Aurum-málinu frestað þar sem skjölum var ábótavant Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. september 2015 10:00 Jón Ásgeir Jóhannesson og Lárus Welding eru tveir sakborninga í Aurum-málinu. vísir/gva Málflutningi um kröfu sérstaks saksóknara þess efnis að Guðjón St. Marteinsson víki sem dómari í Aurum-málinu var frestað. Fyrirtaka málsins var í morgun og var fyrirhugað að málflutningur færi fram en var því slegið á frest þar sem verjendur höfðu ekki öll gögn sem ákæruvaldið byggði á. Er málið var tekið fyrir í morgun lagði sérstakur saksóknari fram gögn sem flest voru lögð fyrir í Hæstarétti fyrr á þessu ári. Einnig voru nefnd til sögunnar gögn sem send voru með tölvupósti þann 9. júní síðastliðinn. „Þið kannist allir við þessi gögn, ekki satt? Þið eruð hér allir tilgreindir í cc,“ spurði dómarinn verjendurna en enginn þeirra kannaðist við að hafa fengið gögnin send í tölvupósti. Sérstakur saksóknari, Ólafur Þór Hauksson, sagði að ekkert yrði vísað til þeirra gagna í málflutningnum. Hann lagði fram önnur skjöl sem hann hugðist nýta en þeirra á meðal eru endurrit af hádegisfréttum RÚV og úrklippur úr blaðagreinum sem birtust ýmist í Fréttablaðinu eða Morgunblaðinu. „Ég veit hver dómkrafan er en ég hef ekki fengið eitt einasta gagn er snýr að henni,“ sagði Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, er hann lagði fram bókun. Hann sagði að það gæti ekki samræmst reglum að mæta til þinghalds án þess að nokkuð hafi verið lagt fram um það sem gera á kröfu um. Undir þetta tóku verjendur annara sakborninga. Saksóknari var því ekki mótfallinn að málinu yrði frestað um nokkra daga og var það því niðurstaðan. Í málinu eru þeir Jón Ásgeiri Jóhannessyni, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson ákærðir fyrir umboðssvik og hlutdeild í þeim. Snýr ákæran að sex milljarða króna láni sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. Vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Sakborningarnir voru sýknaðir í héraðsdómi síðasta sumar en dómurinn var ómerktur af Hæstarétti sökum ættartengsla Sverris Ólafssonar, sérfróðs meðdómanda í málinu, við Ólaf Ólafsson, oft kenndur við Samskip, en Sverrir og Ólafur eru bræður. Ólafur var sakfelldur fyrir hlutdeild í umboðssvikum í Al-Thani málinu. Málið verður tekið fyrir að nýju mánudaginn 14. september. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Sverrir skilur ekkert í því af hverju hann var ekki yfirheyrður Sverrir Ólafsson, meðdómari í Aurum-málinu, segir að ummæli sem hann lét falla í viðtali við RÚV um sérstakan saksóknara hafi verið viðbrögð við ómaklegri árás. Hann hefði átt að orða hlutina öðruvísi. 30. apríl 2015 09:08 Óhjákvæmilegt að telja ummæli dómarans gefa tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa Aurum-málið fer aftur fyrir héraðsdóm. 22. apríl 2015 18:32 Jón Ásgeir: „Enn á ný á að drösla mér niður í héraðsdóm“ Jóni Ásgeiri Jóhannessyni virðist sem koma eigi honum í fangelsi með öllum tiltækum ráðum. 27. apríl 2015 07:00 Aurum-málið á leið aftur í héraðsdóm Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru á leiðinni aftur í héraðsdóm. 