíu manns um borð í skipunum starfa um þrjátíu manns í landi við verkefnið, meðal annars við úrvinnslu gagna. Áætlað er að skipin verði 24 daga á Drekasvæðinu. Fyrirtækin eru þannig þegar farin að setja háar fjárhæðir í olíuleitina, bara þessi áfangi verkefnisins er talinn kosta um einn milljarð króna. Olíurannsóknarskipið Oceanic Challenger siglir inn Reyðarfjörð í morgun.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Skipin munu leita ummerkja olíu undir hafsbotni Drekasvæðisins með bergmálsmælingum en tilvist olíu þarf síðan að staðfesta með borunum. „Við erum með áætlun um að bora þrjár holur. Upprunalega ætluðum við bara að bora eina, - við erum komnir með það upp í þrjár. Þá fyrstu árið 2020, aðra 2022 og þá þriðju 2023. Þannig að við erum væntanlega upp úr 2018-2019 að fara að skipuleggja borunina,“ segir Heiðar Már Guðjónsson.
Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Olíuleitin hagstæðari vegna verðfalls á olíu Enginn bilbugur er á sérleyfishöfum á Drekasvæðinu, þótt olíuverð hafi hrapað um helming. Talsmaður Eykons segir þvert á móti að nú verði olíuleitin ákjósanlegri og tilkostnaður töluvert lægri. 11. janúar 2015 07:48 Þriðja olíuleitarleyfið á Drekann veitt í dag Þriðja sérleyfinu til leitar og vinnslu olíu á Drekasvæðinu verður formlega úthlutað við athöfn sem hefst núna klukkan tvö í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík. 22. janúar 2014 13:30 Fyrsti olíurisinn kemur í leitina á Drekasvæði Þriðja sérleyfinu til leitar og vinnslu olíu á Drekasvæðinu verður formlega úthlutað við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík í næstu viku, þann 22. janúar. Þetta verður stærsta sérleyfið til þessa í íslenskri lögsögu. 17. janúar 2014 11:45 Reyðarfjörður valinn sem olíubær Íslands Eykon Energy hefur valið Reyðarfjörð sem þjónustumiðstöð fyrir bæði olíuleit og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir þetta skapa gríðarleg tækifæri. 11. maí 2014 19:15 Kínverjar mættir til að hefja olíuleitina Leyfishafar á Drekasvæðinu undir forystu kínverska félagsins CNOOC ákváðu á fundi í dag að hraðar yrði farið af stað í olíuleitina en áætlanir gerðu ráð fyrir. 20. október 2014 20:15 CNOOC vill flýta borun í Drekann Fulltrúar kínverska olíufélagsins CNOOC kynntu samstarfsaðilum sínum í dag verkáætlun sem miðar við að boranir hefjist á Drekasvæðinu mun fyrr en áður var gert ráð fyrir. 12. júní 2014 19:15 Er það von um "elefant" sem lokkar á Drekann? Olíumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, er í viðtali við Aftenbladet í Stavanger spurður um hvort hann telji að "elefant“ sé á Drekasvæðinu. Hugtakið "elefant“, eða fíll, er það sem norski olíugeirinn notar um risalindir, eftir stærsta landdýri jarðar, en það eru olíusvæði eins og Ekofisk, Statfjord, Troll, Gullfaks og Mjallhvít. Hugtakið "flóðhestur“ er svo notað um lindir af næstu stærð þar fyrir neðan. 5. janúar 2013 11:19 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Olíuleitin hagstæðari vegna verðfalls á olíu Enginn bilbugur er á sérleyfishöfum á Drekasvæðinu, þótt olíuverð hafi hrapað um helming. Talsmaður Eykons segir þvert á móti að nú verði olíuleitin ákjósanlegri og tilkostnaður töluvert lægri. 11. janúar 2015 07:48
Þriðja olíuleitarleyfið á Drekann veitt í dag Þriðja sérleyfinu til leitar og vinnslu olíu á Drekasvæðinu verður formlega úthlutað við athöfn sem hefst núna klukkan tvö í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík. 22. janúar 2014 13:30
Fyrsti olíurisinn kemur í leitina á Drekasvæði Þriðja sérleyfinu til leitar og vinnslu olíu á Drekasvæðinu verður formlega úthlutað við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík í næstu viku, þann 22. janúar. Þetta verður stærsta sérleyfið til þessa í íslenskri lögsögu. 17. janúar 2014 11:45
Reyðarfjörður valinn sem olíubær Íslands Eykon Energy hefur valið Reyðarfjörð sem þjónustumiðstöð fyrir bæði olíuleit og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir þetta skapa gríðarleg tækifæri. 11. maí 2014 19:15
Kínverjar mættir til að hefja olíuleitina Leyfishafar á Drekasvæðinu undir forystu kínverska félagsins CNOOC ákváðu á fundi í dag að hraðar yrði farið af stað í olíuleitina en áætlanir gerðu ráð fyrir. 20. október 2014 20:15
CNOOC vill flýta borun í Drekann Fulltrúar kínverska olíufélagsins CNOOC kynntu samstarfsaðilum sínum í dag verkáætlun sem miðar við að boranir hefjist á Drekasvæðinu mun fyrr en áður var gert ráð fyrir. 12. júní 2014 19:15
Er það von um "elefant" sem lokkar á Drekann? Olíumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, er í viðtali við Aftenbladet í Stavanger spurður um hvort hann telji að "elefant“ sé á Drekasvæðinu. Hugtakið "elefant“, eða fíll, er það sem norski olíugeirinn notar um risalindir, eftir stærsta landdýri jarðar, en það eru olíusvæði eins og Ekofisk, Statfjord, Troll, Gullfaks og Mjallhvít. Hugtakið "flóðhestur“ er svo notað um lindir af næstu stærð þar fyrir neðan. 5. janúar 2013 11:19