Bíó og sjónvarp

Danskur leikari með stórt hlutverk í Game of Thrones

Samúel Karl Ólason skrifar
Pilou Asbæk.
Pilou Asbæk. Vísir/EPA
Leikarinn Pilou Asbæk er sagður hafa tekið að sér að leika Euron Greyjoy í sjöttu þáttaröð Game of Thrones. Tökur fara nú fram í Írlandi og samkvæmt Watchers on the Wall, sem fylgjast grannt með framleiðslu þáttanna, sást hann við tökur við höfnina í Ballintoy í hlutverki sínu.

Asbæk er ekki fyrsti Daninn sem leikur í Game of Thrones, og heldur ekki fyrsti leikarinn sem hefur leikið í hinum vinsælu þáttum Borgen. Leikkonan Birgitte Hjort Sørensen sem sló í gegn í þættinum Hardhome í síðustu þáttaröð.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.