22. apríl 2015 14:10 Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Málflutningi um kröfu sérstaks saksóknara þess efnis að Guðjón St. Marteinsson víki sem dómari í Aurum-málinu var frestað. Fyrirtaka málsins var í morgun og var fyrirhugað að málflutningur færi fram en var því slegið á frest þar sem verjendur höfðu ekki öll gögn sem ákæruvaldið byggði á. Er málið var tekið fyrir í morgun lagði sérstakur saksóknari fram gögn sem flest voru lögð fyrir í Hæstarétti fyrr á þessu ári. Einnig voru nefnd til sögunnar gögn sem send voru með tölvupósti þann 9. júní síðastliðinn. „Þið kannist allir við þessi gögn, ekki satt? Þið eruð hér allir tilgreindir í cc,“ spurði dómarinn verjendurna en enginn þeirra kannaðist við að hafa fengið gögnin send í tölvupósti. Sérstakur saksóknari, Ólafur Þór Hauksson, sagði að ekkert yrði vísað til þeirra gagna í málflutningnum. Hann lagði fram önnur skjöl sem hann hugðist nýta en þeirra á meðal eru endurrit af hádegisfréttum RÚV og úrklippur úr blaðagreinum sem birtust ýmist í Fréttablaðinu eða Morgunblaðinu. „Ég veit hver dómkrafan er en ég hef ekki fengið eitt einasta gagn er snýr að henni,“ sagði Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, er hann lagði fram bókun. Hann sagði að það gæti ekki samræmst reglum að mæta til þinghalds án þess að nokkuð hafi verið lagt fram um það sem gera á kröfu um. Undir þetta tóku verjendur annara sakborninga. Saksóknari var því ekki mótfallinn að málinu yrði frestað um nokkra daga og var það því niðurstaðan. Í málinu eru þeir Jón Ásgeiri Jóhannessyni, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson ákærðir fyrir umboðssvik og hlutdeild í þeim. Snýr ákæran að sex milljarða króna láni sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. Vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Sakborningarnir voru sýknaðir í héraðsdómi síðasta sumar en dómurinn var ómerktur af Hæstarétti sökum ættartengsla Sverris Ólafssonar, sérfróðs meðdómanda í málinu, við Ólaf Ólafsson, oft kenndur við Samskip, en Sverrir og Ólafur eru bræður. Ólafur var sakfelldur fyrir hlutdeild í umboðssvikum í Al-Thani málinu. Málið verður tekið fyrir að nýju mánudaginn 14. september.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Sverrir skilur ekkert í því af hverju hann var ekki yfirheyrður Sverrir Ólafsson, meðdómari í Aurum-málinu, segir að ummæli sem hann lét falla í viðtali við RÚV um sérstakan saksóknara hafi verið viðbrögð við ómaklegri árás. Hann hefði átt að orða hlutina öðruvísi. 30. apríl 2015 09:08 Óhjákvæmilegt að telja ummæli dómarans gefa tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa Aurum-málið fer aftur fyrir héraðsdóm. 22. apríl 2015 18:32 Jón Ásgeir: „Enn á ný á að drösla mér niður í héraðsdóm“ Jóni Ásgeiri Jóhannessyni virðist sem koma eigi honum í fangelsi með öllum tiltækum ráðum. 27. apríl 2015 07:00 Aurum-málið á leið aftur í héraðsdóm Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru á leiðinni aftur í héraðsdóm. 22. apríl 2015 14:10 Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Sverrir skilur ekkert í því af hverju hann var ekki yfirheyrður Sverrir Ólafsson, meðdómari í Aurum-málinu, segir að ummæli sem hann lét falla í viðtali við RÚV um sérstakan saksóknara hafi verið viðbrögð við ómaklegri árás. Hann hefði átt að orða hlutina öðruvísi. 30. apríl 2015 09:08
Óhjákvæmilegt að telja ummæli dómarans gefa tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa Aurum-málið fer aftur fyrir héraðsdóm. 22. apríl 2015 18:32
Jón Ásgeir: „Enn á ný á að drösla mér niður í héraðsdóm“ Jóni Ásgeiri Jóhannessyni virðist sem koma eigi honum í fangelsi með öllum tiltækum ráðum. 27. apríl 2015 07:00
Aurum-málið á leið aftur í héraðsdóm Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru á leiðinni aftur í héraðsdóm. 22. apríl 2015 14:10